Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

miðvikudagur, 10. apríl 2013

Svo alltíeinu kom blogg!



Ég man þann tíma þegar ég skrifaði fyrsta bloggið eftir að ég kom til Frakklands og deildi því með ykkur að ég hafði ekki eytt krónu. Ég get ekki sagt það sama núna, bara að fara í skólann kostar liggur við. Til dæmis um daginn var eitthvað 'leikrit' um fyrri heimstyrjöldina og við þurftum að borga fyrir það, samt var það skylda. Það er frekar skrýtið finnst mér. Fjölskyldan mín borgaði reyndar fyrir það þar sem að það þarf að borga allt svona með ávísun.

Ég er semsagt að vinna í því núna að lesa yfir bloggið mitt vegna þess að fyrir 15. apríl eigum við að senda til Afs eitthvað atvik sem er fyndið vegna menningalegs muns (cultural difference.. get enganvegin munað hvernig á að orða það á íslensku) og ég man ekki neitt þannig leitin er hafin, þið megið einnig endilega benda mér á eitthvað þannig ef ég hef sagt ykkur frá eh svoleiðis.

Það sem Afs ætlar svo að gera við þessi atvik er að blanda saman öllum atvikunum frá öllum í svona leikritsthingy á næsta campi skilst mér. Ég ætla að búast við svakalegu showi þar sem að næsta camp er ekki fyrr en í júní þannig þau hafa alveg hellings tíma til að undirbúa þetta.

Ég gæti mögulega notað atvikið þegar ég náði að reka töskunni minni í mjög svo pirraðan frakka í lestinni á leiðinni til Normandie. Þetta er ennþá eina atvikið sem ég hef lent í dónalegum frakka. Frakkar eru allt annað en dónalegir, segja s'il te/vous plait við bókstaflega öllu. Mundi aldrei segja 'Viltu vinsamlegast rétta mér bókina þarna' við fólk í tíma, efast líka um að ég mundi segja takk á eftir.. yrði meira svona 'Réttu mér bókina...núna'. Ekki að ég sé eitthvað ókurteis.

Gæti líka skrifað um vatnsmenningu Frakka. Þau drekka ekki mikið af köldu vatni. Til dæmis þá ef þú kaupir vatn út í búð þá er það ekki í kæli.. Það eru reyndar engir drykkir í kæli. Er svona einn pínulítill kókkælir með nokkrum tegundum af drykkjum í kæli annars er allt bara á hillum. En ég er meira að meina svona bara úr krananum. Það er bara kveikt á krananum og látið vatnið beint í flöskuna. Stundum læt ég vatnið renna þangað til að það er kallt og læt svo í könnu fyrir alla fjölskylduna og þá er stundum commentað á að það sé of kalt. Mér finnst vatnið hérna viðbjóður þegar það er ekki ískalt.

Matur. Meira svona hvernig er borðað. Salat er yfirleitt til dæmis borðað á undan aðalréttinum, og þá yfirleitt bara kál og svo einhver viðbjóðsleg vínediksssinneps sósa sem er hellt yfir. Stundum gerir hostmamma mín reyndar svona gulróta og eplasalat sem er good. Í eitt skiptið þá var allt komið á borðið, ss bæði salatið og kjötið og hrísgrjón sem þau borða frekar mikið af. Ég var aðeins á eftir að borða þar sem ég er mjög dugleg í að sofa út. Allavegana þá yfirleitt sker ég niður kjötið og blanda því saman við hrísgrjónin og borða þannig. Vill ekki vera að móðga neinn en maturinn hérna er ekkert to die for, kjötið yfirleitt frekar mikið eldað og þurrt þannig ég blanda alltaf öllu saman. Allavegana þá var epla og gulróta salat þarna á borðinu og eg skellti því bara líka á diskinn og blandaði saman. Þá kemur hosta til mín bara 'nei nei nei nei nei þú blandar ekki salati og kjöti saman!!' Ég meina hey, ég allavegana borðaði nóg af salati (hún segir oft að eg borði ekki nog af salati...sem er aðallega útaf þau láta lauk út í bókstaflega allt salat.)

Bílveiki, okei það er ekki eh menningalegt thing en ég ætla að segja ykkur frá minni skemmtilegu reynslu um daginn. Vorum semsagt að keyra heim af Afs námskeiðinu sem var í þorpi ca klukkutíma í burtu frá Annonay. Við skutluðum líka eh stelpu heim sem á heima í bæ 10 min frá þar sem ég bý. Vorum rétt ókominn í bæinn hennar þegar ég meikaði þetta ekki lengur og opnaði gluggann og var komin hálf út um hann. Fjölskyldan stoppaði þá bílinn og ég beið fyrir utan eitthvað íþróttahús in the middle of nowhere í 10 mín og jafnaði mig á meðan að þau skutluðu gjellunni heim. Ekki skemmtileg lífsreynsla. Það var kalt úti. Ældi samt ekki :)))))

Ómægat! Að standa upp fyrir kennurum er eitthvað sem ég mun aldrei venjast. Þetta er það heimskulegasta í heimi. Svo stundum hittir maður sama kennarann 2x á dag og þá veit ég ekkert hvort það eigi að standa upp eða ekki, ætla alltaf að fylgjast vel með og muna það fyrir næsta skipti en gleymi því alltaf. Fylgist bara með hvort að allur bekkurinn sé standandi og þá stend ég upp líka. Svo er það líka að kalla kennarana herra og frú, ég get það ekki. Þurfti samt nauðsynlega að tala við kennarann um daginn þannig eg sat bara og starði á hana þangað til hun horfði á mig og rétti þá upp hönd.

Þegar ég er að lesa yfir gömlu bloggin mín fatta ég hvað ég er búin að gleyma miklu. Gott að ég er dugleg að blogga ;) Til dæmis fólkið sem ég kynntist í skólanum í Normandie. Þau voru öll þvílíkt næs. Var búin að heyra að annaðhvort frakkar frá suður france eða norðurfrance séu meira næs heldur en frakkar frá hinum hlutanum, get enganveginn munað hvorum hlutanum, en ég ætla að halda fram að það sé fólk í norður hlutanum. Ekki að fólk hérna sé eitthvað ónæs, bara þússt.. öðruvísi næs. Ég átti allavegana franskt social life þar. Hér hef ég reyndar alveg frábæra skiptinema vini þannig ég ætla ekki að kvarta :)

Ég kom seint í skólann í gær. Þegar þú kemur seint í skólann þarftu að fara á skrifstofuna með svona bók sem allir fá og einhver yfirmaður þarf að skrifa undir og ástæðu og eitthvað þannig og þú þarft að sýna kennaranum. Ég allavegana fór þangað.. bara hálftíma of sein og sagði að ég hélt að tíminnn byrjaði klukkan 3 en ekki 2. Hann skrifaði eitthvað óskyljanlegt í bókina og ég fór upp og sýndi kennaranum og hún svona brosti. (hún btw hatar mig, skil ekki afhverju þar sem ég hef ekkert gert..bókstaflega ekkert) Eftir tímann spurði ég svo skiptinemann í bekknum mínum hvað þetta þýddi og það stóð semsagt að ég eigi erfiðleika með að skilja tímann (klukku). Þetta mun algjörlega hækka álit skólans á mér. Held btw að engum kennurum líki við mig í þessum skóla, nema mér var sagt að íþróttakennarinn gerir það. Sem er eiginlega andstæðan við heima þar sem íþróttir eru þar sem ég fæ yfirleitt lægstu einkannirnar. Nema í fyrra þar sem það var líka skriflegt próf.

Eitt annað við skólann. Það virðist bara vera hægt að hafa hvaða tíma sem þú vilt bara whenever you want. Svo þarf líka oft að bæta upp fyrir tíma sem falla niður. Eins og á mánudaginn þá áttum við að hafa einhvern tíma sem ég er ekki alveg viss ennþá um hvað er, en í staðinn var franska. Svo í dag þá áttum við að vera í 2 tíma frönsku en í staðinn fórum við með allt öðrum kennara í eh lítinn sal með öðrum bekk og þá var einhver læknir með fyrirlestur um að vera læknir. Svo á fimmtudögum og mánudögum eru einhverjir tímar sem eru bara stundum og ég veit ekki hvað.

Heyrðu þetta er bara orðið heljarinar blogg hjá mér, Samt finnst mér eins og ég sé ekki búin að vera að segja frá neinu eiginlega haha :S Kannski ég segji ykkur þá frá því sem er búið að vera að gerast í mínu mjög svo fabulous lífi hérna í næsta nágrenni við frönsku rivieruna ;) Um leið og ég skrifaði þetta blockaðist alveg á allt minnið mitt.

Ég fór á Afs námskeið um daginn sem var gaman. Það var ekki skilda fyrir skiptinemana að mæta en við vorum samt flest þarna og vorum eiginlega bara látin vera í eh leikjum alla helgina. Við gistum þarna eina nótt og auðvitað gerðum við eins og í hin skiptin og héldum 'partý' í herberginu mínu og 2 aðra stelpna um nóttina. Það sem var öðruvísi í þetta skipti var að sjálfboðaliðarnir gómuðu okkur. Það voru reyndar ungu sjálfboðaliðarnir þannig þeir sögðu okkur bara að tala lægra. Við gerðum það víst ekki þannig þeir komu aftur og ráku alla út, þá var fólk mjög frumlegt að fela sig undir rúmi haha! En afþví við erum badass þá héldum við bara áfram að party all night ;)

Á námskeiðinu fórum við líka í svona leik þar sem að við vorum að fara eitthvert og áttum að segja hvað við ætluðum að taka með okkur og sjálfboðaliðarnir ákváðu hvort við mættum taka það eða ekki. Eins og í öllum afs leikjum þá er alltaf eitthvað svona tricky thing við alla leiki og í þessum var það að hluturinn þurfti að byrja á sama staf og nafnið þitt. (það þurfti að segja hlutinn á frönsku td gæti ég ekki sagt sími útaf það byrjar ekki á s á frönsku) Eftir leikinn fór ég svo svakalega að pæla í því, hvað ef ég héti bara Þóra, eða Ösp eða eitthvað þannig. Mætti ég þá bara ekkert vera með? Afs þarf aðeins að endurskoða þessa leiki sína.




Fór til Lyon síðustu helgi og vitiði hvað, ég fór í h&m og keypti bara einn hlýrabol, og hann kostaði minna en 5 evrur! Er ég að sigrast á shopaholicismanum eða hvað? Fórum svo niðrí centre ville og þeir sem vita ekkert um Lyon þá eru 2 ár sem liggja í gegnum borgina og á ánum sigla bátar og þannig líka held ég. Allavegana þá fórum við á svona bar/kaffihús sem var inní bát. Það var kúl, lét mig næstum sakna Herjólfs, okei djók. Það sem Herjólfur hefur samt umfram þennan bát er klósettaðstaðan. Ég opnaði hurðina inná þetta klósett og það leið ekki eitt sekundubrot áður en ég var búin að loka aftur. Í fyrstalagi þá var pínu bil á milli hurðarinnar og veggsins. Í öðru lagi þá var ekki klósett heldur HOLA ofan í gólfið. OJJJJJJJ.

Í dag er miðvikudagur sem þýðir að ég var niðrí bæ með hinumskiptinemunum í dag. Það var sól úti sem ég var mjög glöð með. Við fórum í SuperU sem er supermarkaður, og keyptum að éta og fórum svo í svona almenningsgarð(park) og borðuðum úti. Það lookaði eins og rosalega góð hugmynd þar til allt í einu heyrðist svakalegt öskur og allir voru bara 'what the fuuuuck!!!' Greyið litli íslendingurinn hafði séð huuuge geitung og gat ekki hamið sig. Miðað við viðbrögð þeirra eftir að ég sagði þeim ástæðuna fyrir öskrunum þá er ég farin að kvíða því sem þau munu gera mér þegar það kemur sumar og það mun fjölga í skordýralífinu. Það er enganveginn þæginlegt að hafa fólk potandi grasstráum í sig þegar þú ert nýbúinn að ganga í gegnum svona svakalega hræðilegan atburð. Þá er minnsta snerting eins og risastórt skrímslaskordýr.

En já ég gafst semsagt upp á að nenna að lesa bloggið mitt allt uppá nýtt. Skil ekki hvernig þið nennið því öll, ég er stollt af ykkur sem nennið að fylgjast með mér.

ps. hvernig segir maður 'að nenna' á ensku, eða frönsku.. samt meira hvernig segir maður 'ég nenni þessu ekki.' Þetta er eitthvað sem er búið að hrjá mig í mjög langan tíma og ég get engan veginn útskýrt hversu meiningarríkt þetta orð er þegar ég er að reyna að spurja um þýðinguna. Og nei, fólk skilur ekki 'I don't nenn this'.. believe me I've tried.

Kanski ég segji ykkur frá páskunum. Í stuttumáli þá var ekki páskafrí nema á annan í páskum. Á laugardeginum fyrir páska fór ég til Valence í rigningu og borðaði ís í rigningu með Brasilíingi (hvernig segir maður hvað fólk frá brasilíu er? svona eins og 'íslendingur' og Ameríkana. Á páksadag fór ég með fjöllunni í matarboð og fékk lambakjöt í fyrsta skiptið síðan ég kom út.... ætla ekkert að prófa það aftur fyrr en ég kem heim. Íslenskt er best. Um kvöldið gisti ég svo hjá Isabelu og við fórum á eh diskó/ball með hostsystir hennar.. það er mjög öðruvísi heldur en á Íslandi.

Má samt ekki gleyma að segja hvernig ég náði næstum að brenna niður húsið. Don't worry, ég var ekki að reyna mig í eldamennsku, ég læt það alveg vera. Ég, Sophie og hostpabbinn skruppum semsagt úr matarboðinu útaf við gleymdum súkkulaði og ég þurfti að sækja föt útaf ég var að fara að gista hjá Isabelu. Ég ákvað svo að slétta toppinn minn þar sem ég hafði ekki tíma um morguninn. Á meðan ég var að bíða eftir að sléttujárnið hitnaði fór ég að laga pilsið mitt og náði að festa rennulásinn í bolinn og var svo að reyna að losa það þegar þau kölluðu á mig og sögðu að við værum að fara. Ég fór bara niður og fékk hjálp við pilsið og svo fórum við. Þurftum reyndar að stoppa á elliheimilinu sem hostpabbinn vinnur á útaf það voru einhverjir tæknilegir örðuleikar(?) í gangi. Ég var svo eitthvað að tala við Sophie um hárið á henni sem ég hafði krullað og fór svo að tala um krullujárnið og svo bara FOKKKK!! Sléttujárnið er ennþá í gangi heima. Náði svo með erfiðleikum að útskýra það fyrir henni..(kunni ekki að segja 'í gangi') og svo tóku við nokkrar stress mínutur á meðan hostpabbi bjargaði gamlafólkinu á elliheimilinu og svo brunuðum við heim og ég hljóp upp í mjög illa hitalyktandi herbergið mitt og slökkti á sléttujárninu.

Það leiðinlegasta við þetta allt er að ég náði ekki einusinni að slétta á mér toppinn :((

Þar sem í Frakklandi er ég algjör tossi og mjög líklega talin mjög heimsk af öllum kennurum og líklegast nemendum og bara öllum, þá þarf ég ekki að taka BacBlanc prófin í næstu viku (bacblanc = æfingarpróf fyrir alvöru prófin í júní. Allir læra heavy mikið fyrir þau en þau gilda samt ekki neitt....don't ask, c'est la france) Þannig að ég hef 3 vikna frí á næstunni og á laugardaginn held ég í ferðarlag norður á boginn. Nánar tiltekið til Béthune sem er rétt hjá Lille sem er ein af stóru borgum Frakklands. Er líka rétt hjá Belgíu. Ég á spænska vinkonu sem býr þar og ætla að vera hjá henni þangað til á fimmtudaginn í næstu viku. Ætlum einnig að skella okkur til Parísar í einn dag. Það verður stuð. Fínt að vera ekki gáfuð og best í öllu for once ;) Ok djók...ég er alltaf best í öllu ;)

Samt talandi um furðulega hluti við Frakkland, þá sérstaklega skólann, þá er setningin 'C'est la France (þetta er Frakkland)' afsökun fyrir öllu. Dæmi: Sp. Afhverju erum við allt í einu í þessum tíma núna en ekki hinum? Svar. Það veit ég ekki, þetta er Frakkland...

En ætli ég fari ekki að kveðja ykkur yndislegu lesendur.  Ég er alveg til í eins og eitt lítið comment frá öllum sem lesa þetta. Læt öll nöfn á þeim sem commenta í pott og dreg svo og tilkynni sigurvegara í næsta bloggi ;)

Sjáumst eftir bara 3 litla mánuði :OOOO

bæjooooooo

SVANA BJÖRK KOLBEINSDÓTTIR

ps. mér finnst mjööög gaman þegar það tekur hálfan próftímann bara að merkja prófið mitt útaf það þarf að láta eftirnafnið líka, og það er yfirleitt aldrei pláss fyrir allt eftirnafnið mitt.


Íspartý í rigningu

diskó stuð

sukkulaðifondu um páskana

páskahlutir 



9 ummæli:

  1. halloo :) skemmtilegt blogg :))
    ahaha ja culture thingy : þegar þú varst nykomin til frakklands og fekkst þér bara ehv salat með öllum matnum og allir sem voru a borðinu með þér bara :O og ehv.. hugsaði það allavega fyrst þegar eg las þetta :) hahah skil heldur ekkert i þér að nota ekki þessa holu þarna hahaha ! og þu þarft virkilega að komast yfir þessa hræðslu þína við skordýr... eeen eg hef eiginlega ekkert meira að skrifa nema þúst.. slakaðu á í latte-unum ;)hohoh
    en bæjosssssss :)))
    -beestie sem er bessssttt

    SvaraEyða
  2. Don´t feel like it, not now, don´t want to. I wouldn´t/cant´t bother.... t.d.
    Skemmtilegt blogg hjá þér eins og alltaf. Ég verð örugglega ein af þeim sem komast í undanúrslit í commenta-leiknum.
    Einn menningarmunurinn er að sjúga upp í nefið vs. snýta sér.
    LUV mammsla.

    SvaraEyða
  3. Skemmtilegt blogg hjá þér elskan, sé samt að ég fengi ekki mikið kúltúrsjokk að fara til Frakklands þar sem allt sem þú telur upp er eins í Þýskalandi....nema náttúrulega óskipulagið, það myndi aldrei líðast hér. Og vegirnir... ;) Hvernig er það samt eiginlega með þig, ertu ekki búin að kaupa ferðaveikistyggjó? Sýnist ég þurfa að senda til þín einn pakka! Og veist að það er STRANGLEGA BANNAÐ að vera í símanum eða á netinu í bíl ef maður vill sleppa við bílveikna!!!
    Ég tek ofan fyrir þér með H&M heimsóknina og bolinn... ertu búin að vera í þerapíu? Eða var mamma þín eitthvað sein að leggja inn á þig hehehehe ;)

    Kyzzz og knuzzz
    Svandís

    Ps. Varðandi "nennuna" þá nota ég held ég oftast "bother" eða "don't feel quite up to it" en eflaust eru óteljandi leiðir til að þýða þetta.


    SvaraEyða
    Svör
    1. Ég fór í apótekið að leita af ferðaveikistyggjói en það er bara ekki til.. á samt töflur en tek þær bara ef það er löng keyrsla. Og með h&m þá var það einmitt þannig, nema þegar ég kom heim og kveikti á facebook var ég með skilaboð um að þau væru búin að leggja inná mig þannig ég hefði getað keypt meira :P

      Eyða
  4. Hæbb, er líka búin að vera að pæla í hvernig nenna er á ensku, veit ekki hvað ég á að skrifa, skemmtó blogg bæjó,


    -Sigríður frænks

    SvaraEyða
  5. Ég komst í gengum þetta :PP Þúú borðar, gott að vita að þú lifir ;)) neei annars mjög flott blogg hjá þér. Skil þig alveg það er alveg hræðilegur atburður að sjá geitung!!:) oog bíddu hversu gáfað er fólkið þarna?? eða skilur þú ekki neitt í frönsku. Þú að versla ekkert, hver ertu orðin hvar er Svana sem gat ekki stigið inn í kringluna án þess að kaupa ehv hahaha ;) Annars hlakka rosa til að sjá nýju breytu Svönu eftir 3 mánuði, svo stutt:O:D
    Ps. Here is your comment ;)))
    -Bergey :)

    SvaraEyða
  6. Heyrðu ef ég vinn commentakeppnina þá vel ég að fá fljótt nýja bloggfærslu í verðlaun :)
    kv. Svandís

    SvaraEyða
  7. Sælar
    sé að þú hefur komið öllu menningarsjokkinu frá þér. Skordýr og þú minna mig bara á köngulóna á rey cup og ég heyri bara enn öskrin í þér síðan þá, þannig að ég held ég viti hvernig þetta hafi verið í garðinum með geitungnum. Hvernig gastu farið inn í H&M án þess að kaupa þér ekki meira enn einn bol haha ég allaveganna gat það ekki þegar ég var úti á spáni. Enn það þýðir ekkert að spurja mig um hvernig hvað sé á ensku það er allaveganna ekki mín sterkasta hlið :S Enn ég bíð spennt eftir sigurvegaranum í kommentakeppninni ég er allaveganna komin í úrslit :D haha djók. Jii það er svo stutt í að þú komir heim jeyyyjj ég er farin að hlakka til.
    við þurfum bráðlega að fara taka skype alltof langt síðan síðast
    Kv Bryndís Jóns

    SvaraEyða
  8. Lífinu fylgir mismunandi reynsla. Ég veit ekki hvað þú skorar á þig núna en ég fullvissa þig um að Dr White er rétta lausnin, þetta er stuttur vitnisburður minn. Ég er ánægður með að skrifa þetta vegna þess að ég fæ aftur frið í hjónabandi mínu, allt þökk sé frábærum manni að nafni Dr. White, hann hefur öflug töfrahjól sem hjálpa til við að samræma deilur milli mín og eiginmanns míns, maðurinn minn fór að heiman og bjó með öðru kona í 7 mánuði án þess að hugsa um mig og 4 ára dóttur okkar, fjárhagslega hef ég það gott vegna þess að ég er bankastjóri en ég þarf blíða umönnun mann en maðurinn minn er hvergi nærri, ég bið hann að koma nokkrum sinnum heim en hann gerir það ekki ekki gera neitt, ég bað meira að segja eldri bróður sinn um að hjálpa mér. Ég las vitnisburð manns sem lýsti því hvernig Dr. White hjálpaði til við að koma í veg fyrir að kona hans skildi við ástarsöguna, svo ég tók samband hans og útskýrði vandamál mín fyrir honum, hann sagði mér hvað þarf til að elska álög og ég gaf honum fjármálin til að versla í þrjá daga og maðurinn minn kom heim, allt þökk sé þér Dr White. Hafðu samband við hann til að fá hjálp: / WhatsApp: +17168691327: eða Netfang: wightmagicmaster@gmail.com: ef þú ert með tengsl eða lífsvanda hefur hann alls kyns galdra, til að lækna veikindi, skila fyrrverandi, til að sameina hjónaband þitt á ný, til að fá gott starf til að skila aftur týndum peningum þínum og annarri lausn.

    SvaraEyða