Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

mánudagur, 1. júlí 2013

Mes derniers mots de France.

Hola, eins og maður segir á góðri spænsku. Nei djók ég er ekkert á Spáni... Er samt undanfarið búið að finnast eins og ég sé á Spáni þar sem veðrið hérna er algjört Spánar veður. En nei ég er víst bara í Frakklandi. Hvort segir maður annars 'í Frakklandi' eða 'á Frakklandi'? Ég ekki tala íslenska. Er samt að háma í mig harðfisk í þessum töluðu orðum þannig þetta ætti að koma.

Ég er samt að segja ykkur það, ég verð komin með svo svakalegt tan þegar ég kem heim að allir verða abbó. Nojoke sko... okei jú smá djók. Nóg um veðrið? Já það held ég nú, kem meira að því síðar. Kannski.

Það er rúmur mánuður síðan ég bloggaði, og þessi mánuður er búinn að vera frekar busy. Ég kláraði skólann 7.júní og get ekki sagt að ég hafi dúxað þetta árið. Fyrstu helgina í júní var líka AFS útilega í suður Ardeche. Það var stuð, fyrir utan kannski öll moskito bitin sem ég fékk, og ég brann líka. Við fórum í kayak allir skiptinemarnir á laugardeginum sem var stuð. Enduðum öll á floti eftir að leggja meiri vinnu í að skvetta á hvort annað með árunum heldur en að læra að róa. Á sunnudeginum máttum við svo velja; hellaskoðun eða klettaklifur. Believe it or not en ég valdi klettaklifur. In my defence þá sagði Afs konan mér að þetta væri að klifra uppá fjöll þannig stupid me hélt að þetta væri fjallganga þangað til ég mætti á staðinn. Guð minn góður ég hélt ég mundi deyja. Geri þetta aldrei aftur allavegana.

Þegar ég byrjaði þetta blogg, fyrir rúmri viku síðan þá var sko algjört spánarveður alla daga. Núna aftur á móti er það ekki þannig. Okei það er í kringum 20 stiga hiti... en skýjað eða rigning. Ég er ekki að fýla það. Hvernig á ég að tana ef það er engin sól?


meðedda

En já, fyrsta vikan í júní var síðasta vikan í skólanum. Það sem ég mun sakna 2 tíma frönsku tímanna.. NAT. Ef það er eitthvað sem ég mun ekki sakna við Frakklands eru það frönskutímar og frönsku kennarinn, held að hún beri sama hug til mín. Fyndið samt þegar ég var að kveðja fólk, sérstaklega fólk sem ég tala aldrei við, þá fannst mér eins og ég væri bara að segja 'bæjó, sjáumst aldrei' haha. Skrýtið en samt ekki.
Keep calm.

12. Júní var svo leiðinni haldið til Parísar þar sem elskulegir foreldrar mínir og Arna Dögg voru að mæta a svæðið. Auðvitað náðu þau að velja þann dag sem var flugvallaverkfall í Frakklandi. In their defence þá eru frakkar mjög hrifnir af verkföllum. En allavegana þá var ekkert víst með flugið og ég hafði ekki hugmynd um hvort að ég ætti að fara til Parísar eða ekki fyrr en ég var bara komin um borð í lestina og hún lögð af stað. Þau komust svo á leiðarenda eftir rúma 2 tíma seinkun. Ekki nóg með það, heldur var líka lestarverkfall þann 13. júní, og BARA 13. júní, sem var einmitt dagurinn sem við tókum lestina suður. En ég hafði keypt miða í góða lest þannig hún fór og ekkert vesen með það.

Í París gerðum við svo alla túristahlutina, Eiffel turninn, Arc de triumph, Champs Élysees sem pabba leiddist nú alls ekki.. það var allavegana haldið fast um veskið ;) Svo fórum við til Lyon og gistum svo í Annonay eina nótt þar sem famelíurnar mínar gátu hisst. En þar sem það er nú aðallega fyrir móður mína og fleiri ættingja sem ég er að nenna þessu bloggi, þa þarf ég ekkert að skrifa meira um þegar þau voru hér þar sem þau muna það alveg sjálf.

les soeurs a paris
Síðan þau fóru er svo búið að vera brjálað að gera hjá mér, er búin að fara annaðhvort niðrí bæ hér í Annonay eða til Lyon með skiptinema vinum mínum á næstum hverjum einasta degi. Um daginn hélt svo hostmamma Merilin surprise kveðjupartý fyrir hana sem var þvílíkt kúl. Öllum skiptinemunum og öllum bekknum mínum (við erum saman í bekk) var boðið og ætli það voru ekki 20 eða eh sem mættu. Hún kom svo heim og var þvílíkt surprised og það var bara stuð. Það var líka trampolín sem ég og Marina skemmtum okkur vel á. Um nóttina gistum við svo skiptinemarnir í hjólhýsi fyrir utan húsið hennar sem var þvílíkt fjör.

Klukkan 5 um morguninn kom svo fyrsta alvöru kveðjan sem var hörmung. Þurfti að kveðja Andres sem er einn af bestu vinum mínum hér og það var ömurlegt. Tveim dögum síðar komu svo næstu 2 kveðjur. Robbin og Merilin sem eru með Yfu og fóru heim fyrr. Meiri hörmung, sérstaklega Merilin sem er með mér í bekk og ég er vön að sjá á hverjum degi. Á föstudaginn 'kvöddum' við svo Marinu sem var ekki sorglegt þar sem ég og Isabela fórum svo á laugardaginn til St. Etienne til að kveðja hana á lestarstöðinni. Það var sorglegt þá, þar sem hún er líka ein af bestu vinkonum okkar hér.

Í síðustu viku fór ég til Lyon á mánudaginn með bandarísku vinkonum mínum. Ákváðum að við vildum fara á stað sem við höfðum aldrei farið til áður þannig við tókum metro í hina áttina. Vissum ekkert hvað við áttum að gera þannig við tókum bara metro niðrí miðbæ aftur. Borðuðum svo á classy veitingastað um kvöldið og vitiði hvað? ÉG SMAKKAÐI SNIGLA!!! Sorry en oj. Okei það er ekkert bragð af þeim reyndar en samt oj. Borðaði bara einn. En já fengum forrétt, aðalrétt, eftirrétt og alles, vorum rosa fancy og fullorðnar fannst okkur.

Elsku brasilíurnar mínar <3

Við ætluðum okkur svo að taka síðustu lestina heim klukkan 21:20 þannig við drifum okkur í metro uppá lestarstöð klukkan 9 með nógan tíma. Og Svana gáfaða sem er alltaf með allt á hreinu lét okkur taka vitlausa metro. Shit. Föttuðum það strax og fórum út og tókum nýja, en þá þurftum við að bíða í 5 mínutur á metrostöðinni eftir næstu þannig að þegar við komum loksins uppá lestarstöð átti lestin að vera farin. Aldrei hef ég verið svona glöð að sjá að lestinni minni hafi verið seinkað. Eftir að hafa gjörsamlega hlupið í gegnum Lyon underground rétt náðum við lestinni, miðalausar en það skiptir ekki máli, enginn sem tjékkar. Fengum reyndar sæti rétt hjá eh creep sem var að segja hvað allir í Usa eru miklir rasistar en só, við allavegana náðum lestinni.

Gistum svo heima hjá Oliviu um nóttina og ég ætlaði að taka rútuna heim um 9 leytið útaf ég var að fara að hitta vini mina í Annonay klukkan 10. En þá fór Olivia með mig á vitlaust busstop. Hún sagði að það tæki 5 mín að labba maximum en nei, 20 mínutur og eg missti af rútunni. En þá fékk ég bara að vera lengur með þeim og við bökuðum Amerískar pönnukökur.


Á miðvikudaginn fór ég svo með Anniku til Lyon aftur, en í þetta skipti á Of monsters and men tónleika. Samgöngurnar voru reyndar svolitið að stríða mér aftur, my theory is að þau eru á móti útlendingum, allavegana rútukallinn með posa sem vildi ekki taka kortið mitt, og ég gat ekki borgað með ísl krónum. Eina skiptið sem kortið mitt hefur ekki virkað og ég var ekki með pening í veskinu. Beið þá bara á mcdonalds eftir næstu rútu haha.

En svo fórum við á tónleikana sem var kúl. Komumst að því eftir ca 10 mín að allir á svæðinu töluðu ensku, þá sérstaklega eh bandarískur lögfræðinema hópur sem var háværastur af öllum, og ölvaðastur. Kynntumst líka Rotary krökkum þarna sem var fínt. Þar var einn sænskur strákur sem ég talaði við á minni frábæru dönsku! :P Á í erfiðleikum með dönskuna reyndar, kemur alltaf Franska út þegar ég reyni. Tónleikarnir voru þvílíkt flottir líka, samt frekar stuttir.

da cookies

Eftir tónleikana ætlaði ég svo að nýta mér það að vera íslensk og reyna að hitta hljómsveitina, stóð upp við sviðið og gargaði 'Taliði íslensku'? á íslensku... einn svaraði nei og sagðist vera breskur, enginn annar hlustaði á mig :( Security gæjarnir voru líka bitch og ráku okkur fram úr salnum. Það var samt allt í lagi þar sem Ásgeir Trausti sem var að hita upp fyrir þau var frammi að selja diskinn sinn. Ég spjallaði þá bara heeeelling við hann og við erum buds núna. Hann var samt ekki alveg á því að leyfa okkur að hitta hljómsveitina..

Við gistum svo báðar heima hjá mér og fórum svo til Annonay til að hitta fólk, en þá komst fólkið bara ekkert þannig að Annika gisti bara aftur hjá mér og við bökuðum cookies sem voru to die for. Daginn eftir hittum við svo fólk sem var stuð og gaman. Á laugardaginn fór ég svo til St. Etienne með Isabelu eins og ég kom áður að. Það eru btw útsölur í Frakklandi. Var ekki eins gaman og ég bjóst við. Það var rigning, troðið inní mallinu, og voða lítið flott til. Þori að veðja að h&m felur flottu fötin þegar það eru útsölur. Kom svo heim um 8 leytið og ætlaði að klára að pakka niður, lagðist svo aðeins uppí rúm og sofnaði, enda ekkert lítið þreytt eftir að hafa vaknað snemma og sofið seint á hverjum degi þessa vikuna.

Ég þarf samt að fara að klára að pakka þar sem fjölskyldan mín er að fara til Sambíu á miðvikudaginn og ég fer í pössun á meðan. Isabela á reyndar afmæli á miðvikudaginn þannig ég fer til hennar þá og svo í pössun á fimmtudaginn. Er að fara núna á eftir heim til Roselil sem er að halda lokaparty fyrir skiptinemana sem verður fun. Sem þýðir bara að á morgunn verð ég að spýta í lófana og drullast til þess að klára að pakka! Það er btw mjög erfitt, taskan mín er atm 21.5 kg og ég á helling af drasli eftir. Skil ekki hvaðan allt þetta kemur :S

European girls á góðum miðvikudegi

Allavegana þá er þetta síðasta blogg mitt héðan úr La France, vona að þið hafi notið bloggsins mjööööög mikið því það er ekki í uppáhaldi að skrifa það, geri það bara þegar ég á að vera að gera eitthvað annað, eins og td taka til eða pakka niður.. eða sofa.

Kem svo heim til eyja 8.júlí og heimkomugjafir eru vel þegnar. Hendi inn myndum á facebook þegar ég nenni.

Sjáumst eftir VIKU (whaaaat?!?!)

takk á alla sem nenntu að fylgjast með mér,

Svana Björk
xxx

6 ummæli:

  1. Takk fyrir góðan pistil, spurning hvort þú sofir ekki bara fyrstu vikuna heima eftir þessa torn hjá þér síðustu vikurnar.
    Búið að vera æði að lesa bloggið þitt og ég hvet þig nú bara til að halda áfram því þú ert skemmtilegur penni.
    Góða ferð HEIM
    Svandís

    SvaraEyða
  2. Ótrúlegt...vika! Frábært blogg elskan eins og alltaf. Hlökkum til að sjá þig. Love mamma

    SvaraEyða
  3. Aaah bara vika í þig ! Svo bara hittiru ásgeir trausta aftur á þjóðo haha :))
    Og veistu ég er ekki að ná því að þú borðaðir snigil og sagðir mér það ekki asap ! :o neei djok, er frekar glöð með þig að þú gerðir það haha :)) sérstaklega þegar þú þvertókst alveg fyrir það að einhverntimann éta snigill ;)
    En sjáumst eftir viku bæjoo skvis
    -Heiðrún :)

    SvaraEyða
  4. Yndislegt að fylgjast með þér.Hlökkum til að sjá þig. amma og afi.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hæ frænka mín.
      Endalaus ævintýri hjá þér.Frábært að
      fylgjast með þér.Þú ert svo....hress
      og skemmtileg.Og svo átt þú örugglega
      eftir að lifa á þessum minningum og
      reynslunni alla tíð.Góða ferð heim.
      Inga "frænkan á Bakkanum"

      Eyða
  5. Lífinu fylgir mismunandi reynsla. Ég veit ekki hvað þú skorar á þig núna en ég fullvissa þig um að Dr White er rétta lausnin, þetta er stuttur vitnisburður minn. Ég er ánægður með að skrifa þetta vegna þess að ég fæ aftur frið í hjónabandi mínu, allt þökk sé frábærum manni að nafni Dr. White, hann hefur öflug töfrahjól sem hjálpa til við að samræma deilur milli mín og eiginmanns míns, maðurinn minn fór að heiman og bjó með öðru kona í 7 mánuði án þess að hugsa um mig og 4 ára dóttur okkar, fjárhagslega hef ég það gott vegna þess að ég er bankastjóri en ég þarf blíða umönnun mann en maðurinn minn er hvergi nærri, ég bið hann að koma nokkrum sinnum heim en hann gerir það ekki ekki gera neitt, ég bað meira að segja eldri bróður sinn um að hjálpa mér. Ég las vitnisburð manns sem lýsti því hvernig Dr. White hjálpaði til við að koma í veg fyrir að kona hans skildi við ástarsöguna, svo ég tók samband hans og útskýrði vandamál mín fyrir honum, hann sagði mér hvað þarf til að elska álög og ég gaf honum fjármálin til að versla í þrjá daga og maðurinn minn kom heim, allt þökk sé þér Dr White. Hafðu samband við hann til að fá hjálp: / WhatsApp: +17168691327: eða Netfang: wightmagicmaster@gmail.com: ef þú ert með tengsl eða lífsvanda hefur hann alls kyns galdra, til að lækna veikindi, skila fyrrverandi, til að sameina hjónaband þitt á ný, til að fá gott starf til að skila aftur týndum peningum þínum og annarri lausn.

    SvaraEyða