Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

fimmtudagur, 21. mars 2013

I Remember It All Too Well!

Já hæ!
Ég hef ákveðið að eyða þessu yndislega fimmtudagskvöldi í að skrifa blogg. Ekki að mér finnist gaman að því en þússt, I'm doing it for the people eða eitthvað þannig ;)

Titillinn í blogginu er btw tilvísun í All too well með Taylor Swift, ég er ekki að meina að ég muni hvað ég er búin að vera að gera því það geri ég sko alls ekki!

Rakel semsagt kom til mín fyrstu vikuna í mars. Sú vika var snilld! Lentum meðal annars í því að verða fyrir mandarínubörkakasti, fórum í kjólum til Lyon og komumst að því að Starbucks starfsmenn eru ekkert að fíla íslensk nöfn eins og Þjóðhildur. Við fórum líka á skauta með nokkrum af Afs stelpunum hérna. Það gekk vel. Vil taka það fram að ég var held ég 10 ára þegar ég fór síðast á skauta. Leitin af skautahöllinni gekk líka skrautlega. Löbbuðum svakalegan hring í kringum Valence í örugglega klukkutíma, komumst svo að því að skautahöllin var bara þarna í 10 min fjarlægð eða eitthvað :s Svo var líka búð sem stóð framaná að þau seldu Ben&Jerry's ís, en svo bara gerðu þau það ekki.. Lygarar!!!

Við bökuðum líka kökur. Eða vandræði eins og sumir mundu örugglega kalla það. Vorum með 2 kökur á hold í einu útaf við áttum ekki bökunarpappír fyrir marengsinn og ekki egg fyrir sukkulaðikökuna. En þetta bragðaðist svona lika rosalega vel eftir allt vesenið. En svo fór Rakel og ég var það almennileg að fylgja henni til Lyon þar sem við borðuðum á svaka spes stað. Bara svona miðaldra karlmenn í flíspeysum að vinna þar.. það yrði pottþétt ekki leyft heima ef femínistafélag íslands eða whatever hefði eitthvað með það að segja. Við erum samt vissar um að þessi staður breytist í strippstað á kvöldin. Ég var líka það yndæl að bíða með Rakel þangað til að lestin hennar kæmi upp, og á meðan sáum við svaka heavymetal kall og dóttur hans eða mjög unga kærustu sem héldu á skilti að bíða eftir fólki en það vildi enginn koma til þeirra. Rakel var líka alveg að fíla alla stráka athyglina sem 'hún' fékk hérna, ekkert lítið af bílum sem stunda það að flauta hér ;)

 Svo verð ég nú líka að minnast á það þegar 'sumir' voru aðeins að kíkja á Rugbykappana í gegnum litla holu á ógeðslegum vegg. Íslenskar stelpur í hnotskurn. Ég stóð þarna og beið á meðan að Rebbinn kláraði af sér og sé ég ekki ljótustu og ógeðslegustu könguló í heimi. Ég geri auðvitað það fyrsta sem heilvita manneskja gerir þegar hún sér könguló, sem er að öskra ógeðslega hátt og hlaupa í burtu! En þá heyrast svakaleg óhljóð í Rakel og hún hleypur ca 100 metra í burtu, snýr sér svo við og spyr mig; 'Afhverju varstu að öskra?' Hún er pínu slow greyið.. En það var samt gaman að hafa hana.
Þegar ég sagði skiptinemavinum mínum þessa sögu gerðu þau bara grín af mér að vera hrædd við einhverja litla könguló, en hún var sko bara ekkert lítil. Hún var allavegana 5 cm eða eh og fyrir mér er það stórt! Ekki mér að kenna að þau séu öll frá heitu löndunum og ég sé bara lítill íslenskur víkingur sem hatar allan svona viðbjóð.

Í síðustu viku byrjaði svo skólinn aftur.. oh joy. Get ekki sagt það að ég sé að dúxa í skólanum hérna, þótt ég hafi nú reyndar fengið 0.5 í prófi um daginn. Mjög stolt af því, frekar gott miðað við að hafa gleymt orðabókinni heima. Gleymdi henni svo reyndar aftur á þriðjudaginn og þá var landafræði próf þar sem flestar spurningarnar voru skilgreiningar á orðum sem ég hef bara aldrei séð áður.. Það verður gaman að fá þá einkunn. Orðabókin er btw komin ofan í tösku núna. Reyndar þá erum við bekkurinn að taka þátt í eh smásögukeppni eða eh þannig, í ensku. Ég og Merilin (Eistland) og Vicky (Nýja-Sjáland) megum keppa um eitt pláss í þessari keppni þar sem við erum betri en hinir í ensku, (bekkurinn má senda 3 sögur í aðalkeppnina) og við skiluðum um daginn svona drafti af sögunni og ég get sagt ykkur það með stolti að kennarinn kommentaði minna á mína sögu heldur en Vickyar sem er enskumælandi! Djöfull ætla ég að rústa þessari keppni.. samt ekki þar sem sagan mín er hörmung og hennar er eins og eftir einhvern svakalegan málfræðing með margra ára reynslu í skriftum.

Á sunnudaginn í síðustuviku fór ég á fótboltaleik. Það væri ekki frásögu færandi en vitiði hver var að spila? Enginn annar en David Beckham. Og já, hann er svona sætur í alvöru. Ég á mynd af mér með honum! ;) Leikurinn however, af einhverjum ástæðum þá fékk eitt liðið víti, og það var tekið tvisvar, veit ekki afhverju. Gæjinn skoraði í bæði skiptið en liðið fékk eitt mark. Kanski er eitthvað langt síðan ég horfði á leik eða æfði fótbolta, en ég er nokkuð viss um að það sé ekki þannig á Íslandi. Eftir leikinn vorum við svo föst í umferðateppu í klukkutíma, hreyfðumst ca 10 metra eða eh, það var mesta skemmtunin verð ég að segja. Sérstaklega þar sem að það var enginn bíll á hinni akgreininni og ég veit að hann faðir minn hefði nú ekki verið lengi að smella sér yfir og keyra í burtu.

Í þessari viku er svo búið að vera sól og í kringum 15 stiga hiti á hverjum degi. Get ekki sagt að ég sé að hata það. En ég er aftur á móti alls ekkert að fíla það sem fylgir sólinni. Sem eru pöddur, og geitungar og EÐLUR. OJJJ HVAÐ ER ÞAÐ?? Ef þetta er að fara að breytast í eh skordýra bú hérna í sumar þá er ég komin með fyrsta flugi heim.

Í gær var svo skiptinemamiðvikudagur eins og ég kýs að kalla það. Það felst yfirleitt í því að fara út að borða á Chez Tony sem er alveg frábær skyndibitastaður, og svo velja á milli tveggja kaffihúsa sem eru btw hlið við hlið, til að sitja inná restina af deginum og tala saman. En í gær var öðruvísi. Í fyrstalagi útaf það var sól, og í öðru lagi útaf við vorum að halda uppá afmælið hjá Marinu. Við fórum að borða og svo eftir matinn vorum ég og Isabela rosa lúmskar á því og þurftum að fara á pósthúsið.. sem við fórum reyndar svo á haha. En allavegana þá fundum við um daginn rosa skemmtilega 'dónabúð' eins og systir mín mundi kalla það. Auðvitað var förinni heitið þangað og þar keyptum við afmælisgjöf. Svo vorum við líka rosa sætar og keyptum köku. Marina var ekkert smá glöð með gjöfina haha! Restina af deginum sátum við svo úti í sólinni og ég er ekki frá því að tanstigið mitt hafi hækkað um nokkur stig. Eða þússt ekki..

Í dag var ég svo í badminton í skólanum. Var þvílíkt að vona að það yrði eins og með fótboltann. Að allt í einu yrði ég bara stórstjarna. En nei. Badminton er eitthvað sem ég mun alltaf vera hörmung í, sama hvar í heiminum ég er stödd þá get ég treyst á það. Samt skárra heldur en það sem við erum að fara að gera eftir nokkrar vikur. Hlaup, úti, í 2 tíma, úti.. í sólinni. Óguð ég mun deyja úr ofhitnun og vökvaskorti og bara öllu svona sem íslendingar eru ekki vanir.

ps. Ég sagði badminton ekki tennis! Hellyeah ég er að læra eitthvað hérna!

Ég ætla líka að segja ykkur frá frábærlega símaævintýrinu mínu. Var svo svakalega heppin að lenda í því á mánudaginn í síðustu viku að leggja símann minn á borðið sem við sátum við úti í hádeginu. Snéri mér svo við og hef örugglega olnbogaskotað símann eða eh þannig. Allavegana það næsta sem ég veit er að síminn er á jörðinni með skjáinn niður (iphone) og ég sem tók hulstrið af deginum áður, go Svana.. Auðvitað var síminn brotinn jess mig langaði að gráta. Eyddi öllum deginum með fýlu svip og sagði öllum sem nenntu að heyra um hvernig barnið mitt var lasið.

Á miðvikudaginn í síðustu viku fór ég svo með elsku litla barnið mitt á símaspítalann, sem var reyndar bara eh búlla sem ég var ekki alveg á því að treysta.. Enda treystir maður ekki hverjum sem er fyrir barninu sínu. En ok ég skildi símann þar eftir og við tók erfiðasti klukkutími lífsmíns. Biðin var hræðileg, yrði í lagi með elsku barnið mitt? Veit ekki hvað ég spurði mig þessa spurningu oft. Allavegana þá náði ég í símann og hann virkaði og nýr skjár og læti. Tók svo eftir því eftir smá að skjárinn var hærri öðru meginn og auðvitað pirraði það mig ogeðslega mikið en sjens að ég færi aftir með símann minn þangað! Það endist þangað til í dag þegar ég drullaðist aftur í búðina og í þetta skipti þurfti ég að skilja símann eftir í heila 3 KLUKKUTÍMA! Helvítis skóli. En allavegana fór svo eftir skóla og náði í símann og hann var lagaður og fínn. Kveikti svo á honum og þá vildi simkoritð ekki virka. Omg þá var ég pirruð. reyndi í svona hálftíma með bæði íslenska og franska kortinu en nei. Ákvað þá að fara aftur í búðina í 3. skiptið og sagði eins og hálfviti á minni frábæru frönsku 'síminn minn virkar ekki'. Heyrðu nei, þá virkaði síminn bara ekki útaf það átti eftir að réttstilla klukkuna og ég var nottla alltof löt til að gera það áður. Heimskulegt right? Ég labbaði bara útúr búðinni eins og fífl, kallinn þekkir mig örugglega núna og ég ætla aldrei aftur inní þessa búð. Einsgott að ég sé ekki ennþá ljóshærð, því þá væri þetta sko ljóskulegt.

Á morgunn byrja ég svo ekki í skólanum fyrr en klukkan 2! Vanalega byrja ég klukkan 1 en núna er eh breytingar eins og alltaf. Ég elska að geta sofið út 4 daga í röð hérna. Ég semsagt byrja í skólanum klukkan 11 á mánudögum, 8 á þriðjudögum og miðvikudögum (ó það sem ég hata þriðjudaga mikið), 9 á fimmtudögum og svo 1 á föstudögum. Get samt nokkurnveginn fullyrt það að ég mundi alveg bítta á því að mæta í skólann klukkan 8 á hverjum degi ef ég mætti sleppa frönskutímum, þá sérstaklega þessum 2 tíma löngu þar sem kennarinn gjörsamlega analyzar einhverja fornalda texta í rætur.

Ég átti að sjá um matinn um daginn útaf það var bara ég og 3 litlu hostsystur minar heima. Keyptum bara pizzadeig útaf ég get ekki eldað til að bjarga lífi mínu. Allavegana þá var ég bara eh að græja pizzuna og kalla á stelpurnar til að spurja hvað þær vilji á, ákveð svo bara að setja bara það sem ég vil útaf þær voru ekki að nenna að svara mér. Setti bara skinku pepperoni kjulla og þannig venjulega hluti. En svo kemur 14 ára hostsystir mín og stendur fyrir aftan mig og horfir á mig eins og ég sé bara furðulegasta manneskja í heiminum. 'Ætlaru að blanda öllu kjötinu saman??' Hefðuð svo átt að sjá svipinn á henni þegar ég opnaði rjómaostinn.. Ég sem hélt að frakkar væru allir í ostinum. Þeir geta bara átt sig með sínar pizzur með eggjum og lauk, og KARTÖFLUM. Sorry en oj.

Ég reyndar eldaði með Rakel hérna um daginn. Það var alveg ljúffengt. Kunni ekki alveg að gera sósu en hellti bara rjóma þangað til að þetta fór að looka. Bætti svo við smá ekki nógsoðnum hrísgrjónum og kartöflum og kjöti og henti í skál. Þetta var bara besti matur sko.. þússt ef þú ert að smakka mat í fyrstaskiptið eða eitthvað þannig.

En vá, í dag þá var ég inná bókasafni og það voru svona landakortafræðibækur um evrópu, og það var ein bók sem var um norðurevrópu. Ég opnaði bókina en nei þá er Ísland bara ekkert í henni. Hvað er það? Ekki nóg með það að Ísland sé ekki í bókinni, nei þá sko ERU Færeyjar í bókinni, uu ha? Færeyjar er ekki einusinni alvöru land. In the defence of the book þá var þetta útgefið af evrópusambandinu eða eitthvað þannig og Noregur var ekki heldur þarna, en common, maður gefur ekki út bók um Norður Evrópu og sleppir aðallandinu, það ætti að setja reglur um svona hluti.

Um helgina er ég svo að fara á Afs helgi sem verður fjör og svo eftir 3 vikur þá fer ég í næstum mánaðar frí! Afhverju næstum, já það er afþví að sko það er frí í skólanum 20 apríl - 5 mai. En þar sem ég er svo alltof góð í frönsku og þannig þá þarf ég ekki að taka Bac Blanc prófin, sem eru æfingarpróf fyrir lokaprófin, og þá fer ég í frí 14. apríl. Svo eftir fríið, þá er skóli í 2 daga (mánud og þriðjud) og svo frí þangað til á mánudaginn í vikunni eftir. Þannig það verður ljúft. Er svona að plana hvað ég ætla að gera, skrifa um það í næsta bloggi.

Og já það var sagt við mig mikið áður en ég fór að það væri vond lykt af frökkum og þannig, vildi bara segja ykkur að það eru flestallir með svitasprey í töskunni sinni og hika ekkert við að spreyja bara eins og hálfum lítra á sig inná milli tíma.

C'est La France 

kveðjustund :///

<3

meðidda

fótbolti




En núna ætla ég að kveðja ykkur kæru lesendur mínir. Ég mæli sterklega með því að þið skiljið eftir eins og eitt fallegt og sætt comment hérna fyrir neðan.. Má reyndar alveg vera stórt og ljótt líka ef þið viljið.

Og ef það er mikið af tölvuheftu fólki að lesa þetta og kann ekki að commenta. (MAMMA) Þá er svona thingy fyrir held ég neðan þar sem maður skrifar commentið, og þið veljið 'Anonymous' þar. En það á samt að setja nafnið sitt þá í commentið svo að þið lookið ekki bara eins og eh creep.

Njótiði páskafríisins þarna heima þar sem ég fæ ekkert páskafrí! Megið endilega senda mér páskaegg ef þið eigið auka, og líka ef þið eigið ekki auka, þá getiði bara splæst í eitt handa mér ;)

Sjáááááumst!!!

ps. Kem víst ekki til Íslands fyrr en 8.júlí, leiðinlegt fyrir ykkur.


















laugardagur, 2. mars 2013

Gleðilegan mars og til hamingju með febrúar.

Hæ ég náði að gera stuttblogg!! Til hamingju ég, til hamingju allir. 

Góðan og blessaðan daginn elsku lesendur! .. Eða góða kvöldið, fer eftir hvenær þið eruð að lesa þetta. Í dag er 2. mars. Mars? wtf, síðan hvenær? Hvenær sagði ég að það mætti vera kominn mars? Getum við ekki spólað til baka bara aðeins? En samt ekki spóla til baka, þá væri ég ekki búin að gera allt sem ég er búin að gera. En samt, núna eru bara rétt rúmir 4 mánuðir þangað til að ég kem heim. Ég get ekki sagt að ég sé eh spennt fyrir að koma heim. 

Allavegana, þá er ég núna í 2 vikna fríi frá skólanum og er það hálfnað akkurat í dag. Skólinn gengur alveg frábærlega vel. Ég er til dæmis orðin voðalega góð í að skrifa litrík bréf og svo fékk ég 7 í prófi um daginn! Já ég er stollt af því að hafa fengið 7. Skiptir engu máli að það hafi verið 7/20. 7 er alltaf 7. Þar sem að Frakkar eru eiginlega bar hörmung í ensku þá gerði ég ráð fyrir því að fá góðar einkunnir í ensku. En nei þá annaðhvort eru prófin þannig að það eigi að þýða eh svakalega málfræðileg orð eða þá að kennarinn lætur skiptinemana gera prófið á frönsku. Þannig ég er enganveginn að meika það í skólanum. Nema í fótbolta, þá er ég sko stjarnan. Samt ekki, hinir eru bara ennþá meiri hörmung, hvernig sem það er hægt haha! Held reyndar að við séum alveg að verða búin í fótbolta og þá förum við að hlaupa. Oh joy.

Á sunnudaginn fyrir 2 vikum fór ég á skíði í fyrsta skiptið. Ómægat. Á meðan við skíðuðum á jafnsléttu þá náði ég að halda mér uppi eins og sannur íslendingur. En svo kom svona pínuponuslítil brekka sem var eiginlega samt bara slétt, samt ekki. Ég er ekki að segja að ég hafi verið í erfiðleikum með að halda mér uppi, en einhverra hluta vegna endaði það með því að lopapeysan mín var öll út í snjó. Ég ætla allavegana aldrei aftur á skíði. 

Um daginn þá fór ég til Lyon með 9 öðrum skiptinemum frá allstaðar. Það var þvílíkt stuð. Hahah byrjuðum á því að skrifa niður símanúmerið hjá bandaríska stráknum á fullt af miðum og svo fóru ég og 3 aðrar stelpur upp af strákum og töluðum Call me maybe til þeirra og réttum þeim númerið. Allir strákarnir voru með sömu viðbrögðin. Störðu á okkur eins og við værum kolklikkaðar. Þetta var samt þvílíkt fyndið og ég held að einhver eigi video af þessu! En við allavegana löbbuðum um Lyon og afþví að það voru stelpur í miklum meirihluta þá var auðvitað farin smá hópferð í H&M. Get sko sagt það að ég var fyrst til að klára! Á undir klukkutíma og undir 100€! Sjens að ég nennti að fara að bíða í milljón langri biðröð eftir mátunarklefum. Fann mér bara rosalega flott horn og mátaði þar. Þessir útlendingar sko.. kunna ekkert að versla. 

Það var líka filmfestival í Annonay um daginn. Fullt af útlenskum myndum. Ég fór á 3, eina bandaríska, eina breska og eina danska. Finally hægt að fara í bíó sem er ekki talsett á frönsku. Ég líka skildi pínu í dönsku myndinni jeij. Skildi reyndar bara eina manneskju og stundum en só. 

Núna er ég eins og ég sagði í 2 vikna vetrarfríi. Er búin að gera voðalega lítið. Fór í eh partý með Sophie á mánudaginn, og ég lét ekki sækja mig fyrr í þetta skiptið! Svo á fimmtudaginn hitti ég David og Isabelu og við vorum ekkert að breyta af vananum og fórum á kaffihús. Fengum WiFið á kaffihúsinu um daginn haha, þetta er aðal hangout pleisið í bænum sko. Hina dagana er ég svo bara búin að hanga heima í náttfötum og gera ekki neitt. Eða jú ég fór áðan út í búð. Svo er ég búin að taka svakalegum píanóframförum í dag með hjálp youtube. Spilaði líka Fur Elise í næstum 20 mínutur samfellt. Ég veit, I live such an interesting life! Heyrðu, ég gleymi alveg einu svakalegu. Ég tók til í herberginu mínu í gær!! Óumbeðin, whaaat?

Miðvikudagurinn í síðustuviku var svakalegur. Eins og alltaf á miðvikudögum þá hittumst við allir skiptinemarnir og svo þurfti einn að fara inní eh búð þannig við öll hin biðum fyrir utan í eh tröppum. Við höfðum rosalega mikið að gera sko... enduðum með því að ég, Marina og David giftum okkur. Öll. Við erum mjög hamingjusöm. Allar gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en þið getið.... ok who am I kidding. Vinsamlegast hafið samband á facebook með hvert þið megið senda gjafirnar. Enjá stundum er ekkert að gera og þá er alltaf gaman að fá svona skemmtilegar hugmyndir. 

Á morgunn er svo Rakel að koma til mín og þá verður stuð! Ætlum til Lyon á miðvikudaginn að mála bæinn rauðan (er það ekki eh svona flott máltak?) Þannig þangað til á föstudaginn ætla ég sko að njóta þess að tala íslensku. Greyið Rakel, hún mun þurfa eyrnahvíld í marga daga eftirá. 

En ég nenni ekki að skrifa meira.. veit ekkert hvað ég er búin að gera.. Efast um að ég nenni að skrifa aftur bráðlega. Það var rosa spennandi svona fyrsta mánuðinn að hafa blogg, núna er þetta þússt eins og heimavinna eða eh. Ok reyndar, ég mundi frekar gera heimavinnuna heldur en að skrifa blogg.. ekki að ég sé eh að gera heimavinnuna mína hérna ;)

a la prochain fois! 

SVANA BJÖRK KOLBEINSDÓTTIR.

<3