Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

sunnudagur, 28. október 2012

afshelgi;nyfjolskylda og meiragaman

booooonjour

hae, eg aetla ad gera blogg utaf mer leidist, vonandi verda allir tvilikt anaegdir med thad. Samt eins og thid sjaid tha er eg ekki med islenskt lyklabord utaf eg er ekki enntha med net i tolvunni minni thannig ad eg a orugglega eftir ad ruglast eh utaf stafirnir eru a vitlausum stad herna. Eg lika nenni ekki ad fara eftir dogum, adallega utaf eg man ekkert hvad gerdist hvada dag, ekki ad thad se eh merkilegt sem eg er buin ad vera ad gera..
Sidast thegar eg skrifadi var eg ad koma fra Lyon sem var gaman og thad var tvilikt heitt tha; annad en nuna.. Helgina eftir thad minnir mig ad eg hafi farid til Annonay med David fra Usa og vid vorum bara eh ad labba thar um og skoda i budunum. Eg er samt byrjud ad spara nuna. Virku dagarnir eru allir voda eins bara, eg vakna og geri ekki neitt, fer stundum med Francoise uti bud eda eh. Eda ju eg reyndar bakadi bananabraud um daginn, alveg sjalf og thad var allt i lagi med thad.
Einhvern midvikudaginn aetladi eg ad hitta Afs krakkana en svo komust thau ekkert thannig eg for bara ein i baejinn og rolti i nokkrar budir og hjekk svo a mcdonalds i 3 klukkutima utaf thad er fritt WiFi thar haha. En ef eh sem er ad lesa thetta aetlar ad fara a mcdonalds i frakklandi til ad kaupa ser latte tha er ekki haegt ad fa karmellulatte. Thegar eg sagdi thad vid kallinn tha bara horfdi hann a mig og sagdi; Carmel? in the coffee? why? haha. Eg samt reyndi ad panta a fronsku en hann breytti bara yfir i ensku, hefur greinilega fundist franskan min frekar slaem..

Sidustu helgi for eg svo a 6 week camp i Afs sem var haldid i chateau herna rett hja, thott thetta var ekkert neitt svakalega kastalegt hùs, en thad var samt tvilikt erfitt ad rata inni tvi og eg villtist 2x tharna inni, samt sem betur fer ekki ein tvi tha hefdi eg verid hraedd. Eg var i herbergi med stelpu fra italiu og vid vorum svo heppnar ad fa orugglega staersta herbergid. Eg og Isabela maettum reyndar adeins og seint en thad var orugglega i lagi, allavegana ekki sagt neitt vid okkur utad tvi. Thad fyrsta sem eg sa thegar eg kom thangad var stelpa i Volcano kapu, mer fannst thad gedveikt og svo kom i ljos ad hun for til islands sem skiptinemi og lika einn annar strakur sem var tharna thannig eg gat talad helling a islensku thessa helgi; thott eg hafi stundum ruglast haha.  Vid forum oll upp i eh sal eda eh thannig og vid attum ad gera kynningu um landid okkar og fengum spurningar a fronsku sem vid attum ad svara og svo standa fyrir framan alla og segja fra svorunum og thannig. Tharna var mjog fint ad thad var folk sem taladi islensku tvi tha thurftu ekki allir hinir ad vita ad eg thurfti ad lata thyda fyrir mig gjorsamlega hvert einasta ord sem stod a thessu bladi, en eg allavegana gat nokkurnvegin svarad spurningunum og gerdi svo svona presentation a blandadri fronsku og ensku, og teiknadi lika rosa fina mynd af islandi a tofluna til ad merkja stadina inn. Eftir thad attum vid ad gera eins og a namskeidinu heima og skrifa bref til okkar sjalfs sem vid faum tegar vid forum heim, og eg var alveg jafn hugmyndalaus nuna og i juni thannig mitt er ekkert mjog ahugavert.
Svo var matur og eg man ekkert hvad var i matinn, en eg man ad eg nadi ad sulla nidur 2x ( sulladi samtals 6x thessa helgi..). Eg sat a bordi med krokkum fra sudurameriku, bandarikjunum og tekklandi minnir mig og eg eyddi orugglega halfum matartimanum i ad reyna ad utskyra fyrir teim hvernig eftirnofn a Islandi virka, eg held ad allavegana 2 af teim hafi nad ad skilja haha, en thetta er eh sem eg er buin ad reyna ad utskyra fyrir fullt af folki og enginn skilur.
Um kvoldid forum vid svo i eh svaka spes leik sem eg kann ekki ad utskyra og svo voru sumir krakkarnir med atridi, ekki eg. Svo tokum vid video af okkur ollum tala a okkar tungumalum. Um kvoldid attum vid svo ad fara ad sofa kl 12 en aftvi vid erum svo badass tha for meirihlutinn af okkur inni eitt herbergi eh ad tala til 2, svo thogdu alltaf allir thegar hurdin opnadist haha ef thad mundi vera sjalfbodalidi ad skamma okkur ;p
Daginn eftir voknudum vid kl 8.. stud og tha var talad vid okkur um reglurnar ofl og svo skipt i hopa og vid attum ad svara eh spurningum og thannig fjor. Svo var hadegismatur og eftir hann vorum vid bara eh oll ad tala og taka helling af myndum. Svo hitti eg nyju fjolskylduna mina sem virdist vera voda fin ;)

I gaer for eg svo til Annonay i bio a nyju James Bond a fronsku med Isabelu og Kobi fra brasiliu og ghana, eg skildi samt voda litid og thetta var ekki skemmtileg mynd, mer fannst samt rosa gaman ad tau vaeru baedi ad frjosa ur kulda en ekki eg haha. En i dag er snjor sem er alls ekki gaman og hann ma bara drulla ser i burtu helst nuna.  Tvilikt skrytid, a fimmtudaginn var eg ad steikjast ur hita a stuttermabol og nuna er ogedis snjor.

Allavegana a thridjudaginn tha er eg ad fara til fjolskyldu i Annonay, loksins. i fjolskyldunni er pabbi sem for til islands sem skiptinemi, mamma og 5 stelpur sem eru 5, 10, 13,16,21 ara, en thessi elsta byr ekki hja teim. Thau bua i Annonay sem er semi stor baer herna rett hja og er klukkutima fra Lyon. Thad er reyndar fri i ollum skolum i Frakklandi naestu 2 vikur thannig eg byrja bara i skolanum tha, og eg held ad eg se ad fara i einkaskola sem er kul ;)

En aetla ekki ad hafa thetta lengra svo eg drepi ykkur ekki ur lestri eins og sidast

baaaaeeejo

SvanaBjork

fimmtudagur, 11. október 2012

Pinu stort update!


Ætla að byrja á að afsaka mig fyrir bloggleysi, en ég er ekki búin að getað nettengt tölvuna mina í næstum 2 vikur og þetta fína blog er búið að bíða ykkar hérna í svolitinn tíma. Ég fattaði svo í gær að ég gæti fært þetta á milli í flakkaranum en þá kann ég bara ekkert á hann þannig að eg keypti usb lykil í dag.

Miðvikud 19.sept
Fór Í skólann til 12 afþví þannig er það allstaðar í Frakkandi á miðvikudögum. Fór svo með Juliette og Valerie í eh svona hagkaups búð og skemmti mer bara við að máta barnaskó, rosa stuð. Þegar við forum svo aftur heim þá þurfti Juliette að læra þannig ég fór ein niðrí bæ. Kíkti aðeins í búðirnar og ætlaði svo að taka strætó heim, það var búið að útskyra mjög vel fyrir mér hvernig ég ætti að gera það. En ég náði auðvitað að taka vitlausan strætó og rúntaði í honum í rúmlega halftima alveg að deyja úr bílveiki. Ekki gaman.


Fimmtudagur 20. Sept.
Þessi dagur hlýtur að hafa verið alveg hundleiðinlegur útaf ég get enganvegin munað hvað ég gerði.. Fór allavegana í landafræði á ensku þar sem við vorum að læra um global eh og fyrirtæki sem eiga að gera heiminn að þorpi eða eh þannig sniðugt og svo 2 tíma gat þar sem ég reyndi að læra frönsku og svo landafræði á frönsku. Svo fór ég í mat, og það er alltaf svaka hlaðborð eða eh þannig í hadeginu í skólanum, og ég fékk ekkert matarkort þannig eg þarf alltaf að láta eh segja konunni að skrifa nafnið mitt fyrir mig. Eftir hádegi fór ég svo í enskar bókmenntir þar sem ég og Chloé vorum að gera verkefni um ‘Odd Couples’ og við völdum Fríðu og Dýrið.



Föstudagur 21. September
Fór í skólan klukkan 8 í heimspeki tíma, ég hef ekki hugmynd um hvað er í gangi þar og þarf sem betur fer ekki að mæta í alla tímana, annars væri stílabókin mín orðin að listaverki þar sem ég geri voða lítið annað en að teikna í þessum tímum. Fór svo í 2 tíma landafræði tíma á frönsku þar sem þau eru að læra um Rússland og öll kortin sem þau fá snúa að Rússlandi og ég var í svona 10 minutur bara að fatta hvernig kortið snéri. Þau gerðu svo eh verkefni og ég sat og reyndi að þýða spurningarnar með orðabókinni en þær meikuðu 0 sens þannig eg hætti því og gerði ekki neitt. Fór svo í ensku þar sem að voru eh svakalegar debates (rökræður?) um fjölmiðla útaf það er það sem við erum að læra um. Ég er rosa glöð að ég er ein af fáum sem enskukennarinn veit hvað heitir, og hann meirasegja ber nafnið mitt rétt fram. Fór svo í þýsku, á frönsku, ég held þau séu að sagnbeygja, ef að það er orð. Allavegana svona Ég er, þú ert, við erum….
Eftir hádegi var ég svo í gati í 3 tíma og fór með Anne-Lise og eh strak sem eg man ekki hvað heitir niðí bæ útaf okkur langaði að fara í eina snyrtivörubúð, og strakurinn beið fyrir utan haha. Við vorum að tala a ensku inní buðinni og Anne-Lise sagði að eh konur væru að tala um okkur og hvað við værum sætar og svo komu þær og sögðu ‘Bon Voyage’ við okkur. Fórum svo aftur uppí skóla og þá var 2 tíma tónlistartími, ojbara. Þau semsagt læra um Pink Floyd í klukkutíma, svo er pása í 5 minutur og svo syngja þau á frönsku í klukkutíma. Mér leiddist í 2 tíma. Um kvöldið fór ég svo út með Anne-Lise, Elise og 2 öðrum stelpum sem að eg kann hvorki að segja nöfnin á eða stafa. Við löbbuðum eh niðrí bæinn sem var fínt en ég mátti bara vera til 11 þannig að Valerie kom að sækja mig þá.

Laugardagur 22.sept
Fór með Juliette og vinkonum hennar, Charlene & Axelle í lítið Tivoli ca 40 minutum fyrir utan bæinn, það var pinu kalt og heitt þennan dag þannig eg var alltaf að fara úr og í jakkann. Við forum í eh nokkur tæki og eg var rosa stolt að vera búin að fara með í þau öll, svo ákváðu þær að fara í svona víkingabát, ekki sjens að ég færi með í það. Þannig ég beið bara fyrir framan haha. En ég fór samt í stæðsta tækið þarna sem að ég held að sé svipað og sleggjan í smáralindinni nema að það er stærra og hærra. Fórum líka í bíó í tívolíinu á eh teiknimynd sem var í svona 15 min. Við vorum þarna til svona 5 held ég og þá forum við heim til Axelle og húsið hennar er svoo risastórt og flott, vá það er geðveikt og herbergið hennar þvilikt flott líka. Við allavegana forum í Wii þar í eh dansleik sem ég tapaði í útaf þær eru greinilega oft í þessu og kunna þetta utanaf, og ein önnur vinkona þeirra, Camille held eg, kom lika. Svo borðuðum við kvöldmat þar sem var Crepes, og það var fullt af áleggjum þarna og eg vissi ekkert hvað maður átti að gera þannig eg setti sultu og ost og eh og alltieinu voru allir að horfa á mig og spurðu svo hvort þetta væri eh islensk hefð, og eg þurfti að viðurkenna að eg hefði ekki hugmynd um hvað ég væri að gera haha. Við svo ætluðum að horfa á mynd en myndin nottla þurfti að vera með frönskum texta og þær fundu enga góða þannig á netinu þannig við bara forum að sofa.

Sunndagur 23.sept
Vöknuðum um 10 held ég og Valerie kom og sótti mig og Juliette bara stuttu eftir það. Ég fór svo með Valerie í bæinn á eh markað þar sem folk er að selja notaða hluti sem það er hætt að nota, eg keypti ekki neitt en þetta var samt alveg þvilikt stórt svæði sem markaðurinn var á. Við svo löbbuðum framhjá eh kirkju og ég spurði hvort þetta væri Kristin kirkja og þá vildi Valerie endilega sýna mer inní kirkjuna og lika eina aðra og þær voru þvilikt stórar og flottar og allt öðruvísi en í Eyjum.

Mánudagur 24. Sept
Mætti klukkan 10 I skolann þennan dag sem var æði fyrir utan að eg þurfti að taka strætó ein I skolann, stræto bilstjorinn var ekkert rosaglaður þegar eg ýtti á stopp takkann 2 sek áður en eg ætlaði út. Ég fór í ensku og við fengum próf sem var þannig að við áttum að lýsa eh forsíðum á mismunandi blöðum og eh þannig. Allir skrifuðu með svakalegri skrautskrift allavegana eina blaðsíðu á meðan ég skrifaði með pinulitilli og ljótri venjulegri skrift bara rumlega hálfa blaðsiðu, eg held samt að mer hafi alveg gengið vel. Eftir hádegi fór ég svo I ensku fyrir lengra komna þar sem við vorum lika að fara í próf, sem eg vissi ekki af. En profið þar var þannig að við áttum að þyða úr frönsku yfir á ensku. Ég fékk að nota orðabókina en sum orðin voru bara eh bull þegar það var komið yfir á islensku og það voru allavegana 2 orð sem eg hef aldrei heyrt áður þannig að eg skrifaði bara íslensku þýðinguna á þeim, svo gat ég líka ómögulega munað hvernig skurður er á ensku þannig eg skrifaði ‘hole’. Þetta var líka held ég í fyrsta skipti a ævinni sem ég var síðust til að skila prófi. Klukkan 4 fór ég svo í annan tónlistar tíma, með 96 krökkum, við gerðum það nákvæmlega sama nema þau voru að tala um eh annan tónlistarmann og ég litaði blaðið mitt með yfirstrikunarpennum. Reyndar voru brasiliski strakurinn og host systir hans I þessum tima lika þannig eg allavegana þekkti einhvern, og svo var lika ein stelpa sem var að spurja mig fullt og segja mer frá eh siðu til að læra frönsku.




Þriðjudagur 25. Sept
Fór í fyrsta íþróttatímann minn, 2 tíma dansíþrótta tími. Allir voru eh svaka að fíla sig og eg stoð eins og fibbl og vissi ekkert hvað ég ætti að gera þannig eg labbaði bara á eftir vinum minum. Svo áttum við að vera í hópum og búa til dans um eh setningu sem átti að innihalda ákveðnar danshreyfingar? Það gekk svakalega vel, þau höfðu ekki hugmynd um hvernig átti að segja þetta á ensku og ég efast um að ég hafi getað skilið það útaf eg veit ekkert um dans. Þetta smá sem við (þau) sömdum var allavegana ekki flott held ég og eiginlega bara bull. Eftir tíman fór svo einn vinur minn og spurði skolastjórann hvort ég mætti sleppa danstímunum útaf það er of erfitt fyrir þau að útskyra fyrir mer haha. En það skiptir reyndar engu máli lengur. Svo fór eg í ensku þar sem við vorum að gera tounge twistera og fleira, eða þusst þau gerðu þá útaf ég er með svo góðan hreim að eg þarf ekki á þvi að halda.. eða það finnst þeim þótt að ég se með islenskasta hreim sem til er. Eftir hádegi var ég í gati til 4 og átti þá að fara í tónlist með 97 krökkum, en þar sem ég er að deyja úr leiðindum í þessum tímum fékk ég að sleppa því. Labbaði svo á strætó stöðina og sá að ég rétt missti af síðasta strætó þannig ég ákvað að labba heim. Slæm hugmynd. Ég byrjaði nottla á því að taka vitlausa beygju en fattaði það ekki strax, helt bara áfram að labba og þegar ég rakst á Netto og eh annan supermarkað sem eg hafði aldrei séð áður hélt ég bara að ég væri komin of langt og beygði inn næstu götu sem var eh rosa fínt hverfi held eg og vissi að eg væri enganveginn rétt hjá husinu minu. En þá fattaði ég að ég á iPhone og með hjálp frá gps og eftir að hafa labbað inn nokkra vitlausa botnlanga þá komst ég heim.
Um kvöldið fór ég svo með Valerie á fund hjá afs og komst að því að ég er greinilega ekki að gera neitt rétt og ekki nógu góð í frönsku og eh blabla og hafði tvo daga til að breytast annars mundi ég þurfa að skipta um fjölskyldu.

Miðvikudagur 26.sept
Vaknaði klukkan 7:45 við að Juliette var að segja að við værum að fara í skolann eftir 1 min og þær gætu ekki beðið lengur. Veit ekki hvernig eg náði þvi en ehveginn var ég komin útá strætóstöð kl 7:51 þegar strætóinn kom. Mætti samt pínu seint í skólann útaf strætóinn kom kl 8:02 rétt hjá skólanum og þá átti eg eftir að labba upp eina brekku. En ég sagði bara við kennarann að eg hefði ekki fundið stofuna og það var alltilagi. Tíminn á eftir fell niður þannig ég fór með krökkunum í eh herbergi þar sem þau fengu næði til að læra, já þegar timar her falla niður þá nýta krakkarnir tækifærið til að læra, sem er eh sem er ekki gert heima, eða ég geri það allavegana ekki. Eftir það forum við svo í tíma sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir eða hvað er í gangi kennarinn samt hefur verið með svaka brandara þvi krakkarnir voru alltaf að hlægja að þvi sem hann sagði. Klukkan 11 var ég svo búin í skólanum og fór svo eftir hádegi með Juliette niðrí bæ og við forum á bókasafnið og ég fór á posthusið með svakaflott svarbréf til heiðrunar og ég keypti Vampire Diaries á frönsku haha það er svoo asnalegt að horfa á það. Þegar við komum aftur heim horfðum við aðeins á tvd og svo fór Juliette að læra og ég fór að reyna að læra í frönsku sem gengur ekkert neitt æðislega.





Fimmtudagur 27. September
Mætti í skólann klukkan 8 og var rosa dugleg og fann stofuna alveg sjálf, svo var ég buin að bíða I svona 5 min og enginn kennari kominn og enginn úr bekknum minum heldur þannig ég fór á skrifstofuna og sagði að eg vissi ekkert hvert eg var að fara. Strakarnir sem voru að vinna þar skemmtu ser við að reyna að skrifa nafnið mitt á miða sem maður fær til að koma seint og svo alltieinu kom Baptiste vinur minn að sækja mig og sagði að tímin hefði fallið niður og þau væru að læra í eh læruherbergi. Eftir þennan tíma var ég í 2 tima gati ein og ég nennti ekki að lonelyast í skolanum þannig ég fór í turistagöngu um Saint-lo og labbaði uppá kastalarústirnar og tók myndir. Ég kom líka við í bókabúðinni og keypti rosa sniðuga bók sem er fyrir 9-11 ára franska krakka sem eru að læra ensku haha. Svo fór ég í landafræði að læra setningar úr bókinni.
Eftir hádegi voru ég og Chloé svo með presentation af verkefninu okkar um Fríðu og Dýrið og ég held að okkur hafi gengið vel útaf kennarinn commentaði eh á öll verkefnin nema okkar. Eftir skóla fór ég svo heim og komst að því að Afs hefði allan tíman verið búið að ákveða að ég mundi skipta um fjölskyldu og það var ekkert sem ég hefði getað gert til að breyta því. Ég sem var búin að vera þvilikt dugleg að læra I frönsku endalaust þessa tvo daga.







Föstudagur 28. September
Síðasti dagurinn í Lycee Le Verrier.. Fór í heimspeki sem var stuð eins og alltaf. Fór svo í 2 tíma landafræði tíma og klukkan half 10 komst ég að því að við værum að fara í 1.5 tíma próf um Rússland. Yess. Ég sat í svona 10 minutur og skoðaði prófið og miðað við það sem hinir voru að gera áttum við að gera eh ritun um það sem við erum búin að læra. Ég allavegana hafði ekki hugmynd og fór bara að merkja inn lönd á heimskortið sem var á einni blaðsíðunni. Svo ákvað ég að reyna eh smá og skrifaði á frönsku og ensku blandað saman að Rússland væri mjög stórt land sem væri bæði í asíu og evrópu, að moskva væri höfuðborgin og að Rússland ætti landamæri að fullt af löndum. Svo skrifaði ég rosa fínt fyrir neðan ‘Je ne parle pas francais’. Rétti svo upp hönd og kennarinn tók prófið og var þvilikt brosandi að lesa það. Ég allavegana nennti ekki að hanga þarna lengur þannig eg spurði Chloé hvort ég mætti ekki örugglega fara og fór svo bara á bókasafnið að læra frönsku. Svo fór ég í ensku þar sem rökræðurnar frá síðasta tíma héldu áfram og kennarinn leyfði krökkunum að tala saman á ensku um prófið þannig ég komst að því að við áttum að velja eitt topic og skrifa um það… ég gerði næstum því rétt. Svo fór ég í þýsku þar sem krakkarnir fóru í próf en ég var bara að læra frönsku. Eftir hádegi sat ég svo með Anne-Lise og eh stelpum í hennar bekk í læruherberginu útaf þær voru að læra og svo forum við í uppáhaldstónlistartímann minn </3. Þar sem þetta var síðasti dagurinn minn í þessum skóla þá þurfti eg að kveðja folk sem var ekki gaman, og ég náði meirasegja ekki að kveðja alla..mer finnst þetta þvilikt finir krakkar og eg veit ekkert hvort ég mun hitta þau einhverntíman aftur :/
Þegar ég kom heim úr skólanum komst ég að því að ég átti að taka lest til Parísar klukkan 8:26 strax daginn eftir og þaðan til Valence í Suð-mið-austur Frakklandi þar sem ég mun búa. Ég semsagt fer til einnar fjölskyldu þangað til 12. Oktober og sú fjölskylda er vön að taka á móti skiptinemum sem eru í fjölskylduskiptum þannig það er fínt held ég, og svo í okt. Þá fer ég til fjölskyldu sem ég verð hjá þangað til í Júlí vona ég en nuna eru þau að græja og gera allt tilbuið þannig að eg geti komið til þeirra. Ég veit ekkert um þessar fjölskyldur nema að þau annaðhvort búa í Valence eða þar í kring.
En já það eru ekki margir sem geta sagst hafa pakkað niður öllu lifinu sinu ofan í eina ferðatösku.. eg er aftur á móti það heppin að eg er búin að gera það 3x á einum mánuði. Ekki alveg það skemmtilegasta í heimi og taskan min er alveg að rústast og hun er þung.

Laugardagur 29. September
Vaknaði rosa dugleg klukkan 7 og lét restina af dótinu minu I flugfreyjutöskuna og svo skutlaði Valerie mér á lestarstoð rétt hjá saint-lo þar sem eg var svo heppin að fá að bera töskuna mina upp og niður fullt af stigum.. en það er allavegana gott að eg er svona sterk og get léttilega haldið á 30 kilóa tösku.. eða þusst ekki. Ég tók lestina þaðan til Parísar og ég átti sæti numer 27 en það var gangsæti þannig eg settist bara í 25 utaf það var tómt og við glugga. Svo á næstu stoppustöð kom kona með hund og risaferðatösku sem átti sæti 25 þannig eg stóð upp og leyfði henni að setjast og ætlaði svo að sita í minu rétta sæti. En nei þá setti hún hundinn þangað og töskuna fyrir framan þannig eg bara settist í eh annað sæti og vonaði að enginn mundi fatta að eg væri í vitlausu sæti, sem betur fer fattaði það enginn. Þegar ég kom til Parísar beið mín sjálfboðaliði frá Afs með Afs skilti sem hann hélt uppi og mér fannst það fyndið. En hann var rosalega almennilegur og mér til mikillar ánægja hélt hann á töskunni fyrir mig. Við tókum svo metro a aðra lestarstöð og þar fór ég í 2 hæða rosahraða hraðlest sem fer 300km/klst og er hraðasta lest evrópu eða eh þannig. Þegar lestin stoppaði fór ég út án þess að vera 100% viss um að vera á réttum stað en svo alltíeinu kom maður uppaðmér og spurði hvort ég héti Svana, það var pinu creepy en þetta var ss maðurinn sem ég átti að fara með. Ég allavegana fór með honum í bæinn sem þau eiga heima sem heitir Saint Alban D’ay og er pínulítið þorp. Ég átti að vera með þessari fjölskyldu í smástund á meðan það var tekið viðtal o.fl við fjölskylduna sem ég átti svo að fara til. En þessi fjölskylda samanstendur af manni og konu örugglega í kringum 60 ára og stelpu sem er 23 ára.

Sunnudagur 30. September
Vaknaði klukkan 7 útaf ég var að fara á Afs hitting á nammisafni í öðrum bæ og Isabela frá Brasilíu og hostmamma og systir hennar komu að sækja mig klukkan 8. Við keyrðum svo í hinn bæinn og vorum komnar þangað um half 10 minnir mig og í sal við hliðiná safninu hittum við alla Afs krakkana, en ég var að hitta flesta þarna í fyrsta skiptið fyrir utan Roselil, dönsku stelpuna sem ég var með í hóp í París. Við forum svo og löbbuðum hring í kringum safnið og stelpurnar sem ég var með voru rosa glaðar að það var nammi frá þeirra landi þarna (Danmörk&Finnland) en það var ekkert frá Íslandi :/. Svo forum við í eh svona klifurdótarí sem er 12 metra uppí loftinu og eg var rosa dugleg og fór í það, við reyndar villtumst á leiðinni í það og ætluðum aldrei að finna þetta, en svo komumst við að því að þetta var bara í sama húsi og safnið.
Eftir það forum við svo í salinn og það var 3 rétta hádegismatur, rattatouie eða hvernig sem maður skrifar það og eh fleira. Við svo bara sátum þarna að tala í örugglega 2 tíma eða eh en það var samt bara fínt. Það voru reyndar allir að frjósa úr kulda þarna þegar við vorum fyrir utan og allir þvilikt hissa á þvi hvernig ég gæti verið á stuttermabolnum. Svo seinna um daginn fór ég til baka með Isabelu og fjölskyldunni hennar og borðaði kvöldmat með folkinu sem ég var hjá og fór svo snemma að sofa enda að deyja úr þreytu.



Mánudagur 1. Okt  - Fimmtudagur 4. Okt
Fór ekkert í skólann á meðan eg var í Saint Alban þannig ég bara vaknaði þegar ég vaknaði og þá var barnabarn hjónana í pössun hjá þeim sem að er 7 mánaða og grenjar ógeðslega mikið, rosa gaman. Ég allavegana fór með barninu og konunni (treysti mér ekki í að reyna að stafa nafnið hennar) í smá göngutúr um þorpið. Svo seinna um daginn fór ég með hjónunum í biltur um countrysideið þarna og skoðuðum eh 2 litla bæi sem voru dauðari en allt.  Fórum svo á þriðjudeginum til Annonay sem er semi stór bær herna í 10 min fjarlægð, og við löbbuðum eh um þar og forum svo í supermarkaðinn þar, þau eru andjoks með jafnmikið eða meira af svæði í búðinni fyrir ost og við erum með fyrir allar kjötvörurnar og þar í krónunni heima. Daginn eftir leiddist mér mikið þannig ég fór sjálf í þorpið fyrir neðan húsið eh að skoða og leita af pósthúsi sem gekk svona svakalega vel.. þetta er reyndar þvilikt lítill bær þannig ég var ekkert það lengi að finna það, var samt búin að labba örugglega allar göturnar sem btw eru þvilikt litlar og eg efast um að það sé hægt að keyra sumar þeirra á jeppum.




Föstudagur 5.okt – Sunnudagur 7. Okt
Á föstudeginum fór ég með Francoise og Mylene (held að það sé skrifað svona) til Valence sem er 200 þusund manna bær hérna rétt hjá og við forum aðeins að versla. Við forum svo í hádeginu í eh hlaðborðshádegismatarstað í einu malli. Þar mátti maður velja sér forett og eftirrétt en átti svo að panta mat af matseðli, ég hafði ekki hugmynd um hvað neitt þarna þýddi þannig eg fekk mer bara margaritu haha. Svo héldum við áfram að versla aðeins og ég komst loksins í H&M eftir rúmlega 3 mánaða aðskilnað. Ég fór reyndar bara í 3 búðir útaf ég þarf minn tíma í h&m en ég náði alveg að versla pínu mikið. Við forum svo að skoða chateau sem var reyndar allur brotinn en hann frá miðöldum og er uppá fjalli þannig það var þvilikt flott útsyni yfir allt. Notetoself: ekki fara í jellyssandölum í fjallgöngu.
Á Laugardeginum fór ég með nokkrum krökkum úr AFS á svæðinu mínu til Annony til að gera eh. Þetta voru krakkar frá Brasilíu, Usa, Columbiu og svo host systir stelpunnar frá Brasilíu. Við löbbuðum aðeins um bæinn og fengum okkur hádegismat þar. Svo forum við í nokkrar búðir og settumst niður í eh garði þarna. Alltíeinu kom svo eh fullur kall upp að okkur og byrjaði að tala við okkur á frönsku og afþví að ég sagði ekki neitt byrjaði hann að benda á mig og spurði hvaðan ég væri og svo hvaðan allir hinir væri, það var þvílíkt creepy þannig við forum bara á annan stað. Fórum svo fyrir utan bíóið til að gá hvaða myndir væru í boði og sátum svo bara þar að spjalla þangað til að það var sótt okkur.
Á sunnudeginum gerði ég voða lítið, fór svo klukkan 5 með Isabelu frá brasilíu og host systir hennar í bíó í Annony á Taken 2, sem er mynd sem nokkrir aðilar heima bíða spenntir eftir, ég er því miður ekki með hlutverk í henna haha.






Mánudagur 8. Okt – Miðvikudagur 10. Okt
Er búin að vera gera mjög lítið hér, læra í frönsku og láta mér leiðast aðallega. Á mánudeginum labbaði ég niðrí þorpið og labbaði útúr því báðumeginn og labbaði á miðri götunni og þegar það komu bílar þá færði ég mig og vinkaði öllum sem keyrðu framhjá mér J Á þriðjudeginum átti Mylene afmæli og systir hennar og hennar born komu í heimsókn og borðuðu hádegismat með okkur, forrétturinn mér til mikillar gleði voru sniglar. OJ. Þetta leit ógeðslega út og ég get ekki ímyndað mér að þetta sé gott á bragðið, ekki sjens að ég mundi smakka. En greyið strákurinn, hann er 3 ára og var alltaf að biðja um meiri og meiri snigla en fullorðna fólkið var ekki alveg á því að týma að gefa honum með sér, svo var hann geðveikt krúttlegur að leika sér með bíl og var með tilheyrandi læti og allir voru að skamma hann fyrir það.
Seinnipartinn labbaði ég svo með Francoise og Patrice í skóginn sem þau EIGA, og þau voru að týna sveppi og hnetur (chestnuts..man ekki islenska orðið, kastaniuhnetur?).
Í gær eyddi ég svo mörgummörgum klukkutímum í að reyna að láta þetta blogg inná flakkarann enn allt kom fyrir ekki, fór þá bara aðeins að labba í þorpinu.
Í dag fór ég til Lyon sem var geðveikt, þvílíkt flott þar og fulltfullt af búðum. Löbbuðum helling um og ég tók fullt af myndum líka og það var heitt úti. En eg nenni ekki að skrifa meira um það núna. Mér fannst samt æðislegt að vera í Lyon, í H&M og svo alltíeinu byrjaði 'We Are Never Ever Getting Back Together' með Taylor Swift að spila. Það var geðveikt, og eitt en. Ég er í sama landi og One Direction. Það er kúl.





En fyrir alla sem langar að vita þá er ég núna stödd rétt fyrir ofan þorp sem heitir St.Alban D'ay og er staðsett nokkurnveginn í suð-austur-mið Frakklandi (meikarsens right?). Er allavegana ca klukkutíma fyrir neðan Lyon. Ég er hér hjá bráðarbirgðarfjölskyldu sem tekur oft að sér skiptinema í smá tíma á meðan þau eru að skipta um fjölskyldur og þannig. Ég fór frá St. Lo 29. september og ég ætla ekki að fara útí það hér afhverju.. og ég er búin að vera hér síðan. Það var fjölskylda sem ég átti að fara til í bæ 3 tíma frá hér en það kom í ljós í gær að ég mun ekki fara þangað vegna þess að AFS samþykkir þau ekki sem fósturfjölskyldu. Afs er núna að vinna í að finna fjölskyldu handa mér, og á meðan verð ég hér og fer ekki í skólann þangað til. Þannig ef að eitthvert ykkar veit um rosa næs og skemmtilega fjölskyldu í Frakklandi sem vill taka að sér svakalega frábæran íslending þá megiði endilega láta mig vita ;)

Og ef einhver er svakalegur tölvusnillingur (mac) og getur sagt mér hvað þetta þýðir þá væri það geðveikt, því það er ekki gaman að vera ekki með net í tölvunni minni og að vera alveg að vera búin með netið í símann:
       'Could not join "nafn á router".
        A connection timeout occurred.'


Enjá ef þú ert búin/n að lesa þetta þá ætla ég að vona að þetta hafi verið mjög ánægjulegur tími fyrir þig sem fór í að lesa þetta því að ég veit að þetta hefur tekið langann tíma þar sem þetta eru 7 bls í word. Ég reyni svo að láta ekki líða svona langann tíma þangað til ég blogga næst.

Au Revoir
Svana Björk !r. OJ. þetta börn s allir hinir væri, það var þvþær væru stopp