Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

laugardagur, 2. mars 2013

Gleðilegan mars og til hamingju með febrúar.

Hæ ég náði að gera stuttblogg!! Til hamingju ég, til hamingju allir. 

Góðan og blessaðan daginn elsku lesendur! .. Eða góða kvöldið, fer eftir hvenær þið eruð að lesa þetta. Í dag er 2. mars. Mars? wtf, síðan hvenær? Hvenær sagði ég að það mætti vera kominn mars? Getum við ekki spólað til baka bara aðeins? En samt ekki spóla til baka, þá væri ég ekki búin að gera allt sem ég er búin að gera. En samt, núna eru bara rétt rúmir 4 mánuðir þangað til að ég kem heim. Ég get ekki sagt að ég sé eh spennt fyrir að koma heim. 

Allavegana, þá er ég núna í 2 vikna fríi frá skólanum og er það hálfnað akkurat í dag. Skólinn gengur alveg frábærlega vel. Ég er til dæmis orðin voðalega góð í að skrifa litrík bréf og svo fékk ég 7 í prófi um daginn! Já ég er stollt af því að hafa fengið 7. Skiptir engu máli að það hafi verið 7/20. 7 er alltaf 7. Þar sem að Frakkar eru eiginlega bar hörmung í ensku þá gerði ég ráð fyrir því að fá góðar einkunnir í ensku. En nei þá annaðhvort eru prófin þannig að það eigi að þýða eh svakalega málfræðileg orð eða þá að kennarinn lætur skiptinemana gera prófið á frönsku. Þannig ég er enganveginn að meika það í skólanum. Nema í fótbolta, þá er ég sko stjarnan. Samt ekki, hinir eru bara ennþá meiri hörmung, hvernig sem það er hægt haha! Held reyndar að við séum alveg að verða búin í fótbolta og þá förum við að hlaupa. Oh joy.

Á sunnudaginn fyrir 2 vikum fór ég á skíði í fyrsta skiptið. Ómægat. Á meðan við skíðuðum á jafnsléttu þá náði ég að halda mér uppi eins og sannur íslendingur. En svo kom svona pínuponuslítil brekka sem var eiginlega samt bara slétt, samt ekki. Ég er ekki að segja að ég hafi verið í erfiðleikum með að halda mér uppi, en einhverra hluta vegna endaði það með því að lopapeysan mín var öll út í snjó. Ég ætla allavegana aldrei aftur á skíði. 

Um daginn þá fór ég til Lyon með 9 öðrum skiptinemum frá allstaðar. Það var þvílíkt stuð. Hahah byrjuðum á því að skrifa niður símanúmerið hjá bandaríska stráknum á fullt af miðum og svo fóru ég og 3 aðrar stelpur upp af strákum og töluðum Call me maybe til þeirra og réttum þeim númerið. Allir strákarnir voru með sömu viðbrögðin. Störðu á okkur eins og við værum kolklikkaðar. Þetta var samt þvílíkt fyndið og ég held að einhver eigi video af þessu! En við allavegana löbbuðum um Lyon og afþví að það voru stelpur í miklum meirihluta þá var auðvitað farin smá hópferð í H&M. Get sko sagt það að ég var fyrst til að klára! Á undir klukkutíma og undir 100€! Sjens að ég nennti að fara að bíða í milljón langri biðröð eftir mátunarklefum. Fann mér bara rosalega flott horn og mátaði þar. Þessir útlendingar sko.. kunna ekkert að versla. 

Það var líka filmfestival í Annonay um daginn. Fullt af útlenskum myndum. Ég fór á 3, eina bandaríska, eina breska og eina danska. Finally hægt að fara í bíó sem er ekki talsett á frönsku. Ég líka skildi pínu í dönsku myndinni jeij. Skildi reyndar bara eina manneskju og stundum en só. 

Núna er ég eins og ég sagði í 2 vikna vetrarfríi. Er búin að gera voðalega lítið. Fór í eh partý með Sophie á mánudaginn, og ég lét ekki sækja mig fyrr í þetta skiptið! Svo á fimmtudaginn hitti ég David og Isabelu og við vorum ekkert að breyta af vananum og fórum á kaffihús. Fengum WiFið á kaffihúsinu um daginn haha, þetta er aðal hangout pleisið í bænum sko. Hina dagana er ég svo bara búin að hanga heima í náttfötum og gera ekki neitt. Eða jú ég fór áðan út í búð. Svo er ég búin að taka svakalegum píanóframförum í dag með hjálp youtube. Spilaði líka Fur Elise í næstum 20 mínutur samfellt. Ég veit, I live such an interesting life! Heyrðu, ég gleymi alveg einu svakalegu. Ég tók til í herberginu mínu í gær!! Óumbeðin, whaaat?

Miðvikudagurinn í síðustuviku var svakalegur. Eins og alltaf á miðvikudögum þá hittumst við allir skiptinemarnir og svo þurfti einn að fara inní eh búð þannig við öll hin biðum fyrir utan í eh tröppum. Við höfðum rosalega mikið að gera sko... enduðum með því að ég, Marina og David giftum okkur. Öll. Við erum mjög hamingjusöm. Allar gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en þið getið.... ok who am I kidding. Vinsamlegast hafið samband á facebook með hvert þið megið senda gjafirnar. Enjá stundum er ekkert að gera og þá er alltaf gaman að fá svona skemmtilegar hugmyndir. 

Á morgunn er svo Rakel að koma til mín og þá verður stuð! Ætlum til Lyon á miðvikudaginn að mála bæinn rauðan (er það ekki eh svona flott máltak?) Þannig þangað til á föstudaginn ætla ég sko að njóta þess að tala íslensku. Greyið Rakel, hún mun þurfa eyrnahvíld í marga daga eftirá. 

En ég nenni ekki að skrifa meira.. veit ekkert hvað ég er búin að gera.. Efast um að ég nenni að skrifa aftur bráðlega. Það var rosa spennandi svona fyrsta mánuðinn að hafa blogg, núna er þetta þússt eins og heimavinna eða eh. Ok reyndar, ég mundi frekar gera heimavinnuna heldur en að skrifa blogg.. ekki að ég sé eh að gera heimavinnuna mína hérna ;)

a la prochain fois! 

SVANA BJÖRK KOLBEINSDÓTTIR.

<3

8 ummæli:

  1. Við vinkonurnar erum frekar stoltar af þér að vera ekki að eyða tíma í biðröð við mátunarklefa!
    Plíííís ekki hætta að blogga. Njóttu þess að hafa Rakel hjá þér og mundu að hún þarf kannski líka að tala íslenskuna þannig að þið þurfið að skipta á milli ykkar hlustun og tali he he he.
    Saknaðarkveðjur til þín.
    Mamma

    SvaraEyða
  2. yndislegt að lesa bloggið þitt og gaman að vita hvað er gaman hjá þér.Njóttu þess að vera þarna,því tíminn líður svo rosalega hratt.kveðjur frá okkur afa,þín amma

    SvaraEyða
  3. En FRÁBÆRT að sjá hvað þú ert ánægð mín kæra. Vonandi nærðu að njóta síðustu mánaðanna í botn... eitthvað segir mér að þeir eigi eftir að verða þeir bestu, svona þegar þú ert komin með svona gott social network eins og nú :) Bara góðs viti að þig langi ekki heim, það þýðir að þér líður ansi vel þarna. knús frá okkur í DE kv. Svandís

    SvaraEyða
  4. Gaman að heyra frá ævintýrunum þínum Svana mín.
    Hafðu það sem allra best.
    Inga frænka(afasystir).

    SvaraEyða
  5. Gleðilegan mars svana mín :) skemmtilegt að heyra í þér. þín var sko sárt saknað í matnum á árshátiðinni í gær það vantaði algjörlega einhvern til að láta heiðrúnu brosa í myndavél með tönnunum hahah nei djók var að skoða myndir síðan á síðustu árshátíð. Endilega halltu áfram að hafa gaman. Það er eitt bréf til þín í skrifum er ekki viss hvenær það verður búið en vonandi sem fyrst :) Hlakka til að fá þig heim og við þurfum að fara taka aftur skype deit fljótlega !!
    kv Bryndís Jóns

    SvaraEyða
  6. hææ svanaaa ! ég var að senda mjög flott sms til þin aðan,, mjögg gaman sko heeeeheehe ;) og ja eg sendi lika skov bref til þin igær...eða fyrradag... og það var gaman,., bara 0rugglega 234 blaðsiðna bref a leiðinni + árshátíðarblaðið,, það er stuð en alltaf gaman að lesa bloggið þitt og vil quota brybndisi og segja að þin var indeed sárst saknað á arshátiðinni i gær... ! en þúst. ég ohefði ekkert brost með trönnunum utaf eg var busy að þúst.. servéttast og whatnot ;)jáá og til hamingju með brúðkaupið ... það er einmitt svo mikill hjonasviput með ykkur 3 hhaha ! og mer finnst svo rosalega æðislegt að þú sért bara braðum að koma heim,.,. er það bara eg eða?
    allavega þá ætti ég að fara að sofa ;)
    hey ætla að láta fylgja með svona æðislegt myndband af arshatiðnni ;)
    njottu frakklands eða ehv og ekki fá aids ;P hah
    bæjos pæjoooos- heiðrún
    http://www.youtube.com/watch?v=OjPw1q9MgfY

    SvaraEyða
  7. Geggjað stuð þarna hjá þér sem er bara flott, haltu áfram að lifa lífinu í France og þú HÆTTIR ekki að blogga,þarf ekkert að vera mikið bara smá...fer ekki fram á mikið það er bara gaman að lesa pistlana þína og ég segji eins og Svandís þetta á bara eftir að verða skemmtilegra.

    SvaraEyða