Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

mánudagur, 1. júlí 2013

Mes derniers mots de France.

Hola, eins og maður segir á góðri spænsku. Nei djók ég er ekkert á Spáni... Er samt undanfarið búið að finnast eins og ég sé á Spáni þar sem veðrið hérna er algjört Spánar veður. En nei ég er víst bara í Frakklandi. Hvort segir maður annars 'í Frakklandi' eða 'á Frakklandi'? Ég ekki tala íslenska. Er samt að háma í mig harðfisk í þessum töluðu orðum þannig þetta ætti að koma.

Ég er samt að segja ykkur það, ég verð komin með svo svakalegt tan þegar ég kem heim að allir verða abbó. Nojoke sko... okei jú smá djók. Nóg um veðrið? Já það held ég nú, kem meira að því síðar. Kannski.

Það er rúmur mánuður síðan ég bloggaði, og þessi mánuður er búinn að vera frekar busy. Ég kláraði skólann 7.júní og get ekki sagt að ég hafi dúxað þetta árið. Fyrstu helgina í júní var líka AFS útilega í suður Ardeche. Það var stuð, fyrir utan kannski öll moskito bitin sem ég fékk, og ég brann líka. Við fórum í kayak allir skiptinemarnir á laugardeginum sem var stuð. Enduðum öll á floti eftir að leggja meiri vinnu í að skvetta á hvort annað með árunum heldur en að læra að róa. Á sunnudeginum máttum við svo velja; hellaskoðun eða klettaklifur. Believe it or not en ég valdi klettaklifur. In my defence þá sagði Afs konan mér að þetta væri að klifra uppá fjöll þannig stupid me hélt að þetta væri fjallganga þangað til ég mætti á staðinn. Guð minn góður ég hélt ég mundi deyja. Geri þetta aldrei aftur allavegana.

Þegar ég byrjaði þetta blogg, fyrir rúmri viku síðan þá var sko algjört spánarveður alla daga. Núna aftur á móti er það ekki þannig. Okei það er í kringum 20 stiga hiti... en skýjað eða rigning. Ég er ekki að fýla það. Hvernig á ég að tana ef það er engin sól?


meðedda

En já, fyrsta vikan í júní var síðasta vikan í skólanum. Það sem ég mun sakna 2 tíma frönsku tímanna.. NAT. Ef það er eitthvað sem ég mun ekki sakna við Frakklands eru það frönskutímar og frönsku kennarinn, held að hún beri sama hug til mín. Fyndið samt þegar ég var að kveðja fólk, sérstaklega fólk sem ég tala aldrei við, þá fannst mér eins og ég væri bara að segja 'bæjó, sjáumst aldrei' haha. Skrýtið en samt ekki.
Keep calm.

12. Júní var svo leiðinni haldið til Parísar þar sem elskulegir foreldrar mínir og Arna Dögg voru að mæta a svæðið. Auðvitað náðu þau að velja þann dag sem var flugvallaverkfall í Frakklandi. In their defence þá eru frakkar mjög hrifnir af verkföllum. En allavegana þá var ekkert víst með flugið og ég hafði ekki hugmynd um hvort að ég ætti að fara til Parísar eða ekki fyrr en ég var bara komin um borð í lestina og hún lögð af stað. Þau komust svo á leiðarenda eftir rúma 2 tíma seinkun. Ekki nóg með það, heldur var líka lestarverkfall þann 13. júní, og BARA 13. júní, sem var einmitt dagurinn sem við tókum lestina suður. En ég hafði keypt miða í góða lest þannig hún fór og ekkert vesen með það.

Í París gerðum við svo alla túristahlutina, Eiffel turninn, Arc de triumph, Champs Élysees sem pabba leiddist nú alls ekki.. það var allavegana haldið fast um veskið ;) Svo fórum við til Lyon og gistum svo í Annonay eina nótt þar sem famelíurnar mínar gátu hisst. En þar sem það er nú aðallega fyrir móður mína og fleiri ættingja sem ég er að nenna þessu bloggi, þa þarf ég ekkert að skrifa meira um þegar þau voru hér þar sem þau muna það alveg sjálf.

les soeurs a paris
Síðan þau fóru er svo búið að vera brjálað að gera hjá mér, er búin að fara annaðhvort niðrí bæ hér í Annonay eða til Lyon með skiptinema vinum mínum á næstum hverjum einasta degi. Um daginn hélt svo hostmamma Merilin surprise kveðjupartý fyrir hana sem var þvílíkt kúl. Öllum skiptinemunum og öllum bekknum mínum (við erum saman í bekk) var boðið og ætli það voru ekki 20 eða eh sem mættu. Hún kom svo heim og var þvílíkt surprised og það var bara stuð. Það var líka trampolín sem ég og Marina skemmtum okkur vel á. Um nóttina gistum við svo skiptinemarnir í hjólhýsi fyrir utan húsið hennar sem var þvílíkt fjör.

Klukkan 5 um morguninn kom svo fyrsta alvöru kveðjan sem var hörmung. Þurfti að kveðja Andres sem er einn af bestu vinum mínum hér og það var ömurlegt. Tveim dögum síðar komu svo næstu 2 kveðjur. Robbin og Merilin sem eru með Yfu og fóru heim fyrr. Meiri hörmung, sérstaklega Merilin sem er með mér í bekk og ég er vön að sjá á hverjum degi. Á föstudaginn 'kvöddum' við svo Marinu sem var ekki sorglegt þar sem ég og Isabela fórum svo á laugardaginn til St. Etienne til að kveðja hana á lestarstöðinni. Það var sorglegt þá, þar sem hún er líka ein af bestu vinkonum okkar hér.

Í síðustu viku fór ég til Lyon á mánudaginn með bandarísku vinkonum mínum. Ákváðum að við vildum fara á stað sem við höfðum aldrei farið til áður þannig við tókum metro í hina áttina. Vissum ekkert hvað við áttum að gera þannig við tókum bara metro niðrí miðbæ aftur. Borðuðum svo á classy veitingastað um kvöldið og vitiði hvað? ÉG SMAKKAÐI SNIGLA!!! Sorry en oj. Okei það er ekkert bragð af þeim reyndar en samt oj. Borðaði bara einn. En já fengum forrétt, aðalrétt, eftirrétt og alles, vorum rosa fancy og fullorðnar fannst okkur.

Elsku brasilíurnar mínar <3

Við ætluðum okkur svo að taka síðustu lestina heim klukkan 21:20 þannig við drifum okkur í metro uppá lestarstöð klukkan 9 með nógan tíma. Og Svana gáfaða sem er alltaf með allt á hreinu lét okkur taka vitlausa metro. Shit. Föttuðum það strax og fórum út og tókum nýja, en þá þurftum við að bíða í 5 mínutur á metrostöðinni eftir næstu þannig að þegar við komum loksins uppá lestarstöð átti lestin að vera farin. Aldrei hef ég verið svona glöð að sjá að lestinni minni hafi verið seinkað. Eftir að hafa gjörsamlega hlupið í gegnum Lyon underground rétt náðum við lestinni, miðalausar en það skiptir ekki máli, enginn sem tjékkar. Fengum reyndar sæti rétt hjá eh creep sem var að segja hvað allir í Usa eru miklir rasistar en só, við allavegana náðum lestinni.

Gistum svo heima hjá Oliviu um nóttina og ég ætlaði að taka rútuna heim um 9 leytið útaf ég var að fara að hitta vini mina í Annonay klukkan 10. En þá fór Olivia með mig á vitlaust busstop. Hún sagði að það tæki 5 mín að labba maximum en nei, 20 mínutur og eg missti af rútunni. En þá fékk ég bara að vera lengur með þeim og við bökuðum Amerískar pönnukökur.


Á miðvikudaginn fór ég svo með Anniku til Lyon aftur, en í þetta skipti á Of monsters and men tónleika. Samgöngurnar voru reyndar svolitið að stríða mér aftur, my theory is að þau eru á móti útlendingum, allavegana rútukallinn með posa sem vildi ekki taka kortið mitt, og ég gat ekki borgað með ísl krónum. Eina skiptið sem kortið mitt hefur ekki virkað og ég var ekki með pening í veskinu. Beið þá bara á mcdonalds eftir næstu rútu haha.

En svo fórum við á tónleikana sem var kúl. Komumst að því eftir ca 10 mín að allir á svæðinu töluðu ensku, þá sérstaklega eh bandarískur lögfræðinema hópur sem var háværastur af öllum, og ölvaðastur. Kynntumst líka Rotary krökkum þarna sem var fínt. Þar var einn sænskur strákur sem ég talaði við á minni frábæru dönsku! :P Á í erfiðleikum með dönskuna reyndar, kemur alltaf Franska út þegar ég reyni. Tónleikarnir voru þvílíkt flottir líka, samt frekar stuttir.

da cookies

Eftir tónleikana ætlaði ég svo að nýta mér það að vera íslensk og reyna að hitta hljómsveitina, stóð upp við sviðið og gargaði 'Taliði íslensku'? á íslensku... einn svaraði nei og sagðist vera breskur, enginn annar hlustaði á mig :( Security gæjarnir voru líka bitch og ráku okkur fram úr salnum. Það var samt allt í lagi þar sem Ásgeir Trausti sem var að hita upp fyrir þau var frammi að selja diskinn sinn. Ég spjallaði þá bara heeeelling við hann og við erum buds núna. Hann var samt ekki alveg á því að leyfa okkur að hitta hljómsveitina..

Við gistum svo báðar heima hjá mér og fórum svo til Annonay til að hitta fólk, en þá komst fólkið bara ekkert þannig að Annika gisti bara aftur hjá mér og við bökuðum cookies sem voru to die for. Daginn eftir hittum við svo fólk sem var stuð og gaman. Á laugardaginn fór ég svo til St. Etienne með Isabelu eins og ég kom áður að. Það eru btw útsölur í Frakklandi. Var ekki eins gaman og ég bjóst við. Það var rigning, troðið inní mallinu, og voða lítið flott til. Þori að veðja að h&m felur flottu fötin þegar það eru útsölur. Kom svo heim um 8 leytið og ætlaði að klára að pakka niður, lagðist svo aðeins uppí rúm og sofnaði, enda ekkert lítið þreytt eftir að hafa vaknað snemma og sofið seint á hverjum degi þessa vikuna.

Ég þarf samt að fara að klára að pakka þar sem fjölskyldan mín er að fara til Sambíu á miðvikudaginn og ég fer í pössun á meðan. Isabela á reyndar afmæli á miðvikudaginn þannig ég fer til hennar þá og svo í pössun á fimmtudaginn. Er að fara núna á eftir heim til Roselil sem er að halda lokaparty fyrir skiptinemana sem verður fun. Sem þýðir bara að á morgunn verð ég að spýta í lófana og drullast til þess að klára að pakka! Það er btw mjög erfitt, taskan mín er atm 21.5 kg og ég á helling af drasli eftir. Skil ekki hvaðan allt þetta kemur :S

European girls á góðum miðvikudegi

Allavegana þá er þetta síðasta blogg mitt héðan úr La France, vona að þið hafi notið bloggsins mjööööög mikið því það er ekki í uppáhaldi að skrifa það, geri það bara þegar ég á að vera að gera eitthvað annað, eins og td taka til eða pakka niður.. eða sofa.

Kem svo heim til eyja 8.júlí og heimkomugjafir eru vel þegnar. Hendi inn myndum á facebook þegar ég nenni.

Sjáumst eftir VIKU (whaaaat?!?!)

takk á alla sem nenntu að fylgjast með mér,

Svana Björk
xxx

sunnudagur, 19. maí 2013

English - Anglais - Enska!


So today I'm going to make many people's wishes come true and write in English for the first time! Whoooop! Everyone then better read this and leave atleast one or two comments ;) The reason for why I'm writing in English is because some people have been wanting to read my fabulous blog and tell me to write it in either english or french. Since I'm to lazy to write it in both French and Icelandic (and also my French skills aren't good enough) I'm just gonna write in only english. Icelandic people who aren't smart enough to understand, you can use this link.

Today is the 19th of may, that means that in only 3 weeks I will be on summer holiday, I know that everyone at home is already on holiday and I don't like that. It also means that in 7 weeks I will step foot on 'klakann'. I'm still not sure if I want to go home or not... I think that I'm ok with it since most of my friends here are also exchange students so they will be going home too. I think it wouldn't be as great here if it weren't for them.

I went to Paris the other day. Twice actually. The first time was only for a day with my Spanish friend Carolina. I went to visit her for 5 days in the north of France. We did basically all the Paris tourist stuff in one day. It was really fun and we were so tired when we got back to her house, specially since we had also spent the day before walking a lot. A little tip for all the girls reading this though, don't go to the Moulin Rouge alone, or just with another girl.. Well unless you want a bunch of creeps to offer you a special show etc. We also saw a hooker there, she looked nice. Though it might have been a 'he'.

We didn't really go shopping in Paris, but we went to h&m so I can say that I went shopping in Paris which is totally awesome. I also spent a lot on souvenirs and now I have like a billion little Eiffel Towers in a lot of colors. And around 30 postcards that I have no idea who to send to haha. In short we went to see the Eiffel Tower, the Arch of Triumph, Outside of the Louvre, the I love you wall that btw no one seems to know exist, I don't even know how I found out about it. We also went to the Notre Dame but since it's a church we just stayed outside of it for like 5 minutes and then moved on to the lock bridge which was cute.


Le mur des je t'aime

Then when I got back to Annonay it was summer.. for 3 days. I still managed to get a sunburn. The day after I got back I spent the whole afternoon tanning and I thought I was really tan and was so proud of my self. That was however ruined the day after when I met Andres who is from Colombia and is therefore way tanner than me. But I'm pretty sure that I'm tanner than Marina who's from Brazil! Since then it's pretty much been raining everyday except for a few sunny days. I don't like the rainy days. Somehow the sunny days always end up on a monday when I have school until 6 and the bad weather days end up on a wednesday when I have the whole afternoon free.

Tan uujá! 

Oh and one day, I don't remember exactly when, there was a carnival at the other school where all the other Afsers in my town are at. I went with them and we all wore tshirts that say 'Keep calm and French kiss an exchange student'. We didn't get any French kisses but it was cool haha. And all the other exchange students are jealous of our super cool t-shirts.


Then I went to Paris with my hostfamily. 6 hours in the car with one stop. I just love being carsick (y). But seriously, the months of april and may i've been high on carsickness medicine pretty much all the time. Anyways, we stayed at this hotel that btw does not have a view of the Eiffel Tower from the window, what a rip off, I thought that was the law or something. That you're supposed to see the Eiffel Tower from every window in Paris. I didn't like the hotel at all. It was just like a tiny little room and the toilets and showers were outside for everyone to use. Kinda reminds me of those public outside toilets.. (þjóðhátíð).

But Paris was fun though. We didn't do as many things as with Carolina though. This time we climbed up the Eiffel Tower. Sadly the top floor was closed :( We also went up the Arch of Triumph, during the night and it was really pretty. Then we went shopping in a huge mall. Like it's so huge. I'd totally want to live next to that mall. I'd probably go broke in an hour though.

The 30th of April me and Sophie went to a One Direction concerts. We bought the tickets back in like november when I was all into 1D, but I haven't really been listening to them since then at all so I wasn't really looking that much forward to it. But it was really great and they are so HOT!!! And they did the Harlem Shake. The concerts however were somewhere in the north of France which only meant more car rides. Oh and also a 1 hour wait in the parking lot to get out of there, where I managed to get a bit carsick.

Day after got back to Annonay again I went to a birthday party of an Italian girl who's in my Afs chapter. She lives kinda far away though so we took the bus. I got carsick again. The party was really fun though! We ate real Italian pizza, that tasted way better than the candy. Day after we got a little bit lost in Privas looking for the bus stop. Then Isabela, Kobi and I spent the day bored as hell in Valence with a lot of bags. Also, shoutout to my friend Annika from the U.S. who was definitely the life of the party.

Monday and tuesday in the week after were schooldays, I don't know why since the rest of the week was holiday. Those days were kinda pointless, then again, most schooldays are pointless to me since I'm not exactly working my ass off here.

Wednesday it was back to the car. This time we went to Alsace. We were going there because a cousin of my hostfamily was doing his confirmation. We also spent a night at a nun convent in Strasbourg, this time thankfully we didn't have to eat there, because last time we did and the food was.. well I don't know how to say it in a polite way, so yeah, the food was gross. Strasbourg wasn't that much fun either. It was a holiday for I don't know what so almost everything was closed except some travellers shop that we stayed in for like 2 hours. I spent my time learning Spanish and Portugese and helping my hostsister learn Japanese with the help of some very helpful books the shop was selling. That was a blast.

The day after however was very secretive. My host dad told us to dress up for walking and that we would spend the day walking a lot in the mountains. I know, sounds really fun. We went to the car and all of the sudden we were in Germany, just like that. Cross a bridge and you're in another country.. that's a bit strange but cool at the same time. My hostparents didn't want to tell us where we were going and that was a bit annoying. But in like an hour we arrived at Europa Park which is an amusement park in Germany that is split up in sections of the European countries that are cool enough to be there. Iceland of course had the biggest and the best section. No question. And yes, I went to a really big rollercoster that went upside down, and I did not scream at all. Promise. When we drove back to France in the evening we took another way and there was only like this small blue sign with the European Union flag and said France in the middle. That was the border, just like that.

One of the days in Alsace I decided to go for a walk in the small village we were staying in. It was raining and I was alone. As I said before the village is really small. We had driven through the town a million times so I pretty much knew how the town center looked like. Finding the town center was really hard though. I walked up those 2 streets a hundred times that looked like they were the center but I could never find the center that I'd been seeing from the car. Eventually I found a town map and apparently those 2 streets I'd been walking so much were actually the town center, it just looked different from the car I guess. I felt a little blonde then.

Town center

Then on the sunday we went to a confirmation. I went to the church and it took freaking 1 hour and 45 min. It was boring. And then we ate and then the cousin opened his gifts. In Iceland the gifts are better I think. Also, when he got money his mom or sister told him that he wasn't allowed to show the money to the guests and should keep it in the envelope. The guests btw were just his closest family and me. In Iceland everyone tells everyone about how much money they get for their confirmation. Then in the evening we drove home and the day after school started again. Fuck, I didn't do my homework.

Monday was boring. Tuesday, was slightly better. I didn't have english so I finished at 3 and it was sunny so I went out with David and Vicky and we had Ice cream! I also managed to get sunburnt that day which wasn't as great. Wednesday was wednesday, The afternoon is always fun because it's exchange student wednesday! In the end it usually ends up as just me and David, it's still nice though. Thursday however, was a bit of a mess. First of all, I start school at 9 am on thursdays. This week my hostparents are away and my host grandmother is babysitting us. In France doors are weird and you have to open them with a key from the inside aswell. I was already running late when I realized that the door was locked, and no way for me to get out of the house. After around 10 minutes of trying every key I could find I heard my little host sister who didn't have school that day, wake up so she let me out the patio door. I got to class late.

For lunch we ate with the exchange students in town and then because France's school system is weird we had sports at 2 instead of 4. Well, the bus we have to take from the school was at 1:50 apparently. Me and Merilin showed up at the busstop at 2 and whoops the bus was gone. Then we went to the office and I think the man that works there thinks we're really dumb but he just told us to go to the library until the class was supposed to be finished. That's still better than running for 2 hours in the rain.

Friday was horrible. First of all, I usually start at 1 pm on fridays, but this friday my French teacher who btw hates me decided to have an extra 2 hour french class at 10, just for fun. Then in the afternoon I always have a 1 hour break from 3-4 and I walked to the pharmacy. When I got out of the pharmacy a thunderstorm had begun. I was wearing a t-shirt and a denim jacket and it was raining like i've never seen rain before. Also the thunders were really loud and lasted for at least a minute each. I was scared and walked as fast as i could back to the school.

Yesterday I went to Lyon with some really awesome people.. and I'm not just writing that because one of them is sitting right next to me with a knife to my neck. It was raining though. So to start we went to the mall, like always. In the mall me and my sweet Americans, Olivia and Annika, bought dresses and put them on because that's how we roll. We owned the streets of Lyon. They somehow also managed to get me with them to a museum. Needless to say, that was the worst hour I've spent in France outside of school, and maybe except for the car rides. Lyon was fun though, Lyon is always fun. I'd like to make a shout out to my friend David though, who was a bitch and didn't come with us!

So me and Annika were walking out of the mall and into the train station and we were in kind of a hurry and i noticed this guy in his late 20's trying to talk to us. We just walked faster and he did too and eventually got to us and telles me that he finds me very beautiful and asks for my phone number. Before I can even answer Annika telles the guy with a really straight face that she and I are a lesbian couple. I however did not hold a straight face and the guy didn't buy it. Annika keeps on telling him that me and her are together and he tells us to kiss. Oh hell no I'm not doing that. I then took matters in my own hands and lied to him that I had a boyfriend and was leaving France next week.

Sad thing about this is, I really wanted to give him my friends Heiðrún's number but Annika ruined that for me. So Annika, next time a creepy guy hits on me you let him ok?

Sadly, Annika's host parents couldn't pick her up at her train station so she was forced to spend the night at my house, dommage haha! We bought a LOT of candy in Lyon and watched Eurovision on the computer in my room. It was really fun. We stayed up late and talked and I messed with her Facebook a little bit, haven't done that in a while and I've kinda missed that. I just walked her to the bus stop now, I'm nice aren't I? I mean, I could've just let her go by herself but she's never been to Annonay before and doesn't know where the bus stop is. So of course I helped that poor little thing.

Tomorrow there's no school because of reasons that I don't know. Some religious thing, no one I asked knows what it's about either. Wednesday I have classes in the afternoon, great. I don't get that about France. If we get a day off we have to have a do over of the day on a wednesday afternoon where I normally don't have classes. That kinda sucks!

I get out of school June 7th and I'm working on my plan for my month of summer holiday in France. I really need to hurry up with that though since Afs needs to know everything in like a billion years of advance.

I might write one or two more blogs before I come home. I might, don't count on it though. In what language that will be I don't know.

I'll put a few photos, though I have a bunch of photos on facebook that you're all welcome to look at as well.


xxx

Svana Björk

miðvikudagur, 10. apríl 2013

Svo alltíeinu kom blogg!



Ég man þann tíma þegar ég skrifaði fyrsta bloggið eftir að ég kom til Frakklands og deildi því með ykkur að ég hafði ekki eytt krónu. Ég get ekki sagt það sama núna, bara að fara í skólann kostar liggur við. Til dæmis um daginn var eitthvað 'leikrit' um fyrri heimstyrjöldina og við þurftum að borga fyrir það, samt var það skylda. Það er frekar skrýtið finnst mér. Fjölskyldan mín borgaði reyndar fyrir það þar sem að það þarf að borga allt svona með ávísun.

Ég er semsagt að vinna í því núna að lesa yfir bloggið mitt vegna þess að fyrir 15. apríl eigum við að senda til Afs eitthvað atvik sem er fyndið vegna menningalegs muns (cultural difference.. get enganvegin munað hvernig á að orða það á íslensku) og ég man ekki neitt þannig leitin er hafin, þið megið einnig endilega benda mér á eitthvað þannig ef ég hef sagt ykkur frá eh svoleiðis.

Það sem Afs ætlar svo að gera við þessi atvik er að blanda saman öllum atvikunum frá öllum í svona leikritsthingy á næsta campi skilst mér. Ég ætla að búast við svakalegu showi þar sem að næsta camp er ekki fyrr en í júní þannig þau hafa alveg hellings tíma til að undirbúa þetta.

Ég gæti mögulega notað atvikið þegar ég náði að reka töskunni minni í mjög svo pirraðan frakka í lestinni á leiðinni til Normandie. Þetta er ennþá eina atvikið sem ég hef lent í dónalegum frakka. Frakkar eru allt annað en dónalegir, segja s'il te/vous plait við bókstaflega öllu. Mundi aldrei segja 'Viltu vinsamlegast rétta mér bókina þarna' við fólk í tíma, efast líka um að ég mundi segja takk á eftir.. yrði meira svona 'Réttu mér bókina...núna'. Ekki að ég sé eitthvað ókurteis.

Gæti líka skrifað um vatnsmenningu Frakka. Þau drekka ekki mikið af köldu vatni. Til dæmis þá ef þú kaupir vatn út í búð þá er það ekki í kæli.. Það eru reyndar engir drykkir í kæli. Er svona einn pínulítill kókkælir með nokkrum tegundum af drykkjum í kæli annars er allt bara á hillum. En ég er meira að meina svona bara úr krananum. Það er bara kveikt á krananum og látið vatnið beint í flöskuna. Stundum læt ég vatnið renna þangað til að það er kallt og læt svo í könnu fyrir alla fjölskylduna og þá er stundum commentað á að það sé of kalt. Mér finnst vatnið hérna viðbjóður þegar það er ekki ískalt.

Matur. Meira svona hvernig er borðað. Salat er yfirleitt til dæmis borðað á undan aðalréttinum, og þá yfirleitt bara kál og svo einhver viðbjóðsleg vínediksssinneps sósa sem er hellt yfir. Stundum gerir hostmamma mín reyndar svona gulróta og eplasalat sem er good. Í eitt skiptið þá var allt komið á borðið, ss bæði salatið og kjötið og hrísgrjón sem þau borða frekar mikið af. Ég var aðeins á eftir að borða þar sem ég er mjög dugleg í að sofa út. Allavegana þá yfirleitt sker ég niður kjötið og blanda því saman við hrísgrjónin og borða þannig. Vill ekki vera að móðga neinn en maturinn hérna er ekkert to die for, kjötið yfirleitt frekar mikið eldað og þurrt þannig ég blanda alltaf öllu saman. Allavegana þá var epla og gulróta salat þarna á borðinu og eg skellti því bara líka á diskinn og blandaði saman. Þá kemur hosta til mín bara 'nei nei nei nei nei þú blandar ekki salati og kjöti saman!!' Ég meina hey, ég allavegana borðaði nóg af salati (hún segir oft að eg borði ekki nog af salati...sem er aðallega útaf þau láta lauk út í bókstaflega allt salat.)

Bílveiki, okei það er ekki eh menningalegt thing en ég ætla að segja ykkur frá minni skemmtilegu reynslu um daginn. Vorum semsagt að keyra heim af Afs námskeiðinu sem var í þorpi ca klukkutíma í burtu frá Annonay. Við skutluðum líka eh stelpu heim sem á heima í bæ 10 min frá þar sem ég bý. Vorum rétt ókominn í bæinn hennar þegar ég meikaði þetta ekki lengur og opnaði gluggann og var komin hálf út um hann. Fjölskyldan stoppaði þá bílinn og ég beið fyrir utan eitthvað íþróttahús in the middle of nowhere í 10 mín og jafnaði mig á meðan að þau skutluðu gjellunni heim. Ekki skemmtileg lífsreynsla. Það var kalt úti. Ældi samt ekki :)))))

Ómægat! Að standa upp fyrir kennurum er eitthvað sem ég mun aldrei venjast. Þetta er það heimskulegasta í heimi. Svo stundum hittir maður sama kennarann 2x á dag og þá veit ég ekkert hvort það eigi að standa upp eða ekki, ætla alltaf að fylgjast vel með og muna það fyrir næsta skipti en gleymi því alltaf. Fylgist bara með hvort að allur bekkurinn sé standandi og þá stend ég upp líka. Svo er það líka að kalla kennarana herra og frú, ég get það ekki. Þurfti samt nauðsynlega að tala við kennarann um daginn þannig eg sat bara og starði á hana þangað til hun horfði á mig og rétti þá upp hönd.

Þegar ég er að lesa yfir gömlu bloggin mín fatta ég hvað ég er búin að gleyma miklu. Gott að ég er dugleg að blogga ;) Til dæmis fólkið sem ég kynntist í skólanum í Normandie. Þau voru öll þvílíkt næs. Var búin að heyra að annaðhvort frakkar frá suður france eða norðurfrance séu meira næs heldur en frakkar frá hinum hlutanum, get enganveginn munað hvorum hlutanum, en ég ætla að halda fram að það sé fólk í norður hlutanum. Ekki að fólk hérna sé eitthvað ónæs, bara þússt.. öðruvísi næs. Ég átti allavegana franskt social life þar. Hér hef ég reyndar alveg frábæra skiptinema vini þannig ég ætla ekki að kvarta :)

Ég kom seint í skólann í gær. Þegar þú kemur seint í skólann þarftu að fara á skrifstofuna með svona bók sem allir fá og einhver yfirmaður þarf að skrifa undir og ástæðu og eitthvað þannig og þú þarft að sýna kennaranum. Ég allavegana fór þangað.. bara hálftíma of sein og sagði að ég hélt að tíminnn byrjaði klukkan 3 en ekki 2. Hann skrifaði eitthvað óskyljanlegt í bókina og ég fór upp og sýndi kennaranum og hún svona brosti. (hún btw hatar mig, skil ekki afhverju þar sem ég hef ekkert gert..bókstaflega ekkert) Eftir tímann spurði ég svo skiptinemann í bekknum mínum hvað þetta þýddi og það stóð semsagt að ég eigi erfiðleika með að skilja tímann (klukku). Þetta mun algjörlega hækka álit skólans á mér. Held btw að engum kennurum líki við mig í þessum skóla, nema mér var sagt að íþróttakennarinn gerir það. Sem er eiginlega andstæðan við heima þar sem íþróttir eru þar sem ég fæ yfirleitt lægstu einkannirnar. Nema í fyrra þar sem það var líka skriflegt próf.

Eitt annað við skólann. Það virðist bara vera hægt að hafa hvaða tíma sem þú vilt bara whenever you want. Svo þarf líka oft að bæta upp fyrir tíma sem falla niður. Eins og á mánudaginn þá áttum við að hafa einhvern tíma sem ég er ekki alveg viss ennþá um hvað er, en í staðinn var franska. Svo í dag þá áttum við að vera í 2 tíma frönsku en í staðinn fórum við með allt öðrum kennara í eh lítinn sal með öðrum bekk og þá var einhver læknir með fyrirlestur um að vera læknir. Svo á fimmtudögum og mánudögum eru einhverjir tímar sem eru bara stundum og ég veit ekki hvað.

Heyrðu þetta er bara orðið heljarinar blogg hjá mér, Samt finnst mér eins og ég sé ekki búin að vera að segja frá neinu eiginlega haha :S Kannski ég segji ykkur þá frá því sem er búið að vera að gerast í mínu mjög svo fabulous lífi hérna í næsta nágrenni við frönsku rivieruna ;) Um leið og ég skrifaði þetta blockaðist alveg á allt minnið mitt.

Ég fór á Afs námskeið um daginn sem var gaman. Það var ekki skilda fyrir skiptinemana að mæta en við vorum samt flest þarna og vorum eiginlega bara látin vera í eh leikjum alla helgina. Við gistum þarna eina nótt og auðvitað gerðum við eins og í hin skiptin og héldum 'partý' í herberginu mínu og 2 aðra stelpna um nóttina. Það sem var öðruvísi í þetta skipti var að sjálfboðaliðarnir gómuðu okkur. Það voru reyndar ungu sjálfboðaliðarnir þannig þeir sögðu okkur bara að tala lægra. Við gerðum það víst ekki þannig þeir komu aftur og ráku alla út, þá var fólk mjög frumlegt að fela sig undir rúmi haha! En afþví við erum badass þá héldum við bara áfram að party all night ;)

Á námskeiðinu fórum við líka í svona leik þar sem að við vorum að fara eitthvert og áttum að segja hvað við ætluðum að taka með okkur og sjálfboðaliðarnir ákváðu hvort við mættum taka það eða ekki. Eins og í öllum afs leikjum þá er alltaf eitthvað svona tricky thing við alla leiki og í þessum var það að hluturinn þurfti að byrja á sama staf og nafnið þitt. (það þurfti að segja hlutinn á frönsku td gæti ég ekki sagt sími útaf það byrjar ekki á s á frönsku) Eftir leikinn fór ég svo svakalega að pæla í því, hvað ef ég héti bara Þóra, eða Ösp eða eitthvað þannig. Mætti ég þá bara ekkert vera með? Afs þarf aðeins að endurskoða þessa leiki sína.




Fór til Lyon síðustu helgi og vitiði hvað, ég fór í h&m og keypti bara einn hlýrabol, og hann kostaði minna en 5 evrur! Er ég að sigrast á shopaholicismanum eða hvað? Fórum svo niðrí centre ville og þeir sem vita ekkert um Lyon þá eru 2 ár sem liggja í gegnum borgina og á ánum sigla bátar og þannig líka held ég. Allavegana þá fórum við á svona bar/kaffihús sem var inní bát. Það var kúl, lét mig næstum sakna Herjólfs, okei djók. Það sem Herjólfur hefur samt umfram þennan bát er klósettaðstaðan. Ég opnaði hurðina inná þetta klósett og það leið ekki eitt sekundubrot áður en ég var búin að loka aftur. Í fyrstalagi þá var pínu bil á milli hurðarinnar og veggsins. Í öðru lagi þá var ekki klósett heldur HOLA ofan í gólfið. OJJJJJJJ.

Í dag er miðvikudagur sem þýðir að ég var niðrí bæ með hinumskiptinemunum í dag. Það var sól úti sem ég var mjög glöð með. Við fórum í SuperU sem er supermarkaður, og keyptum að éta og fórum svo í svona almenningsgarð(park) og borðuðum úti. Það lookaði eins og rosalega góð hugmynd þar til allt í einu heyrðist svakalegt öskur og allir voru bara 'what the fuuuuck!!!' Greyið litli íslendingurinn hafði séð huuuge geitung og gat ekki hamið sig. Miðað við viðbrögð þeirra eftir að ég sagði þeim ástæðuna fyrir öskrunum þá er ég farin að kvíða því sem þau munu gera mér þegar það kemur sumar og það mun fjölga í skordýralífinu. Það er enganveginn þæginlegt að hafa fólk potandi grasstráum í sig þegar þú ert nýbúinn að ganga í gegnum svona svakalega hræðilegan atburð. Þá er minnsta snerting eins og risastórt skrímslaskordýr.

En já ég gafst semsagt upp á að nenna að lesa bloggið mitt allt uppá nýtt. Skil ekki hvernig þið nennið því öll, ég er stollt af ykkur sem nennið að fylgjast með mér.

ps. hvernig segir maður 'að nenna' á ensku, eða frönsku.. samt meira hvernig segir maður 'ég nenni þessu ekki.' Þetta er eitthvað sem er búið að hrjá mig í mjög langan tíma og ég get engan veginn útskýrt hversu meiningarríkt þetta orð er þegar ég er að reyna að spurja um þýðinguna. Og nei, fólk skilur ekki 'I don't nenn this'.. believe me I've tried.

Kanski ég segji ykkur frá páskunum. Í stuttumáli þá var ekki páskafrí nema á annan í páskum. Á laugardeginum fyrir páska fór ég til Valence í rigningu og borðaði ís í rigningu með Brasilíingi (hvernig segir maður hvað fólk frá brasilíu er? svona eins og 'íslendingur' og Ameríkana. Á páksadag fór ég með fjöllunni í matarboð og fékk lambakjöt í fyrsta skiptið síðan ég kom út.... ætla ekkert að prófa það aftur fyrr en ég kem heim. Íslenskt er best. Um kvöldið gisti ég svo hjá Isabelu og við fórum á eh diskó/ball með hostsystir hennar.. það er mjög öðruvísi heldur en á Íslandi.

Má samt ekki gleyma að segja hvernig ég náði næstum að brenna niður húsið. Don't worry, ég var ekki að reyna mig í eldamennsku, ég læt það alveg vera. Ég, Sophie og hostpabbinn skruppum semsagt úr matarboðinu útaf við gleymdum súkkulaði og ég þurfti að sækja föt útaf ég var að fara að gista hjá Isabelu. Ég ákvað svo að slétta toppinn minn þar sem ég hafði ekki tíma um morguninn. Á meðan ég var að bíða eftir að sléttujárnið hitnaði fór ég að laga pilsið mitt og náði að festa rennulásinn í bolinn og var svo að reyna að losa það þegar þau kölluðu á mig og sögðu að við værum að fara. Ég fór bara niður og fékk hjálp við pilsið og svo fórum við. Þurftum reyndar að stoppa á elliheimilinu sem hostpabbinn vinnur á útaf það voru einhverjir tæknilegir örðuleikar(?) í gangi. Ég var svo eitthvað að tala við Sophie um hárið á henni sem ég hafði krullað og fór svo að tala um krullujárnið og svo bara FOKKKK!! Sléttujárnið er ennþá í gangi heima. Náði svo með erfiðleikum að útskýra það fyrir henni..(kunni ekki að segja 'í gangi') og svo tóku við nokkrar stress mínutur á meðan hostpabbi bjargaði gamlafólkinu á elliheimilinu og svo brunuðum við heim og ég hljóp upp í mjög illa hitalyktandi herbergið mitt og slökkti á sléttujárninu.

Það leiðinlegasta við þetta allt er að ég náði ekki einusinni að slétta á mér toppinn :((

Þar sem í Frakklandi er ég algjör tossi og mjög líklega talin mjög heimsk af öllum kennurum og líklegast nemendum og bara öllum, þá þarf ég ekki að taka BacBlanc prófin í næstu viku (bacblanc = æfingarpróf fyrir alvöru prófin í júní. Allir læra heavy mikið fyrir þau en þau gilda samt ekki neitt....don't ask, c'est la france) Þannig að ég hef 3 vikna frí á næstunni og á laugardaginn held ég í ferðarlag norður á boginn. Nánar tiltekið til Béthune sem er rétt hjá Lille sem er ein af stóru borgum Frakklands. Er líka rétt hjá Belgíu. Ég á spænska vinkonu sem býr þar og ætla að vera hjá henni þangað til á fimmtudaginn í næstu viku. Ætlum einnig að skella okkur til Parísar í einn dag. Það verður stuð. Fínt að vera ekki gáfuð og best í öllu for once ;) Ok djók...ég er alltaf best í öllu ;)

Samt talandi um furðulega hluti við Frakkland, þá sérstaklega skólann, þá er setningin 'C'est la France (þetta er Frakkland)' afsökun fyrir öllu. Dæmi: Sp. Afhverju erum við allt í einu í þessum tíma núna en ekki hinum? Svar. Það veit ég ekki, þetta er Frakkland...

En ætli ég fari ekki að kveðja ykkur yndislegu lesendur.  Ég er alveg til í eins og eitt lítið comment frá öllum sem lesa þetta. Læt öll nöfn á þeim sem commenta í pott og dreg svo og tilkynni sigurvegara í næsta bloggi ;)

Sjáumst eftir bara 3 litla mánuði :OOOO

bæjooooooo

SVANA BJÖRK KOLBEINSDÓTTIR

ps. mér finnst mjööög gaman þegar það tekur hálfan próftímann bara að merkja prófið mitt útaf það þarf að láta eftirnafnið líka, og það er yfirleitt aldrei pláss fyrir allt eftirnafnið mitt.


Íspartý í rigningu

diskó stuð

sukkulaðifondu um páskana

páskahlutir 



fimmtudagur, 21. mars 2013

I Remember It All Too Well!

Já hæ!
Ég hef ákveðið að eyða þessu yndislega fimmtudagskvöldi í að skrifa blogg. Ekki að mér finnist gaman að því en þússt, I'm doing it for the people eða eitthvað þannig ;)

Titillinn í blogginu er btw tilvísun í All too well með Taylor Swift, ég er ekki að meina að ég muni hvað ég er búin að vera að gera því það geri ég sko alls ekki!

Rakel semsagt kom til mín fyrstu vikuna í mars. Sú vika var snilld! Lentum meðal annars í því að verða fyrir mandarínubörkakasti, fórum í kjólum til Lyon og komumst að því að Starbucks starfsmenn eru ekkert að fíla íslensk nöfn eins og Þjóðhildur. Við fórum líka á skauta með nokkrum af Afs stelpunum hérna. Það gekk vel. Vil taka það fram að ég var held ég 10 ára þegar ég fór síðast á skauta. Leitin af skautahöllinni gekk líka skrautlega. Löbbuðum svakalegan hring í kringum Valence í örugglega klukkutíma, komumst svo að því að skautahöllin var bara þarna í 10 min fjarlægð eða eitthvað :s Svo var líka búð sem stóð framaná að þau seldu Ben&Jerry's ís, en svo bara gerðu þau það ekki.. Lygarar!!!

Við bökuðum líka kökur. Eða vandræði eins og sumir mundu örugglega kalla það. Vorum með 2 kökur á hold í einu útaf við áttum ekki bökunarpappír fyrir marengsinn og ekki egg fyrir sukkulaðikökuna. En þetta bragðaðist svona lika rosalega vel eftir allt vesenið. En svo fór Rakel og ég var það almennileg að fylgja henni til Lyon þar sem við borðuðum á svaka spes stað. Bara svona miðaldra karlmenn í flíspeysum að vinna þar.. það yrði pottþétt ekki leyft heima ef femínistafélag íslands eða whatever hefði eitthvað með það að segja. Við erum samt vissar um að þessi staður breytist í strippstað á kvöldin. Ég var líka það yndæl að bíða með Rakel þangað til að lestin hennar kæmi upp, og á meðan sáum við svaka heavymetal kall og dóttur hans eða mjög unga kærustu sem héldu á skilti að bíða eftir fólki en það vildi enginn koma til þeirra. Rakel var líka alveg að fíla alla stráka athyglina sem 'hún' fékk hérna, ekkert lítið af bílum sem stunda það að flauta hér ;)

 Svo verð ég nú líka að minnast á það þegar 'sumir' voru aðeins að kíkja á Rugbykappana í gegnum litla holu á ógeðslegum vegg. Íslenskar stelpur í hnotskurn. Ég stóð þarna og beið á meðan að Rebbinn kláraði af sér og sé ég ekki ljótustu og ógeðslegustu könguló í heimi. Ég geri auðvitað það fyrsta sem heilvita manneskja gerir þegar hún sér könguló, sem er að öskra ógeðslega hátt og hlaupa í burtu! En þá heyrast svakaleg óhljóð í Rakel og hún hleypur ca 100 metra í burtu, snýr sér svo við og spyr mig; 'Afhverju varstu að öskra?' Hún er pínu slow greyið.. En það var samt gaman að hafa hana.
Þegar ég sagði skiptinemavinum mínum þessa sögu gerðu þau bara grín af mér að vera hrædd við einhverja litla könguló, en hún var sko bara ekkert lítil. Hún var allavegana 5 cm eða eh og fyrir mér er það stórt! Ekki mér að kenna að þau séu öll frá heitu löndunum og ég sé bara lítill íslenskur víkingur sem hatar allan svona viðbjóð.

Í síðustu viku byrjaði svo skólinn aftur.. oh joy. Get ekki sagt það að ég sé að dúxa í skólanum hérna, þótt ég hafi nú reyndar fengið 0.5 í prófi um daginn. Mjög stolt af því, frekar gott miðað við að hafa gleymt orðabókinni heima. Gleymdi henni svo reyndar aftur á þriðjudaginn og þá var landafræði próf þar sem flestar spurningarnar voru skilgreiningar á orðum sem ég hef bara aldrei séð áður.. Það verður gaman að fá þá einkunn. Orðabókin er btw komin ofan í tösku núna. Reyndar þá erum við bekkurinn að taka þátt í eh smásögukeppni eða eh þannig, í ensku. Ég og Merilin (Eistland) og Vicky (Nýja-Sjáland) megum keppa um eitt pláss í þessari keppni þar sem við erum betri en hinir í ensku, (bekkurinn má senda 3 sögur í aðalkeppnina) og við skiluðum um daginn svona drafti af sögunni og ég get sagt ykkur það með stolti að kennarinn kommentaði minna á mína sögu heldur en Vickyar sem er enskumælandi! Djöfull ætla ég að rústa þessari keppni.. samt ekki þar sem sagan mín er hörmung og hennar er eins og eftir einhvern svakalegan málfræðing með margra ára reynslu í skriftum.

Á sunnudaginn í síðustuviku fór ég á fótboltaleik. Það væri ekki frásögu færandi en vitiði hver var að spila? Enginn annar en David Beckham. Og já, hann er svona sætur í alvöru. Ég á mynd af mér með honum! ;) Leikurinn however, af einhverjum ástæðum þá fékk eitt liðið víti, og það var tekið tvisvar, veit ekki afhverju. Gæjinn skoraði í bæði skiptið en liðið fékk eitt mark. Kanski er eitthvað langt síðan ég horfði á leik eða æfði fótbolta, en ég er nokkuð viss um að það sé ekki þannig á Íslandi. Eftir leikinn vorum við svo föst í umferðateppu í klukkutíma, hreyfðumst ca 10 metra eða eh, það var mesta skemmtunin verð ég að segja. Sérstaklega þar sem að það var enginn bíll á hinni akgreininni og ég veit að hann faðir minn hefði nú ekki verið lengi að smella sér yfir og keyra í burtu.

Í þessari viku er svo búið að vera sól og í kringum 15 stiga hiti á hverjum degi. Get ekki sagt að ég sé að hata það. En ég er aftur á móti alls ekkert að fíla það sem fylgir sólinni. Sem eru pöddur, og geitungar og EÐLUR. OJJJ HVAÐ ER ÞAÐ?? Ef þetta er að fara að breytast í eh skordýra bú hérna í sumar þá er ég komin með fyrsta flugi heim.

Í gær var svo skiptinemamiðvikudagur eins og ég kýs að kalla það. Það felst yfirleitt í því að fara út að borða á Chez Tony sem er alveg frábær skyndibitastaður, og svo velja á milli tveggja kaffihúsa sem eru btw hlið við hlið, til að sitja inná restina af deginum og tala saman. En í gær var öðruvísi. Í fyrstalagi útaf það var sól, og í öðru lagi útaf við vorum að halda uppá afmælið hjá Marinu. Við fórum að borða og svo eftir matinn vorum ég og Isabela rosa lúmskar á því og þurftum að fara á pósthúsið.. sem við fórum reyndar svo á haha. En allavegana þá fundum við um daginn rosa skemmtilega 'dónabúð' eins og systir mín mundi kalla það. Auðvitað var förinni heitið þangað og þar keyptum við afmælisgjöf. Svo vorum við líka rosa sætar og keyptum köku. Marina var ekkert smá glöð með gjöfina haha! Restina af deginum sátum við svo úti í sólinni og ég er ekki frá því að tanstigið mitt hafi hækkað um nokkur stig. Eða þússt ekki..

Í dag var ég svo í badminton í skólanum. Var þvílíkt að vona að það yrði eins og með fótboltann. Að allt í einu yrði ég bara stórstjarna. En nei. Badminton er eitthvað sem ég mun alltaf vera hörmung í, sama hvar í heiminum ég er stödd þá get ég treyst á það. Samt skárra heldur en það sem við erum að fara að gera eftir nokkrar vikur. Hlaup, úti, í 2 tíma, úti.. í sólinni. Óguð ég mun deyja úr ofhitnun og vökvaskorti og bara öllu svona sem íslendingar eru ekki vanir.

ps. Ég sagði badminton ekki tennis! Hellyeah ég er að læra eitthvað hérna!

Ég ætla líka að segja ykkur frá frábærlega símaævintýrinu mínu. Var svo svakalega heppin að lenda í því á mánudaginn í síðustu viku að leggja símann minn á borðið sem við sátum við úti í hádeginu. Snéri mér svo við og hef örugglega olnbogaskotað símann eða eh þannig. Allavegana það næsta sem ég veit er að síminn er á jörðinni með skjáinn niður (iphone) og ég sem tók hulstrið af deginum áður, go Svana.. Auðvitað var síminn brotinn jess mig langaði að gráta. Eyddi öllum deginum með fýlu svip og sagði öllum sem nenntu að heyra um hvernig barnið mitt var lasið.

Á miðvikudaginn í síðustu viku fór ég svo með elsku litla barnið mitt á símaspítalann, sem var reyndar bara eh búlla sem ég var ekki alveg á því að treysta.. Enda treystir maður ekki hverjum sem er fyrir barninu sínu. En ok ég skildi símann þar eftir og við tók erfiðasti klukkutími lífsmíns. Biðin var hræðileg, yrði í lagi með elsku barnið mitt? Veit ekki hvað ég spurði mig þessa spurningu oft. Allavegana þá náði ég í símann og hann virkaði og nýr skjár og læti. Tók svo eftir því eftir smá að skjárinn var hærri öðru meginn og auðvitað pirraði það mig ogeðslega mikið en sjens að ég færi aftir með símann minn þangað! Það endist þangað til í dag þegar ég drullaðist aftur í búðina og í þetta skipti þurfti ég að skilja símann eftir í heila 3 KLUKKUTÍMA! Helvítis skóli. En allavegana fór svo eftir skóla og náði í símann og hann var lagaður og fínn. Kveikti svo á honum og þá vildi simkoritð ekki virka. Omg þá var ég pirruð. reyndi í svona hálftíma með bæði íslenska og franska kortinu en nei. Ákvað þá að fara aftur í búðina í 3. skiptið og sagði eins og hálfviti á minni frábæru frönsku 'síminn minn virkar ekki'. Heyrðu nei, þá virkaði síminn bara ekki útaf það átti eftir að réttstilla klukkuna og ég var nottla alltof löt til að gera það áður. Heimskulegt right? Ég labbaði bara útúr búðinni eins og fífl, kallinn þekkir mig örugglega núna og ég ætla aldrei aftur inní þessa búð. Einsgott að ég sé ekki ennþá ljóshærð, því þá væri þetta sko ljóskulegt.

Á morgunn byrja ég svo ekki í skólanum fyrr en klukkan 2! Vanalega byrja ég klukkan 1 en núna er eh breytingar eins og alltaf. Ég elska að geta sofið út 4 daga í röð hérna. Ég semsagt byrja í skólanum klukkan 11 á mánudögum, 8 á þriðjudögum og miðvikudögum (ó það sem ég hata þriðjudaga mikið), 9 á fimmtudögum og svo 1 á föstudögum. Get samt nokkurnveginn fullyrt það að ég mundi alveg bítta á því að mæta í skólann klukkan 8 á hverjum degi ef ég mætti sleppa frönskutímum, þá sérstaklega þessum 2 tíma löngu þar sem kennarinn gjörsamlega analyzar einhverja fornalda texta í rætur.

Ég átti að sjá um matinn um daginn útaf það var bara ég og 3 litlu hostsystur minar heima. Keyptum bara pizzadeig útaf ég get ekki eldað til að bjarga lífi mínu. Allavegana þá var ég bara eh að græja pizzuna og kalla á stelpurnar til að spurja hvað þær vilji á, ákveð svo bara að setja bara það sem ég vil útaf þær voru ekki að nenna að svara mér. Setti bara skinku pepperoni kjulla og þannig venjulega hluti. En svo kemur 14 ára hostsystir mín og stendur fyrir aftan mig og horfir á mig eins og ég sé bara furðulegasta manneskja í heiminum. 'Ætlaru að blanda öllu kjötinu saman??' Hefðuð svo átt að sjá svipinn á henni þegar ég opnaði rjómaostinn.. Ég sem hélt að frakkar væru allir í ostinum. Þeir geta bara átt sig með sínar pizzur með eggjum og lauk, og KARTÖFLUM. Sorry en oj.

Ég reyndar eldaði með Rakel hérna um daginn. Það var alveg ljúffengt. Kunni ekki alveg að gera sósu en hellti bara rjóma þangað til að þetta fór að looka. Bætti svo við smá ekki nógsoðnum hrísgrjónum og kartöflum og kjöti og henti í skál. Þetta var bara besti matur sko.. þússt ef þú ert að smakka mat í fyrstaskiptið eða eitthvað þannig.

En vá, í dag þá var ég inná bókasafni og það voru svona landakortafræðibækur um evrópu, og það var ein bók sem var um norðurevrópu. Ég opnaði bókina en nei þá er Ísland bara ekkert í henni. Hvað er það? Ekki nóg með það að Ísland sé ekki í bókinni, nei þá sko ERU Færeyjar í bókinni, uu ha? Færeyjar er ekki einusinni alvöru land. In the defence of the book þá var þetta útgefið af evrópusambandinu eða eitthvað þannig og Noregur var ekki heldur þarna, en common, maður gefur ekki út bók um Norður Evrópu og sleppir aðallandinu, það ætti að setja reglur um svona hluti.

Um helgina er ég svo að fara á Afs helgi sem verður fjör og svo eftir 3 vikur þá fer ég í næstum mánaðar frí! Afhverju næstum, já það er afþví að sko það er frí í skólanum 20 apríl - 5 mai. En þar sem ég er svo alltof góð í frönsku og þannig þá þarf ég ekki að taka Bac Blanc prófin, sem eru æfingarpróf fyrir lokaprófin, og þá fer ég í frí 14. apríl. Svo eftir fríið, þá er skóli í 2 daga (mánud og þriðjud) og svo frí þangað til á mánudaginn í vikunni eftir. Þannig það verður ljúft. Er svona að plana hvað ég ætla að gera, skrifa um það í næsta bloggi.

Og já það var sagt við mig mikið áður en ég fór að það væri vond lykt af frökkum og þannig, vildi bara segja ykkur að það eru flestallir með svitasprey í töskunni sinni og hika ekkert við að spreyja bara eins og hálfum lítra á sig inná milli tíma.

C'est La France 

kveðjustund :///

<3

meðidda

fótbolti




En núna ætla ég að kveðja ykkur kæru lesendur mínir. Ég mæli sterklega með því að þið skiljið eftir eins og eitt fallegt og sætt comment hérna fyrir neðan.. Má reyndar alveg vera stórt og ljótt líka ef þið viljið.

Og ef það er mikið af tölvuheftu fólki að lesa þetta og kann ekki að commenta. (MAMMA) Þá er svona thingy fyrir held ég neðan þar sem maður skrifar commentið, og þið veljið 'Anonymous' þar. En það á samt að setja nafnið sitt þá í commentið svo að þið lookið ekki bara eins og eh creep.

Njótiði páskafríisins þarna heima þar sem ég fæ ekkert páskafrí! Megið endilega senda mér páskaegg ef þið eigið auka, og líka ef þið eigið ekki auka, þá getiði bara splæst í eitt handa mér ;)

Sjáááááumst!!!

ps. Kem víst ekki til Íslands fyrr en 8.júlí, leiðinlegt fyrir ykkur.


















laugardagur, 2. mars 2013

Gleðilegan mars og til hamingju með febrúar.

Hæ ég náði að gera stuttblogg!! Til hamingju ég, til hamingju allir. 

Góðan og blessaðan daginn elsku lesendur! .. Eða góða kvöldið, fer eftir hvenær þið eruð að lesa þetta. Í dag er 2. mars. Mars? wtf, síðan hvenær? Hvenær sagði ég að það mætti vera kominn mars? Getum við ekki spólað til baka bara aðeins? En samt ekki spóla til baka, þá væri ég ekki búin að gera allt sem ég er búin að gera. En samt, núna eru bara rétt rúmir 4 mánuðir þangað til að ég kem heim. Ég get ekki sagt að ég sé eh spennt fyrir að koma heim. 

Allavegana, þá er ég núna í 2 vikna fríi frá skólanum og er það hálfnað akkurat í dag. Skólinn gengur alveg frábærlega vel. Ég er til dæmis orðin voðalega góð í að skrifa litrík bréf og svo fékk ég 7 í prófi um daginn! Já ég er stollt af því að hafa fengið 7. Skiptir engu máli að það hafi verið 7/20. 7 er alltaf 7. Þar sem að Frakkar eru eiginlega bar hörmung í ensku þá gerði ég ráð fyrir því að fá góðar einkunnir í ensku. En nei þá annaðhvort eru prófin þannig að það eigi að þýða eh svakalega málfræðileg orð eða þá að kennarinn lætur skiptinemana gera prófið á frönsku. Þannig ég er enganveginn að meika það í skólanum. Nema í fótbolta, þá er ég sko stjarnan. Samt ekki, hinir eru bara ennþá meiri hörmung, hvernig sem það er hægt haha! Held reyndar að við séum alveg að verða búin í fótbolta og þá förum við að hlaupa. Oh joy.

Á sunnudaginn fyrir 2 vikum fór ég á skíði í fyrsta skiptið. Ómægat. Á meðan við skíðuðum á jafnsléttu þá náði ég að halda mér uppi eins og sannur íslendingur. En svo kom svona pínuponuslítil brekka sem var eiginlega samt bara slétt, samt ekki. Ég er ekki að segja að ég hafi verið í erfiðleikum með að halda mér uppi, en einhverra hluta vegna endaði það með því að lopapeysan mín var öll út í snjó. Ég ætla allavegana aldrei aftur á skíði. 

Um daginn þá fór ég til Lyon með 9 öðrum skiptinemum frá allstaðar. Það var þvílíkt stuð. Hahah byrjuðum á því að skrifa niður símanúmerið hjá bandaríska stráknum á fullt af miðum og svo fóru ég og 3 aðrar stelpur upp af strákum og töluðum Call me maybe til þeirra og réttum þeim númerið. Allir strákarnir voru með sömu viðbrögðin. Störðu á okkur eins og við værum kolklikkaðar. Þetta var samt þvílíkt fyndið og ég held að einhver eigi video af þessu! En við allavegana löbbuðum um Lyon og afþví að það voru stelpur í miklum meirihluta þá var auðvitað farin smá hópferð í H&M. Get sko sagt það að ég var fyrst til að klára! Á undir klukkutíma og undir 100€! Sjens að ég nennti að fara að bíða í milljón langri biðröð eftir mátunarklefum. Fann mér bara rosalega flott horn og mátaði þar. Þessir útlendingar sko.. kunna ekkert að versla. 

Það var líka filmfestival í Annonay um daginn. Fullt af útlenskum myndum. Ég fór á 3, eina bandaríska, eina breska og eina danska. Finally hægt að fara í bíó sem er ekki talsett á frönsku. Ég líka skildi pínu í dönsku myndinni jeij. Skildi reyndar bara eina manneskju og stundum en só. 

Núna er ég eins og ég sagði í 2 vikna vetrarfríi. Er búin að gera voðalega lítið. Fór í eh partý með Sophie á mánudaginn, og ég lét ekki sækja mig fyrr í þetta skiptið! Svo á fimmtudaginn hitti ég David og Isabelu og við vorum ekkert að breyta af vananum og fórum á kaffihús. Fengum WiFið á kaffihúsinu um daginn haha, þetta er aðal hangout pleisið í bænum sko. Hina dagana er ég svo bara búin að hanga heima í náttfötum og gera ekki neitt. Eða jú ég fór áðan út í búð. Svo er ég búin að taka svakalegum píanóframförum í dag með hjálp youtube. Spilaði líka Fur Elise í næstum 20 mínutur samfellt. Ég veit, I live such an interesting life! Heyrðu, ég gleymi alveg einu svakalegu. Ég tók til í herberginu mínu í gær!! Óumbeðin, whaaat?

Miðvikudagurinn í síðustuviku var svakalegur. Eins og alltaf á miðvikudögum þá hittumst við allir skiptinemarnir og svo þurfti einn að fara inní eh búð þannig við öll hin biðum fyrir utan í eh tröppum. Við höfðum rosalega mikið að gera sko... enduðum með því að ég, Marina og David giftum okkur. Öll. Við erum mjög hamingjusöm. Allar gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en þið getið.... ok who am I kidding. Vinsamlegast hafið samband á facebook með hvert þið megið senda gjafirnar. Enjá stundum er ekkert að gera og þá er alltaf gaman að fá svona skemmtilegar hugmyndir. 

Á morgunn er svo Rakel að koma til mín og þá verður stuð! Ætlum til Lyon á miðvikudaginn að mála bæinn rauðan (er það ekki eh svona flott máltak?) Þannig þangað til á föstudaginn ætla ég sko að njóta þess að tala íslensku. Greyið Rakel, hún mun þurfa eyrnahvíld í marga daga eftirá. 

En ég nenni ekki að skrifa meira.. veit ekkert hvað ég er búin að gera.. Efast um að ég nenni að skrifa aftur bráðlega. Það var rosa spennandi svona fyrsta mánuðinn að hafa blogg, núna er þetta þússt eins og heimavinna eða eh. Ok reyndar, ég mundi frekar gera heimavinnuna heldur en að skrifa blogg.. ekki að ég sé eh að gera heimavinnuna mína hérna ;)

a la prochain fois! 

SVANA BJÖRK KOLBEINSDÓTTIR.

<3

sunnudagur, 3. febrúar 2013

Halfway Through!

Haalló!

Getur einhver minnt mig á afhverju í ósköpunum ég ákvað að gera blogg? Þetta er alveg hörmungar leiðinlegt og ég veit ekki hversu oft ég er búin að byrja á þessu bloggi og stroka út. Hef ekkert að segja. Eða þússt ég hef alveg fullt að segja, nenni bara enganveginn að muna það.

En það er allavegana kominn Febrúar og í næstu viku verð ég búin að vera hérna í 5 mánuði og á þá bara 5 mánuði eftir. Sem þýðir að ég sé hálfnuð, svona ef þið föttuðuð það ekki ;)
Veit ekki alveg hvort mér finnst eh eins og ég sé búin að vera herna í 5 mánuði eða ekki. Þetta er allt að líða frekar hratt. Nema þarna mánuðurinn sem ég var ekki með fjölskyldu, hann var í heila eilífð að klárast. Efast líka ekki um að þessir 5 mánuðir sem eru eftir verði súper fljótir að líða. Sem er bæði gott og slæmt.

 Gott útaf það er fullt af skemmtilegum hlutum að gerast og þannig. Slæmt afþví að þá verð ég komin heim áður en ég veit af og þarf að fara í skólann og læra og leiðinlegt. Get ekki sagt að ég hlakka til að koma heim. Eða þússt það verður alveg fínt að fara heim og hitta alla og ekki vera útlendingurinn sem er öðruvísi og skilur ekki neitt, en þá þýðir það að þetta ár sé búið og ég mun aldrei fá það aftur, og það er ömurlegt. Það þýðir líka að ég muni ekki fá að hitta allt fólkið sem ég er búin að kynnast hérna, og það er þvílíkt sorglegt að hugsa til þess að við eigum bara 5 mánuði eftir saman og svo þurfum við að kveðjast og kanski aldrei hittast aftur. Er samt meira að tala um hina skiptinemana þegar ég segji þetta. Er ekkert búin að eignast eh svakalega góða franska vini útaf öllu skiptingaveseninu á mér. En það er hellingur af skiptinemum í bænum mínum, bæði með AFS og ekki og við erum frekar dugleg að hittast og þá er alltaf fjör og ég á eftir að sakna þeirra svoooo mikið þegar ég kem heim.

Það var líka AFS námskeið síðustu helgi þar sem allir skiptinemarnir á svæðinu mínu hittumst og gistum eina nótt ásamt frönsku fólki sem er að fara út með Afs á næsta ári. Ég samt sá alveg þar hvað ég er mikil hörmung í frönsku þar sem nánast allir eru farnir að tala fluent frönsku nema ég. En það eru samt allavegana 3 fólk sem ég tala betur en! Já ég er stolt af því! En já það var líka sjálfboðaliði þarna sem fór til Íslands þannig að ég gat talað íslensku við hana sem var kúl og ég er þvílíkt hissa hvað hún hefur náð að læra íslensku vel á bara 10 mánuðum þar sem að það er hellingur af útlendingum sem er búinn að búa á Íslandi í trilljón ár en geta samt ekki talað, en hún talar þvílíkt vel. Ætla að vona að ég nái frönskunni þannig núna í náinni framtíð.

Á námskeiðinu vorum við bara eh að tala um Frakkland og þannig skemmtilegt námskeiðisdótaríi og svo fengum  við líka fullt af frítíma til að bara tala öll saman og ég og David frá Bandaríkjunum fléttuðum allt hárið á Roselil frá Danmörku í litlar fléttur. Ok það var samt meira ég þar sem að hann kann ekki að flétta fallegt. Það var líka allt hitt fólkið frá Afs sem býr ekki í mínum bæ þannig að það var fint að hitta alla þar sem að ég var ekki búin að hitta flesta síðan í Desember, og suma ekki síðan í Október. Fórum svo líka í göngutúr um þorpið sem við vorum í og þannig stuð. Það var samt reyndar hörmung að keyra þangað, bæði fram og til baka. Ég HATA vegina í Frakklandi. Oj hvað ég var nálægt því að æla!!

Fór líka um daginn í kveðjupartý frá skipitnema sem var í skólanum mínum frá Venezuela en hún var að fara heim í janúar og hún bjó í þússt svaka kastala, þvílíkt flott. Vá hvað ég mundi samt vera fúl ef ég væri að fara heim bara núna. Franskan er bara svona rétt að byrja að koma hraðar núna og það væru ömurlegt að fara heim.

Skólinn minn er alltaf sama bullið. Veit voða sjaldan hvað er í gangi og hvort ég á að fara í tíma eða ekki. Td á morgunn held ég að ég sé í tíma frá 11-12 og svo 3-4. En það gæti verið að ég sé líka í tímum frá 2-3 og 4-6 en það kemur þá bara í ljós. Það eru reyndar bara 3 vikur eftir af skólanum held ég og svo er 2 vikna frí og þá kemur Rakel til mín í viku og ég hlakka til, þá verður stuð!! Ætluðum reyndar að fara til Parísar til Guðbjargar en þá þarf hún bara að fera að Belgíast eh þannig að við redduðum þessu bara svona og stefnum svo á París í Júní.

Um helgina er ég ekki búin að gera mikið að viti. Er til dæmis búin að eyða deginum í dag í að reyna að vera góð í að spila á píanó og leita af nótum á netinu. Ef einhver veit um nótur af þessu lagi þá má alveg endilega segja mer það! ' http://www.youtube.com/watch?v=pTHxmRolnH4 ' Í gær tók ég mig til og fór og lét lita hárið mitt brúnt! Ójá þið heyrðuð rétt, Svana er ekki lengur ljóshærði íslenski víkingurinn. Er bara íslenski víkingurinn núna. Eða ég vill allavegana meina að ég sé víkingur, er allavegana með sterkleikann í það ;)


Tók nokkarar myndir niðrí bæ

Bíóið

supermarkaður og eh

Stundum lætur fólk mig bíða lengi eftir sér fyrir utan bíóið og þá leiðist mér!

Annonay!

Miðvikudagsdeit hjá skiptinemum <3

Það er stundum creepy að labba heim

Fundum svona rosaflottan súludansstað

Ein af síðustu ljóshærðu myndunum

Stundum leiðist mér á föstudagskvöldum og æfi þá snyrtifræðihæfileikana mína ;)

Svo er ég víst bara orðin dökkhærð!



En afþví mér finnst leiðinlegt að skrifa blogg og öllum finnst svo gaman að lesa svona mismuna thingy þá here you go:


  • France
  • Ísland

  • Það eru allir með brún augu. Eina bláeygðafólkið í bekknum mínum eru skiptinemar. 
  • Að vera bláeygður er ekki íslensk steríotypa fyrir ekki neitt. 

  • Þú þarft ekkert endilega að fara úr skónum þegar þú ferð inn í hús hjá fólki, flestir ekki einusinni með stað til að láta skóna.
  • Dónalegt að vaða inná skónum án leyfis. Nema kanski hælum og þannig. 

  • Í Frakklandi eru allir kurteisir, alltaf. Líka þegar þú ert bara að biðja um að rétta þér eh.
  • Setning sem ég hef aldrei heyrt: Viltu gjöra svo vel að vinsamlegast vera svo væn að rétta mér vatnið?...Takk kærlega. 

  • Hér loka búðir í hádeginu og veitingastaðir loka yfir miðjan daginn.
  • Held að það séu voða fáar búðir sem loka í hadeginu heima.

  • Mér var sagt af 4 manneskjum að ég væri góð í fótbolta.
  • Ef einhver mundi segja þetta við mig á Íslandi þá væri sá hinn sami örugglega ekki í lagi í hausnum. 

  • Bekkurinn minn spilar fótbolta eins og 7 ára krakkar. Allir hlaupa saman í átt að boltanum og svo þegar þú ert búin að ná boltanum þá er markmiðið að sparka honum eins langt frá þér og hægt er. Þú ert líka ekki í liði, þú tekur boltann af liðsfélögunum þínum eins og andstæðingunum. 
  • Bekkurinn minn frá 7.-10. bekk er pretty much eins og landslið miðað við þetta. 

  • Ég er ca 3x búin að finna fyrir vind síðan ég kom til Frakklands. 
  • Ætla ekki að fara að tala um vind í Eyjum. 

  • Allt sjónvarpsefni er á frönsku. Og þá meina ég allt. Stundum er líka ekki hafið fyrir því að lækka í enskunni og bara töluð franska yfir, þá er voða erfitt að skilja. 
  • Íslenska sjónvarpsefnið er á Íslensku, annað er textað. 
Nenni ekki meir. Skrifa bara næst þegar ég nenni. Ætlaði að skrifa á hverjum sunnudegi haha en já eg er ekki búin að skrifa í 3 vikur núna. Þannig já, 

Bæjóó 

sunnudagur, 13. janúar 2013

Hæ ég er dugleg að blogga!

Bon soir!!

Ætla núna að reyna að standa við áramótaheitið mitt og vera duglegri í að skrifa blogg. En þar sem það er stutt síðan að ég skrifaði þá verður þetta stutt og leiðinlegt og eg er ekki buin að taka neinar myndir held ég síðan síðast þannig að ok.

Here it goes.

Síðast þegar ég skrifaði var ég nýkomin heim frá Lyon, ég get eflaust glatt marga..þá sérstaklega foreldra mína, með því að segja að ég er ekkert búin að fara til Lyon síðan þá. Sem þýðir líka að ég er búin að eyða voða litlum pening síðan þá.
Gleymdi líka að segja frá því síðast að ég er búin að skipta um bekk í skólanum og er núna í PremiereL. L stendur fyrir Litterature og það er helst lögð áhersla á tungumál, bókmenntir, sögu og landafræði sýnist mér. Þeir tímar koma allavegana oftast fyrir í stundatöflunni minni sem er sko alls ekki skemmtileg. Fyrir utan að ég mæti í skólan klukkan 10 á mánudögum. Það er kúl. Í bekknum mínum held ég að séu 22 nemendur. Þar af er einn strákur haha greyið, og 4 skiptinemar, Stelpur frá Kína, Eistlandi, Nýja-Sjálandi og svo eitt stykki frábær Íslendingur.

En á í vikunni fór ég bara í skólan að læra örugglega alveg svakalega merkilega hluti, ekki að ég viti voða mikið hvað það snýst um. Það er spes, ég kanski fæ eina setningu og ég veit hvað öll orðin þýða ein og sér en ég get engan veginn raðað henni upp á íslensku eða ensku þannig að hún meiki sens.. Mér var líka sagt mjög kurteisislega að í skólanum í Frakklandi á maður að sita uppréttur og beinn. Ekki liggja sofandi á borðinu. Ég ætla að reyna að muna það á hverjum þriðjudegi þegar ég hef LandafræðiSögu í 2 tíma klukkan 8. Fékk reyndar þá snilldar hugmynd um að taka bara með mér bók til að lesa í skólan, það endist í 2 daga eða þangað til eh kennari sagði að ég ætti frekar að læra. Skólinn minn er frekar spes, held ég gæti gert heilt blogg um það hvað hann er spes. Eins og til dæmis á fimmtudaginn var ég að drepast í hausnum og ákvað að meika ekki 2 tíma íþróttir seinni partinn þannig ég ætlaði að fara heim. Gerði bara ráð fyrir að ég gæti farið heim og hostmamma min gæti hringt í skólann og látið vita eða eh þannig. En ég ákvað samt að spurja krakkana í bekknum og þá er það sko alls ekki þannig. Ég þurfti að fara á einhverja skrifstofu og þar þurfti að hringja í fjölskylduna mína og þau þyrftu helst að koma að sækja mig, en ég fékk reyndar að labba heim sjálf útaf ég á heima það stutt frá skólanum, sem var fínt þar sem ég er ekki alveg að fíla það að sitja í bíl í Frakklandi..sérstaklega ekki þegar ég er með hausverk.

Það samt vanalega gerist aldrei neitt súper skemmtilegt hérna nema þegar ég hitti hina skiptinemana. Þá er alltaf gaman. Við reynum oft að borða öll saman í Annonay á miðvikudögum útaf þá er bara skóli til 12. Reynum alltaf að koma með eh plan til að gera eða skipta um stað til að fara á en við endum oftast inná sama veitingastaðnum og förum svo á eitt af tveimur aðal kaffihúsunum hérna og sitjum þar allan dagin, held að kaffihúsaeigendurnir séu ekkert að fíla það þar sem við erum ekkert að versla neitt mikið þar. En það er samt alltaf fjör þótt við séum ekki að gera neitt. Þá líka getum við hitt annað fólk. Mér sýnist Frakkar gera voða lítið af því að fara út úr húsi, eru mikið bara heima að læra, líka á laugardögum.

En til tilbreytingar frá kaffihúsum og rölti í Annonay þá ákváðum við að halda sleepover og gista öll saman á föstudaginn. Ég er ekki í sama skóla og hinir þannig ég þurfti að fara þangað og hitta þau þar til að taka rútuna saman. Ég hélt nottla að ég yrði í allan dag að labba þangað þannig ég dreif mig þvílíkt mikið úr skólanum og heim til að sækja draslið mitt. En svo var ég komin og þá voru þau ekki einusinni þarna þannig ég þurfti að bíða eins og hálfviti fyrir utan skólann standandi við ljósastaur í hálftíma.

Svo um kvöldið vorum við búin að ákveða að elda matinn. Það var ekki ég sem tók þá ákvörðun, og ég held að það hjálplegasta sem ég gerði var að opna ostpoka eða eh álíka. Ég er ekki mjög hæfileikarík í eldamennsku. Svo fórum við í Wii í Just Dance sem ég nottla rústaði. Ég samt nojoke vann allavegana tvisvar. Ég held að íslendingar séu ekki jafn dansglaðir og útlendingar, þau vilja alltaf vera að dansa og þannig. Ekki ég.

Svona til að monta mig aðeins þá horfðum við á mynd á frönsku í gær og ég skildi allt!! Hefur pottþétt ekkert að gera með það að myndin sem við horfðum á var Twilight sem ég nottla kunni afturábak og áfram fyrir ca 3 árum...Ég og Isabela gátum allavegana leikið suma hluta myndarinnar með, öllum öðrum til mikillar ánægju. Við fórum reyndar líka í Bíó, ég skildi ekki alveg jafn mikið þar en ég samt skildi myndina, og ég sofnaði næstum.


                                                               Fléttuðum okkur saman :P


Fólk að elda - sérstaklega vel opnaður ostpoki. 



Ok ég ætla að prófa að gera svona differences á Frakklandi og Íslandi. Veit samt ekki alveg hvernig ég ætla að skrifa það. Verður örugglega mest um skólann.. en ok

  • Frakkland
  • Ísland

  • Ef þú mætir bara smá of seint í skólann hérna þá þarf foreldri að vera búin að skrifa niður í serstaka bók ástæðuna afhverju þú ert sein/n.
  • Í Fív breytir það voða litlu máli þótt þú mætir 5 mín of seint, hef oft gert það og aldrei fengið seint. 

  • Hér standa allir upp þegar kennarinn  kemur inn í stofuna og standa þangað til kennarinn gefir leyfi til að setjast. Þetta er til að sýna virðingu við kennarann eða eitthvað þannig.
  • Efast um að fólk mundi taka þátt í þessu ef þetta yrði reynt á Íslandi. 

  • Kennarinn talar nánast allan tíman og krakkarnir skrifa niður eftir honum.
  • Kennarinn reyndar talar yfirleitt nánast allan tíman heima líka í flestum tímum en það er í mjög fáum tilvikum sem það er skrifað niður hvert einasta orð sem hann segir. 

  • Það er ekkert að því að taka upp tissjú í miðjum tíma og snýta sér svo eins hátt og þú getur, og láta svo skítugt tissjúið AFTUR Í VASANN. Þetta er enn ógeðslegara þegar kennararnir gera það.
  • Ef þetta yrði gert á Íslandi mundiru heyra allavegana 2-3 'OJJJJ'.

  • Skólinn hérna er mjög langur, er alltaf til 5-6 á daginn. Reyndar er ég alltaf í 2 tíma hádegi. 
  • Á Íslandi er þetta 8- 3 eða 4 og yfirleitt eitt stykki gat á dag.

  • Í Frakklandi er bara skóli fyrir hádegi á miðvikudögum. Ég elska það.
  • Á Íslandi er miðvikudagurinn yfirleitt lengstur og leiðinlegastur. 


  • Mötuneytið hérna er eins og fínasti veitingastaður, getur valið um óhollt eða hollt og það eru 3 réttir innan hvers og svo forréttir og eftirréttir líka. Svo er líka samlokusjoppa.
  • Vil nú ekki gagngrýna Fív en þússt...Það er ekki einusinni mötuneyti. 

  • Stundataflan er Hell! Veit voða sjaldan hvaða tíma ég er að fara í og stundum eru þeir bara ekkert, fer bara eftir vikum. Svo líka byrja tímarnir t.d. klukkan 8:54, 10:48 og þessháttar, þessu komst ég að klukkan 9 á þriðjudagsmorgni þegar ég mætti seint í sögu. 
  • Þú hefur allt sem þú þarft að vita á stundatöflunni á Innu. 

  • Hérna er ég alltaf í sömu skólastofunni, með sama fólkinu og í sama sætinu sem að kennarinn velur.
  • Mér finnst breytileikinn heima betri. Ég vil velja mér sæti sem mér hentar. 

  • Eins og ég kom að áður þá situru uppréttur í skólanum í Frakklandi. 
  • Miðað við allar sofandi-metnaðar myndirnar sem fólk er að posta á facebook þá er ég nokkuð viss um að það sé ekki þannig í skólum á Íslandi. 

  • Símar eru stranglega bannaðir. Alltaf. Labbaði einusinni inní andyrið í símanum og mér var sagt að fara út. 
  • Heima þá er mjög algengt að fólk gleymi að segja símann á silent í tímum og voða sjaldan sem kennarinn gerir eitthvað í því. Er líka nokkuð viss um að kennararnir viti að fólk sé í símanum í tíma þótt við reynum að leyna því...eða ekki.

  • Hérna mæta stelpurnar í háum hælum og kjólum í skólann bara afþví að það er þriðjudagur eða eitthvað þannig. Og eru yfirleitt með eyeliner og engan maskara, stundum augnskugga í allt öðrum lit sem passar enganveginn við. Sportföt eru mjög sjaldséð, ekki einusinni hjá strákum.
  • Hettupeysa og íþróttabuxur eru eitthvað sem allir nota í skólanum. 

Fékk góða hugmynd. Næst þegar ég skrifa blogg geri ég svona Differences um eitthvað annað. Sniðugt right? 



bæjóóóóó.