Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

sunnudagur, 13. janúar 2013

Hæ ég er dugleg að blogga!

Bon soir!!

Ætla núna að reyna að standa við áramótaheitið mitt og vera duglegri í að skrifa blogg. En þar sem það er stutt síðan að ég skrifaði þá verður þetta stutt og leiðinlegt og eg er ekki buin að taka neinar myndir held ég síðan síðast þannig að ok.

Here it goes.

Síðast þegar ég skrifaði var ég nýkomin heim frá Lyon, ég get eflaust glatt marga..þá sérstaklega foreldra mína, með því að segja að ég er ekkert búin að fara til Lyon síðan þá. Sem þýðir líka að ég er búin að eyða voða litlum pening síðan þá.
Gleymdi líka að segja frá því síðast að ég er búin að skipta um bekk í skólanum og er núna í PremiereL. L stendur fyrir Litterature og það er helst lögð áhersla á tungumál, bókmenntir, sögu og landafræði sýnist mér. Þeir tímar koma allavegana oftast fyrir í stundatöflunni minni sem er sko alls ekki skemmtileg. Fyrir utan að ég mæti í skólan klukkan 10 á mánudögum. Það er kúl. Í bekknum mínum held ég að séu 22 nemendur. Þar af er einn strákur haha greyið, og 4 skiptinemar, Stelpur frá Kína, Eistlandi, Nýja-Sjálandi og svo eitt stykki frábær Íslendingur.

En á í vikunni fór ég bara í skólan að læra örugglega alveg svakalega merkilega hluti, ekki að ég viti voða mikið hvað það snýst um. Það er spes, ég kanski fæ eina setningu og ég veit hvað öll orðin þýða ein og sér en ég get engan veginn raðað henni upp á íslensku eða ensku þannig að hún meiki sens.. Mér var líka sagt mjög kurteisislega að í skólanum í Frakklandi á maður að sita uppréttur og beinn. Ekki liggja sofandi á borðinu. Ég ætla að reyna að muna það á hverjum þriðjudegi þegar ég hef LandafræðiSögu í 2 tíma klukkan 8. Fékk reyndar þá snilldar hugmynd um að taka bara með mér bók til að lesa í skólan, það endist í 2 daga eða þangað til eh kennari sagði að ég ætti frekar að læra. Skólinn minn er frekar spes, held ég gæti gert heilt blogg um það hvað hann er spes. Eins og til dæmis á fimmtudaginn var ég að drepast í hausnum og ákvað að meika ekki 2 tíma íþróttir seinni partinn þannig ég ætlaði að fara heim. Gerði bara ráð fyrir að ég gæti farið heim og hostmamma min gæti hringt í skólann og látið vita eða eh þannig. En ég ákvað samt að spurja krakkana í bekknum og þá er það sko alls ekki þannig. Ég þurfti að fara á einhverja skrifstofu og þar þurfti að hringja í fjölskylduna mína og þau þyrftu helst að koma að sækja mig, en ég fékk reyndar að labba heim sjálf útaf ég á heima það stutt frá skólanum, sem var fínt þar sem ég er ekki alveg að fíla það að sitja í bíl í Frakklandi..sérstaklega ekki þegar ég er með hausverk.

Það samt vanalega gerist aldrei neitt súper skemmtilegt hérna nema þegar ég hitti hina skiptinemana. Þá er alltaf gaman. Við reynum oft að borða öll saman í Annonay á miðvikudögum útaf þá er bara skóli til 12. Reynum alltaf að koma með eh plan til að gera eða skipta um stað til að fara á en við endum oftast inná sama veitingastaðnum og förum svo á eitt af tveimur aðal kaffihúsunum hérna og sitjum þar allan dagin, held að kaffihúsaeigendurnir séu ekkert að fíla það þar sem við erum ekkert að versla neitt mikið þar. En það er samt alltaf fjör þótt við séum ekki að gera neitt. Þá líka getum við hitt annað fólk. Mér sýnist Frakkar gera voða lítið af því að fara út úr húsi, eru mikið bara heima að læra, líka á laugardögum.

En til tilbreytingar frá kaffihúsum og rölti í Annonay þá ákváðum við að halda sleepover og gista öll saman á föstudaginn. Ég er ekki í sama skóla og hinir þannig ég þurfti að fara þangað og hitta þau þar til að taka rútuna saman. Ég hélt nottla að ég yrði í allan dag að labba þangað þannig ég dreif mig þvílíkt mikið úr skólanum og heim til að sækja draslið mitt. En svo var ég komin og þá voru þau ekki einusinni þarna þannig ég þurfti að bíða eins og hálfviti fyrir utan skólann standandi við ljósastaur í hálftíma.

Svo um kvöldið vorum við búin að ákveða að elda matinn. Það var ekki ég sem tók þá ákvörðun, og ég held að það hjálplegasta sem ég gerði var að opna ostpoka eða eh álíka. Ég er ekki mjög hæfileikarík í eldamennsku. Svo fórum við í Wii í Just Dance sem ég nottla rústaði. Ég samt nojoke vann allavegana tvisvar. Ég held að íslendingar séu ekki jafn dansglaðir og útlendingar, þau vilja alltaf vera að dansa og þannig. Ekki ég.

Svona til að monta mig aðeins þá horfðum við á mynd á frönsku í gær og ég skildi allt!! Hefur pottþétt ekkert að gera með það að myndin sem við horfðum á var Twilight sem ég nottla kunni afturábak og áfram fyrir ca 3 árum...Ég og Isabela gátum allavegana leikið suma hluta myndarinnar með, öllum öðrum til mikillar ánægju. Við fórum reyndar líka í Bíó, ég skildi ekki alveg jafn mikið þar en ég samt skildi myndina, og ég sofnaði næstum.


                                                               Fléttuðum okkur saman :P


Fólk að elda - sérstaklega vel opnaður ostpoki. 



Ok ég ætla að prófa að gera svona differences á Frakklandi og Íslandi. Veit samt ekki alveg hvernig ég ætla að skrifa það. Verður örugglega mest um skólann.. en ok

  • Frakkland
  • Ísland

  • Ef þú mætir bara smá of seint í skólann hérna þá þarf foreldri að vera búin að skrifa niður í serstaka bók ástæðuna afhverju þú ert sein/n.
  • Í Fív breytir það voða litlu máli þótt þú mætir 5 mín of seint, hef oft gert það og aldrei fengið seint. 

  • Hér standa allir upp þegar kennarinn  kemur inn í stofuna og standa þangað til kennarinn gefir leyfi til að setjast. Þetta er til að sýna virðingu við kennarann eða eitthvað þannig.
  • Efast um að fólk mundi taka þátt í þessu ef þetta yrði reynt á Íslandi. 

  • Kennarinn talar nánast allan tíman og krakkarnir skrifa niður eftir honum.
  • Kennarinn reyndar talar yfirleitt nánast allan tíman heima líka í flestum tímum en það er í mjög fáum tilvikum sem það er skrifað niður hvert einasta orð sem hann segir. 

  • Það er ekkert að því að taka upp tissjú í miðjum tíma og snýta sér svo eins hátt og þú getur, og láta svo skítugt tissjúið AFTUR Í VASANN. Þetta er enn ógeðslegara þegar kennararnir gera það.
  • Ef þetta yrði gert á Íslandi mundiru heyra allavegana 2-3 'OJJJJ'.

  • Skólinn hérna er mjög langur, er alltaf til 5-6 á daginn. Reyndar er ég alltaf í 2 tíma hádegi. 
  • Á Íslandi er þetta 8- 3 eða 4 og yfirleitt eitt stykki gat á dag.

  • Í Frakklandi er bara skóli fyrir hádegi á miðvikudögum. Ég elska það.
  • Á Íslandi er miðvikudagurinn yfirleitt lengstur og leiðinlegastur. 


  • Mötuneytið hérna er eins og fínasti veitingastaður, getur valið um óhollt eða hollt og það eru 3 réttir innan hvers og svo forréttir og eftirréttir líka. Svo er líka samlokusjoppa.
  • Vil nú ekki gagngrýna Fív en þússt...Það er ekki einusinni mötuneyti. 

  • Stundataflan er Hell! Veit voða sjaldan hvaða tíma ég er að fara í og stundum eru þeir bara ekkert, fer bara eftir vikum. Svo líka byrja tímarnir t.d. klukkan 8:54, 10:48 og þessháttar, þessu komst ég að klukkan 9 á þriðjudagsmorgni þegar ég mætti seint í sögu. 
  • Þú hefur allt sem þú þarft að vita á stundatöflunni á Innu. 

  • Hérna er ég alltaf í sömu skólastofunni, með sama fólkinu og í sama sætinu sem að kennarinn velur.
  • Mér finnst breytileikinn heima betri. Ég vil velja mér sæti sem mér hentar. 

  • Eins og ég kom að áður þá situru uppréttur í skólanum í Frakklandi. 
  • Miðað við allar sofandi-metnaðar myndirnar sem fólk er að posta á facebook þá er ég nokkuð viss um að það sé ekki þannig í skólum á Íslandi. 

  • Símar eru stranglega bannaðir. Alltaf. Labbaði einusinni inní andyrið í símanum og mér var sagt að fara út. 
  • Heima þá er mjög algengt að fólk gleymi að segja símann á silent í tímum og voða sjaldan sem kennarinn gerir eitthvað í því. Er líka nokkuð viss um að kennararnir viti að fólk sé í símanum í tíma þótt við reynum að leyna því...eða ekki.

  • Hérna mæta stelpurnar í háum hælum og kjólum í skólann bara afþví að það er þriðjudagur eða eitthvað þannig. Og eru yfirleitt með eyeliner og engan maskara, stundum augnskugga í allt öðrum lit sem passar enganveginn við. Sportföt eru mjög sjaldséð, ekki einusinni hjá strákum.
  • Hettupeysa og íþróttabuxur eru eitthvað sem allir nota í skólanum. 

Fékk góða hugmynd. Næst þegar ég skrifa blogg geri ég svona Differences um eitthvað annað. Sniðugt right? 



bæjóóóóó.



sunnudagur, 6. janúar 2013

Jóla og desember update!

 hæ.

Ok. Mér finnst eiginlega alveg huuuuuundleiðinlegt að skrifa blogg...
En síðast þegar ég skrifaði þá var 14. desember :$ Fullt búið að gerast síðan, ekki að ég muni allt.

Ég semsagt fór til Lyon með David og við hittum Isabelu þar. Þegar rútan ætlaði af stað þá fór hun ekki af stað og var þvilikt lengi ekki að fara af stað þannig ég ákvað að byrja að syngja áfram áfram bílstjóri lagið og viti menn, fór ekki rútan af stað sirka 10 sek eftir að eg hætti að syngja, mér fannst það kúl.

Miðvikudaginn eftir það fór ég á pósthúsið til að senda jólagjafir til Íslands. Ómægat. Í fyrsta lagi þá er ég ekki sú besta í frönsku og átti upphaflega bara að fara ein en var mjöööög glöð þegar vinir minir biðu þar fyrir utan. Fórum þangað inn og þar var sagt að við þyrftum betra límband til að líma kassana, og það var nottla auðvitað ekki hægt að fá það á pósthúsinu þannig við þurftum að labba útí búð og kaupa það. Alltílagi svo komum við aftur á posthusið þar sem var sagt að það væri betra að senda í einum stórum kassa sem var heldur ekki hægt að fá á pósthúsinu eða í búðinni sem var nálægt. Ég ákvað þá bara að senda tvo kassa og þurfti að fylla út eh svaka blöð og blabla. Kallinn var líka víst svakalegur dóni og spurði hvort fólk byggji í alvöru á Íslandi, ég misskildi það aðeins og hélt að hann væri að spurja hvar ég byggji á Íslandi og sagði bara Vestmannaeyjar, eftirá spurðu strákarnir mig hvort ég hefði verið að móðga hann á íslensku hahah :S Þetta var allavegana ekki skemmtileg pósthúsferð og hún tók alveg góðan klukkutíma og það eru ekki einusinni báðir pakkarnir komnir.

Helgina eftir fór ég svo aftur til Lyon jeij. Ætlaði með Andres fra Kolumbiu og Isabelu fra Brasiliu en svo var hun veik og komst ekki. Allavegana þá gat ég verslað meira þarna og fór svo í pínu skoðunarferð í Hollister ;) En svo ákváðum við að fara niðrí bæ og taka bara lestina heim frá lestarstöðinni þar.. ekki góð hugmynd. Það stóð á lestarplaninu að lestin færi frá þeirri lestarstöð og við fórum þangað og spurðum hvar hun væri og þá var okkur sagt að hún færi frá hinni lestarstöðinni lengst í burtu. Eftir hálftíma. Við gjörsamlega hlupum í gegnum Lyon, tókum 3 metro og einhvernveginn náðum við lestinni sem betur fer. Gjörsamlega dauð og svo var lestin troðin og ég var lestarveik.


Daginn eftir, sem var þorláksmessa, var ferðinni svo haldið til Alsace með fjölskyldunni þar sem við vorum um jólin. Hvorki meira né minna en 5 tímar í bíl. Ég var samt ekki bílveik því ég var sniðug og keypti mér bílveikislyf í Lyon :P Vorum svo komin þangað seint um kvöldið og húsið sem við gistum í var algjör frystikista, ógeðslega kalt! Vaknaði svo veik á aðfangadag. Geðveikt. Við fórum svo til Colmar sem er semi stór þvilikt flottur bær og við fórum að versla, á aðfangadag haha!! Ég er samt ekkert að kvarta þar sem mér finnst ekkert leiðinlegt að versla. Um kvöldið fórum við svo í kirkju, alveg uppáhalds sko! og svo heim til systur hostpabbans og borðuðum brauð með skinku og ananas. Svo var búið að raða eh pökkum undir arininn (já, arininn..þau voru ekki með jólatré í húsinu sínu) og við opnuðum þá og fórum svo bara aftur í húsið sem ég gisti í.

Á Jóladag fórum við svo um hádegi í eh sal í öðru þorpi og vorum þar allan daginn ásamt eh fullt af ættingjum og borðuðum mat og ég kenndi Catherine að spila á píanó haha útaf ég var að deyja úr leiðindum og það var píanó þarna. Svo seinna um daginn opnuðum við restina af pökkunum sem í þetta skiptið voru undir jólatréi. Já ég kanski segji ykkur frá matnum. Til að byrja með voru eh svona baguette brauð með áleggjum og ein tegundin var tildæmis eh sniglapestó. Sjéns að ég færi að smakka það. Svo var nottla auðvitað vín fyrir fullorðna fólkið en við fengum bara eh svona barnavín eða eh þannig. En harðfiskurinn var líka á sínum stað þar og ég var fljót að stilla mig upp fyrir framan hann. Í forrétt var svo Chestnut(?) og graskerasúpa með eh sem lookaði eins og möffins í miðjunni en bragðaðist sko alls ekki eins og möffins. Það var svo sagt eftirá að þetta hafi verið gæsalifur. OJ. Viðbjóður. Í aðalrétt var svo önd, kartoflur og dýrindis lauksalat, merkilegt hvað frakkar ná að troða lauk í allan mat. Je n'aime pas ca. Í eftirrétt voru svo eh nokkrar tegundir af svona upprúlluðum kökum og franskt konfekt. Verð að segja að íslenska konfektið sé betra. Íslenskt er alltaf best, er búin að læra það á þessum 4 mánuðum sem ég er búin að vera hér ;)

Á annan í jólum fórum við svo heim til frænkunnar aftur og mér minnir að við höfum borðað eh svona kássurétt í hadegismat og svo var opnað restina af gjöfunum. Ég btw gaf allri fjölskyldunni lopapeysur og þau opnuðu öll á sitthvorum deginum eiginlega og hostpabbinn var alveg að deyja honum hlakkaði svo til að fá 'Íslands peysuna' sína haha. Um kvöldið fórum við svo til Colmar í eh ratleik sem gekk útá að finna stimpla eða eh sem voru faldir allstaðar um miðbæjinn og stimpla á kortið. Eða ég held það. Var ekkert mjög mikið að participata i þessum leik, var aðallega að einbeita mér í að taka í kringum 200 myndir haha. Það var þvílíkt flott þarna og fullt af jólaskrauti.. annað en allstaðar annarsstaðar í Frakklandi.


Laugardaginn 29. des fórum við svo til Strasbourg. Fyrst var förinni haldið í nunnuklaustur. Já. Nunnuklaustur. Við komum þangað inn og þá var kona í nunnufötum. Ég beinti athyglinni eitthvað annað. Svo kom önnur eldgömul kona í nunnufötum með skræka rödd. Þá var þetta farið að vera pínu erfitt. Svo fórum við upp í svona mini messu til að þakka fyrir matinn. Ég ákvað að hugsa bara um eh annað heldur enn að ég væri stödd í nunnuklaustri með ca 15 nunnum í messu. Þá byrjuðu þær að syngja sálma. Mjög skrækt og með gömlukellingarödd. Þá endanlega gat ég þetta ekki lengur og henti böndunum af peysunni minni uppí mig til að missa hláturinn ekki útúr mér. Gerði svo þau mistök að horfa á Sophie. Ekki gott. Eftir það fórum við niður og mér og Sophie var sagt að setjast á móti hvor annarri á milli nokkra nunna. Maturinn var viðbjóður og við gátum ekki horft á hvor aðra.

Eftir þessa frábæru heimsókn röltum við svo í gegnum Strasbourg og kíktum í nokkrar búðir meðal annars Louis Vuitton!! Svo fancy, það var seriouslu jakkafata gaur að vinna þarna við að opna hurðina fyrir viðskiptavinina. Sá svo flotta skó á hvorki meira né minna en 590 evrur, sem er þússt 90 þúsund krónur held ég. Held að ódýrasti hlutirinn hafi verið peningaveski á 200 evrur eða eh þannig. Og pabbi þú getur alveg verið rólegur, ég keypti ekki neitt þar inni.
Ætluðum svo líka að kíkja í Gucci en þá þarf maður að hringja eh bjöllu og rosa fancy læti þannig við slepptum því.
Svo fórum við aftur í helvítis nunnuklaustrið. Það var samt skárra í þettaskiptið útaf þá var bara frænkununnan með okkur og við fengum ís og eh bakarísfæði. Svo fórum við aftur út og löbbuðum eh jólamarkaði og fleira og ég náði að versla mér skó :) Sá svo að ein tram stoppustöðin hét Place d'Islande!! en við gátum ekki farið þangað :/

Á sunnudaginn 30.des fórum við svo í snjóinn. Við keyrðum í hálftíma til að fara að leika okkur í snjó. Ok. Ég ákvað að fara í nyju stigvelunum sem ég keypti og gleymdi að gera mér grein fyrir því að snjór getur verið pínu sleipur. Daginn eftir fann ég svo rosa fínan marblett á hnénu. En já að leika sér í snjónum fólst aðallega í því að kasta snjóboltum og kaffæra hvoröðrum. Eins og ég er nú mikill snjó aðdáandi.. ok nei ég get ekki einusinni sagt það í kaldhæðni. Mér finnst snjór ekki fun.
Mér var semsagt sagt að við yrðum ekkert lengi þannig ég ákvað bara að pakka draslinu mínu niður þegar við kæmum til baka. Komum svo til baka klukkan 10 um kvöldið og herbergið mitt og ferðataskan var öll í rúst og það voru 6.5 tímar þangað til að við mundum fara. Náði svo einhvernveginn að vera búin að troða öllu ofaní töskur um 1 leytið en ákvað þá af einhverri ástæðu að hanga á tumblr til 2. Sá ekkert lítið eftir því þegar ég þurfti að vakna kl 4:30 á gamlársdag.



Allavegana þá tókum ég og Sophie lestina til Lyon klukkan fokking 5:55 um morguninn, eins og ég elska að vakna snemma þá var ég ekki að fíla það. Vorum svo komnar til Lyon um 9 leytið og við áttum að taka aðra lest saman en þá var bara búið að cancela henni. Þar sem við vorum ekki að fara á sama stað þá tók ég lest til Valence og rútu þaðan til Montelimar. Rútuferðin var horror. Það var ógeðslegur perrakall að horfa á mig allan tímann og þegar ég færði mig aftast í rútuna þá stóð gamli upp og þóttist tala í símann og settist hinu meginn við ganginn við mig. Oj þetta var ógeðslegt.

Kom svo til Montelimar og fór heim til Roselil (Danmörk) og borðaði hádegismat og eyddi svo meirihlutanum af deginum í að lesa bloggið hennar á dönsku fyrir japönsku stelpuna.
Seinnipartinn komu svo hinir afs krakkarnir og við fórum eh að græja okkur bara. Reynar eiginlega bara ég og danska stelpan sem voru eh að dressa okkur up fancy sko. En já það passar ekkert að vera í casual fötum á áramótunum. Það er bara bannað. Og glimmer. Það verður að vera glimmer, sem ég klikkaði sko ekki á, þökk sé Claire's. Við fórum svo í eh spes liða billjard sem ég vil meina að ég hafi verið best í. Svo var bingó, eins og alltaf þá var ég best í því líka. Það var samt á frönsku og ég var ekkert mikið í stuði til að hlusta á eða skilja tölurnar þannig eftir smá stund hætti ég að nenna að fylgjast með og fór að gera fiskifléttu í hárið á Roselil. Svo var eh matur sem var örugglega alveg góður en ég var ekkert svöng þannig eg borðaði bara smá. Kenni harðfisknum sem ég kom með í forrétt um það. Það vill aldrei neinn smakka íslensku hlutina sem ég kem með. Ópal er eh sem allir hata og þegar einhver ákvað að segja öllum að harðfiskurinn væri fiskur þá var frekar erfitt að fá fólk til að smakka.
Við vorum semsagt 8 skiptinemar þarna minnir mig og svo fjölskyldan hjá Roselil. Á einum tímapunkti ákváðu allir hinir skiptinemarnir nema ég og 2 aðrir minnir mig að fara að dansa. Á stofugólfinu. 5 manns. Og svo vildu þau að ég kæmi líka. Hah sjens!
Á miðnætti var svo talið niður og skálað og gert þetta helvítis bisous kossa á kinnina drasl við alla. Það er alveg að fara með mig, veit aldrei við hvern ég á að gera þetta og hvern ekki. Ég looka örugglega eins og þvilikur dóni hérna því ég geri þetta aldrei nema fólk geri þetta við mig og reyni eins og ég get að sleppa því.
Svo var haldið út og þá var sko alveg svakaleg flugelda sýning. Heilar 3 sprengjur eða eh þannig ahahah, eh sem mundi líklegast teljast sem innibombur á Íslandi. Eftir það var borðuð eh ískaka eða eh þannig sem ég lét nú bara bráðna á disknum mínum og japanskt og íslenskt nammi jeij!! Gleymdi reyndar að taka eftir því hvort að fólk var að meta íslenska nammið. Svo var tekin önnur umferð af bingó sem ég reyndi mitt besta við að taka þátt í en ég var alltaf allavegana 3 tölum eftirá.
Svo vorum við bara eh að tala og gaman þangað til við fórum að sofa klukkan 6:30. Þá var ég búin að vera vakandi í hvorki meira né minna en 26 tíma.

Á Nýjársdag hélt ég nú að ég mundi sofa allan daginn eftir alla þessa vöku, en nei þá vaknaði ég klukkan hálf 10 og ekki fræðilegur að ég væri að fara að sofna aftur. Um morguninn vorum við svo bara að horfa á sjónvarpið og í hádeginu borðuðum við afgangana af matnum og horfðum svo meira á sjónvarpið þangað til við tókum lestina heim. Til gamans þá get ég sagt ykkur að á þessum sólahring sem ég var heima hjá Roselil náði ég gjörsamlega að rústa herberginu hennar. Skil ekki hvernig ég fer að þessu en einhverra hluta vegna þá var draslið mitt útum allt. Svo kom ég heim og þá var enginn heima nema Sophie og ég sagði bara hæ ég ætla í sturtu og sofa góða nótt. Ég fór að sofa klukkan hálf 8 að deyja úr þreytu haha.

Daginn eftir þá vorum við búin að ákveða að hittast nokkur sem búa nálægt Annonay en á endanum komust bara David og Andres (Bandaríkin og Kólumbía). Þegar ég var á leiðinni fékk ég sms frá öðrum um að hann mundi vera seinn. Allt í lagi. Þegar ég var svo komin þar sem við ætluðum að hittast fékk ég sms frá hinum að hann yrði líka seinn. Ok. Þá hékk ég bara ein sitandi fyrir utan bíóið í örugglega klukkutíma á meðan hvert einasta gamalmenni Frakklands labbaði framhjá mér og annaðhvort gaf mér skrýtið look eða reyndi að tala við mig. Skil ekki þannig fólk. Gat það ekki séð að ég hef ekki áhuga á að eiga samræður við eldriborgara félagið? Ákvað svo að fara í Super U og kaupa mér að drekka og rakst svo á svakalega flott svona fléttubönd og keypti mér einn pakka af þeim og hélt svo aftur að bíóinu og byrjaði að búa til svona fléttubandathingy. Einmitt þegar ég var komin á fullt í að búa til rosafín armbönd kom Andres og ég þurfti að hætta því. Afþví að bærinn sem ég bý í er alveg svakalega lítill á skala Frakka þá er voða lítið hægt að gera þar þannig að þegar við hittumst förum við vanalega bara á kaffihús og sitjum þar allan daginn að gera ekki neitt. Við vorum ekkert að breyta því og gerðum það. Eftir smá bættist svo David í hópinn og stuttu eftir eh franskar vinkonur hans. Þá var töluð mikil og hröð franska og ég sat útí horni með mín ástkæru fléttubönd.

Á föstudaginn fór ég svo aftur til Lyon, með Beatriz, Anniku og Andres (Brasilía, Bandaríkin og Kólumbía). Ég er alltaf í Lyon. Ég elska Lyon. En í þetta skiptið hafði ég ákveðið að ég ætlaði ekki að versla neitt. Það var frekar erfitt að standast við þá ákvörðun þar sem að einhvernveginn voru bara allir skór í heiminum orðnir þvílíkt flottir og allir til í minni stærð. Við fórum svo niður í miðbæinn og þar sem ég er orðin vel reynd á metro kerfið í Lyon þá var það ekkert mál. Ég sagði krökkunum sem ég var með að ég ætlaði ekki að eyða neinum pening og þau voru mjög sammála mér í þeim málum. En samt voru þau ekki alveg á því að borga fyrir mig á pizzastaðnum sem við fórum á. Þvílíkur dónaskapur!!
Héldum svo í H&M þar sem ég reyndar þurfti að kaupa mér leggings. En ég keypti ekkert annað! Alveg satt!...Nema Starbucks...og metromiða...og lestarmiða... En það telst ekki með. Fórum svo aftur í mallið þar sem ég og Bia ákváðum að vera rosa fyndnar og fara inní dýra skartgripabúð að leita af trúlofunarhring. Ég semsagt var að fara að giftast rosa ríkum gæja og við töluðum rosa hátt á frönsku um það og fengum alveg nokkur skrýtin look. En þar sem franskan mín er mjög takmörkuð þá talaði ég bara í hringi um það hvað unnustinn minn væri rosalega ríkur og ég vildi dýrari hring. Völdum svo rosa flottan með alvöru demant sem kostar ekki meira né minna en 9.999 Evrur.
Svo fórum við aftur með lestinni til baka sem var reyndar sein og ég misti næstum af rútunni til Annonay. Vissi líka ekkert að það væri ekki hægt að kaupa miða í rútunni þannig að rútan þurfti að bíða eftir mér á meðan ég fór inní sjoppuna til að kaupa miða. En þá var eh gæji að taka sinn tíma í að versla eitthvað þannig eg var orðin frekar stressuð á því að missa af rútunni. En þá kom eh rosa almennilegur kall og hjálpaði mér að kaupa miða í sjálfsala sem ég hafði ekki hugmynd um að væri hægt haha hélt að það væri bara fyrir lestirnar.

Í gær var ég svo í náttfötunum allan daginn og gerði ekki neitt. Eða jú tók til í herberginu mínu og hengdi upp myndir á vegginn. Í dag var mér svo sagt að við værum að fara í göngu. Þegar við fórum út úr húsinu gerði ég náttúrulega bara ráð fyrir því að við mundum fara labbandi þar sem við vorum að fara í göngu. En nei þá settumst við upp í bílinn og keyrðum í örugglega 20 mínútur til að fara í göngu. Pínu spes. En svo komum við aftur heim og borðuðum eh eplaköku sem er eh sem tilheyrir janúar í Frakklandi. Og núna er ég svona að reyna að ákveða mig hvort sé leiðinlegra að skrifa blogg eða taka til í herberginu mínu. Miðað við að herbergið mitt sé nokkurnveginn hreint þá lítur allt út fyrir að bloggið fái vinninginn í þetta skiptið.

Ég var samt bara núna rétt áðan að ákveða áramótaheit. Að vera duglegri að blogga. Því að ég nenni enganveginn að reyna að muna svona marga daga aftur í tímann aftur.

Þetta er samt einhverra hluta vegna frekar biturt blogg. Veit ekki afhverju. Kanski er það afþví að ég nenni ekki í skólann á morgunn. Eða útaf ég er að frjósa úr kulda.. En afþví að ég er ekta íslenskur víkingur þá er ekki sjens að ég fari að viðurkenna það. Fólk er samt ekki alveg að kaupa það að ég sé víkingur. Skil ekki hvers vegna :S

En á morgunn byrjar svo skólinn. Nenni ekki í skólann uhhhuhhhuhhh. Á líka eftir að gera heimavinnuna :$

Eru fleiri myndir á facebook undir Hiver en France & Bonjour 2013

ókeeei bæ.