Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

þriðjudagur, 18. september 2012

Ný fjölskylda ofl.

12.09.12
Fór bara í tvo tíma þennan dag, sögu+landafræði og og var svo búin í skólanum klukkan 10. Þá fóru krakkarnir að gera eh verkefni inná bókasafni þannig ég var bara eh í tölvunni þar að láta mér leiðast því það má ekki fara á fb þar. Svo fór allt fólkið sem ég þekki útaf þau búa í öðrum bæ þannig ég fann brasilíska strákinn sem er hér með Afs líka og fór með honum og host systir hans í mat. Ég held að honum gangi aðeins betur þar sem hann talar alveg frekar góða frönsku. ( finnst mér. ) Ég ákvað svo um eittleytið eða eh að ég nennti ekki að hanga ein í íbúðinni og fór útí bæ. Ein. Ég villtist ekki!! og ég er pínu stolt af því.
Minnisvarði held ég í miðbænum


Ég semsagt get ekki sagt ennþá að ég sé ekki búin að eyða neinum pening í Frakklandi þar sem að ég verslaði í fyrstu búðinni sem ég fór í. Það er því miður ekkert mall í bænum mínum, en það er verslunargata sem er alveg pínu löng og það eru nokkrar góðar búðir þar. Hinumegin við götuna eru svo eh kastalarústir skilst mér. Fyrir neðan verslunargötuna er svo á og hinumegin við hana sýndist mér vera bíó, lestarstöð og fleira. Bærinn sem ég bý í heitir Saint-Lo og samkvæmt fólkinu hér er þetta smábær (20þús manns) og þeim finnst hann flestum vera ljótur. Ég er svosem ekki búin að sjá neitt mikið af bænum en hann er alveg alltilagi og mér finnst vera fullt af fólki hér. og ég kann ekki að fara yfir götuna hérna, þetta er verra en í Reykjavík. Ég fór líka í bókabúð til að kaupa mér stílabók.. þá er það bara eh sem er ekki til. Það er annaðhvort eh svaka spes bækur sem allir eru með sem eru með þvílíkt þéttum línum fram og tilbaka og svo í hina áttina pínu breiðum línum.. eða stærðfræðibækur. Ég keypti bara stærðfræðibók, útaf hún var til í bleiku. Svo eru líka flestir hér með blekpenna með svona oddi eða eh á endanum, ég kann ekki einusinni að kveikja á þannig, ég held mig bara við litríkupennana mína síðan í fyrra.

Ég er búin að kynnast milljón mörgu fólki hér, eða þússt verið kynnt fyrir.. og svona rúmlega 10 sekundum eftir að ég veit hvað það heitir þá er ég búin að gleyma nafninu. Þannig allt í allt eru kanski 5 fólk sem ég actually man hvað heitir, og það eru allt léttu nöfnin sem ég kann að segja.


Welcome fjölskyldan

Herbergið mitt í skólanum
     

bleikt og fint

13.09.12
Fór í skólann í sögu+landafræði á ensku og það var fínt því þá skildi ég eh. Var svo í gati í 2 tíma útaf ég þarf ekki að mæta í löngu heimspeki tímana. Ég ætlaði að fara upp í íbúðina en það var læst þannig ég sat eh ein á ganginum útaf allir sem ég þekki voru í tíma. Svo loksins sá ég eina stelpu sem eg þekkji og sat þá bara hjá henni í pínu þangað til hún þurfti líka að fara í tíma. Þá ákvað ég að reyna að redda mér skólabókum, fór á bókasafnið og þurfti að skrifa nafnið mitt og bekkinn til að fá bækur, ég hafði nottla ekki hugmynd um hvað bekkurinn minn heitir.. en hann heitir allavegana 701, eða er numer það eða eh. Fékk svo helling af bókum og þær eru allar svona eins og enskubækurnar heima, með litríkum textum og fulltfullt af myndum. Ég hélt þá bara áfram að gera ekki neitt þangað til ég fór í sögu+landafræði á frönsku, þau eru að læra um Rússland skildist mér og voru að merkja inná kort á meðan ég var að teikna upp stundatöfluna mína. Svo fór ég í 2 tíma hádegismat og svo enskar bókmenntir þar sem við erum að fara að gera eh verkefni sem við verðum svo með kynningu á. Verkefnið er um 'Odd Couples' semsagt við eigum að velja tvo fólk sem eru skrýtið par.. mér finnst pínu eins og ég sé stundum í 7 bekk eða eh.

Eftir skóla bað ég svo eina stelpu um að fara með mig í símabúðina hér til að redda mér frönsku simkorti, það gékk vel. Við biðum örugglega í svona hálftíma eftir aðstoð og svo töluðu þau eh við gæjann og það kom í ljós að ég þarf að koma með vegabréfið mitt og vera komin með almennilegt heimilisfang til að geta skráð mig og svo vissi kallinn ekkert hvernig hann ætti að græja fyrir mig útaf ég er ekki frönsk. Ég hélt að kortið mitt væri nóg sem skilríki en hann horfði á það eins og hann hefði aldrei séð kort áður.. Ég er þá bara ennþá með íslenska símann og numerið þangað til ég fæ aðra fjölskyldu held ég, eða það er það sem krakkarnir sögðu að ég ætti að gera.
Í matnum fór ég niður í skólann og þar voru eh krakkar sem ég held að seu 93 og 94 og búa í skólanum. En allavegana ég borðaði með þeim og þau töluðu fína ensku þannig ég gat talað aðeins við þau.

14.09.12
Fór bara í skólann til 11 þennan dag útaf svo fór ég með welcome fjölskyldunni í húsið þeirra nálægt Tours. Ég tók lest með eh enskukennara til Caen og fór þar með Anne í nokkrar búðir, redduðum mér frönsku simkorti og númeri og svo keyrðum við í húsið þeirra. Vil taka það fram að ilmvatnsfjölskyldan mín stækkaði um einn í þessari ferð :) Við vorum komin í húsið um kvöldið og það var ALLT útí köngulóm þarna, ég svaf í öllum fötunum með kveikt ljósið, þótt ég reyndar hafi ekki sofið mikið. Ég hitti þarna eina dóttur þeirra og vinkonu hennar og þær eru eh svaka hestagjellur og búnar að keppa í fullt af keppnum. 

15.09.12
Vaknaði og var að frjósa úr kulda útaf það voru engir ofnar í húsinu. Svo fór ég með Anne og stelpunum á eh hestaleikvang eða hvað sem það heitir og þær voru að æfa hestana þar fyrir keppni sem er held ég næstu helgi, ég var svakalega áhugasöm um allt þetta hestadæmi, það var ógeðslega heitt þennan dag líka. Við fórum svo aftur í húsið og ég var eiginlega allan tíman að spila á píanóið þarna því eg hafði ekkert annað að gera. Um kvöldið fór ég svo með í matarboð hjá eh fólki sem welcome foreldrarnir voru að vinna með í sama skóla. Það voru örugglega 10 kennarar þar og svo tvær stelpur sem töluðu enga ensku. Ég held að þetta hafi verið svona ekta franskt matarboð, við allavegana byrjuðum að borða kl 9 og vorum ennþá við borðið kl 12. 

16.09.12
Vaknaði og fékk hadegismat með fólkinu og fór svo að taka saman draslið mitt. Spilaði svo aðeins meira á píanóið, rosa gaman fyrir fólkið að heyra alltaf sama lagið aftur og aftur útaf það er það eina sem ég kann ánþess að vera með nótur. Svo um 3 byrjuðum við að keyra aftur til baka. Þegar við komum aftur til Saint-Lo þá fór ég að pakka niður því ég var að skipta um fjölskyldu.

Húsið í Tours

Hitt húsið i Tours

mer skilst að þetta sé listagalleri i skolanum

bleikur gangur

herbergi með sófum og eh

svaka listaverk í skólanum

þar sem maður fer í íbuðina sem eg var í

17.09.12. 
Mætti í skólann klukkan 10 því ég þarf ekki að fara í löngu heimspeki tímana og var í skólanum til 4 og fór þá bara upp til að klára að pakka draslinu mínu, ekki það léttasta í heimi því ég er með mikið drasl. Klukkan 8 kom svo nýja fjölskyldan að sækja mig. Fjölskyldan er reyndar bara kona sem heitir Valerie og dóttir sem heitir Juliette og er jafngömul og ég. Við keyrðum svo í húsið þeirra sem er líka í Saint-Lo, það tekur 5 minutur að fara í skolann í strætó og ca. 15 min að labba. En eg talaði við þær og við borðuðm kvöldmat og svo fór ég bara að sofa. Þær sögðu mér líka að þær fara alltaf í sund eitt kvöld í viku, og eins og ég er svakalega mikil sundmanneskja, eða þusst ekki, þa langar mig enganveginn að fara í sund einusinni í viku. 

Ég var semsagt hjá welcome fjölskyldu og það gekk það vel að redda mér alvöru fjölskyldu að það voru 3 fjölskyldur sem vildu fá mig og Afs held ég valdi og ég endaði hjá þessari sem ég er hjá núna. 

18.09.12. 
Þurfti bara að fara í einn tíma klukkan 2-4 útaf það féllu niður tímar hjá Juliette þannig ég þurfti ekki að mæta heldur. Við samt fórum í skólann klukkan half 12 til að borða þar og eh, biðum reyndar í strætó skylinu frekar lengi útaf hún ruglaðist eh á tímanum. En það var samt alltílagi, við töluðum bara á meðan og ég komst að því að hún hlustar líka á Taylor Swift og One Direction og horfir a Vampire Diaries mér til mikillar gleði :) Við borðuðum svo í skólanum og fórum svo í eh annan skóla til að hitta vinkonur hennar sem eru þar, þar sá ég í fyrsta skipti í Frakklandi stelpu í íþróttabuxum í skólanum, sem er held ég voða óalgengt hér. Fór svo í 2 tíma bókmenntatíma á frönsku sem var ekki gaman því ég skildi ekki orð. Núna er ég bara heima á meðan Juliette og Valerie fóru í sund og ég er að klára að taka úr töskunum og koma mér fyrir. 

Ég er svo held ég um helgina að fara með Juliette og vinkonum hennar í eh litið tivoli sem er herna rétt hja þannig það verður vonandi gaman.. og eg veit ekkert hvenær eg nenni næst að skrifa. 

Nyja herbergið mitt 

ísland ftw..


þriðjudagur, 11. september 2012

Komin til Saint-Lo

FYI þá er ég búin að vera í Frakklandi í 5 daga og ekki búin að eyða einni krónu.. núna verður pabbi sko stoltur.

Við hittumst allar 5 stelpurnar frá Íslandi í Keflavík klukkan hálf 2 á föstudaginn og tjekkuðum okkur inn saman, ég fékk þann heiður að vera með mestu yfirvigtina eða 30 kíló :$ Ekki nóg með það heldur var handfarangurinn 11 kíló en sem beturfer tjekkaði enginn á því. Svo fórum við í fríhöfnina og í Victoria's Secret !!! keypti samt bara eitt ilmvatn í þetta skiptið. Fórum svo í flugvelina og það var alveg svaakalega gaman, sérstaklega þegar flugmaðurinn ruglaðist og sagði að við myndum lenda í London eftir 20 mínútur. En allavegana þar kynntumst við hvor annari eh og þetta eru roooosalega fínar stelpur og við ætlum að hittast eh á meðan við erum hér. Við lentum á undan áætlun og vorum bunar að bíða á flugvellinum eftir sjálfboðaliða sem var líka að bíða eftir okkur pínu lengi en svo þurftum við að bíða meira, en það var alltílagi því við sáum nýjustu tískuna í París sem ég og Rakel tókum rosa sneaky mynd af , svo alltíeinu kom kona útaf klósettinu og byrjaði að tala íslensku við okkur það var fyndið. Það var líka sjálfboðaliði þarna sem var lúmskt líkur Glanna Glæp.
Svo fórum við á eh hostel og við vorum næst síðastar til að lenda þannig að það voru allir komnir nema við. Ég var í herbergi með stelpum frá Noregi og Póllandi. Klukkan var orðin svo margt að eg for eiginlega bara strax að sofa .. samt sofnaði klukkan 4, og við þurftum að vakna klukkan 7 (y).

Ég allavegana svo vaknaði og við fórum í morgunmat og fórum svo í rútuferð um París, það var fínt nema að rútan fór pínu hratt og við sátum hjá ógeðslega skítugum glugga þannig að myndirnar mínar eru hörmung. Við fórum svo út við Eiffel turnin og tókum milljón myndir þar og gerðum æðislegan funky chicken dans sem sumir fíluðu meira en aðrir. Það voru allir að taka þvílíkt stórar hópmyndir með öllum frá landinu og við vorum geðveikt lonely bara 5 þannig ég ákvað að við mundum bara taka mynd með danska fólkinu og með þeim var færeysk stelpa sem skildi okkur þegar við töluðum íslensku haha.
Við löbbuðum svo hinumegin við Eiffel turninn og það var alltaf eh pirrandi gjella að segja að við máttum ekki labba á undan og blabla. Svo fórum við aftur í rútuna og uppá hótel og þá fórum við íslensku stelpurnar í hóp með dönunum og það var eh spjall um væntingar og hvað við ætlum að gera til að ná markmiðunum okkar á þessu ári.. Rakel kom með rosalega góða hugmynd og ég var hlægjandi allan tíman útaf því þannig ég held að ég hafi ekki verið í neinu svakalegu uppáhaldi hjá sjálfboðaliðanum. Svo var ég líka að skrifa á dönsku til dönsku krakkanna og þau að reyna að skilja það sem við skrifuðum á íslensku.

Eftir það vorum við bara að hitta fólk og eh þannig, pinu vandræðalegt útaf ég er í hóp með meirihlutanum af þeim ( 280 krakkar allt í allt í frakklandi með afs) og ég hef greinilega verið að commenta eh mikið og það vissu næstum allir hver ég væri og ég þekkti bara svona 10 manns eða eh. En ég kynntist alveg helling af fólki þarna þóttt við vorum mest bara íslensku stelpurnar og svo talaði ég aðeins við hina norðurlandabúana um kvöldið, það var fínt.

Daginn eftir þurftum við svo að kveðja alla og fara til fjölskyldunnar. Ég fór í lest með 4 öðrum krökkum, 2 stelpum frá Bandaríkjunum sem eru í ca klukkutíma fjarlægð frá mér, japönskum strák sem ég hef ekki hugmynd um hvar er, og svo strák frá Brasilíu sem er með mér í skóla. Ég byrjaði á því að vera að reyna að troða risa töskunni minni i gegnum ganginn og rakst óvart í eh kall sem var með lappirnar útum allt gólf. Hann öskraði eh á mig á frönsku og eg var alveg i'm sorrry i'm sorry og konurnar við hliðná horfðu alveg á hann geðveikt sorry eh. Það var ekki gaman.

Svo komum við á lestastöðina í Caen eftir 2 tíma og fórum með öllum fjölskyldunum á strönd þar rétt hjá að borða eh mat sem var ekki góður, td pizza með engu nema lax, ekki sósa, ekki ostur, bara lax. Vatnið hérna er líka ekki gott, fengum td ógeðslegt vatn í rútunni í París sem allir nema íslendingarnir drukku haha.

Síðan fór ég með 'fjölskyldunni' sem er samt bara kona og maður 'heim'. Konan er skólastjórinn í skólanum sem ég er í og allir skólastjórar í Frakklandi búa í skólanum.. já þið heyrðuð rétt, Ég bý Í SKÓLANUM. Samt sko í íbúð uppi sem er alveg semi stór og það er líka heimavist hér. Þetta er samt bara Welcome fjölskylda þannig ég verð hér í hámark 2 mánuði. Ég tók bara uppúr töskunni og fór svo fljótlega að sofa, var þvilikt þreytt eftir að hafa sofið í mestalagi í þússt 8 tíma alla helgina.

Í gær fór ég svo í fyrsta skiptið í skólan, þá var konan sem ég er hjá búin að redda eh strák í bekknum mínum sem talar ensku til að sýna mér um og fara með mig í tímana og eh þannig. Mér finnst eins og ég sé með barnapíu. En hann er samt alveg fínn og vinir hans líka þótt bara 2 af þeim tali eh ensku, ég held reyndar að þau skilji öll en bara þori ekki að tala þegar eh annar heyrir. Allavegana var ein stelpa sem talaði ekkert við mig fyrr en í dag þegar enginn annar var.
En ég fór fyrst í ensku og það var ekki nærrum því eins strangt eins og ég helt, helmingurinn var ekki með bókina með sér og þau voru ekkert sorry yfir þvi og kennarinn rak þau ekkert út, og allur tíminn var á ensku, eh sem gerist aldrei heima. Svo fór ég í spænsku, á frönsku.. ég skildi ekki neitt. Svo var hádegismatur og það er þvílíkt flott svona cafiteriuveitingastaður í skólanum, 3 retta maltiðir og eh rosa. Allir rosa hissa á að eg borðaði kjötið og salatið saman, salatið er sko borðað fyrst í Frakklandi, þau voru búin að horfa þvílíkt á mig í svona 5 mín áður en eh þorði að spurja haha.
Svo fór ég í Ensku fyrir lengra komna, þau eru að klippa út myndir og líma í bókina sína og skrifa svo um þær. Svo í næsta tíma eigum við að gera eh verkefni á plaggat um afhverju amerika er svona frábær og hvaða æðislegu hlutir það eru sem representa hana.. eða eh þannig. Lásum líka upp eh svona tounge twister á ensku og enginn af þeim gat borið það rétt fram útaf þau eru með svo svakalegan hreim, stundum erfitt að skilja þegar þau tala ensku.

Í dag fór ég í 2 tíma langann íþróttatíma og það mun vera leiðinlegasti tími sem eg hef farið í, við sátum á gólfinu í 2 klukkutíma á meðan að kennarinn talaði á frönsku um hvað verður gert í vetur, og mér skilst að það sé dans, eh hálftíma hlaup samt ekki hratt og svo uppáhalds badminton og blak oh joy. Svo fór ég í ensku fyrir lengra komna og það var verið að tala um að fara í eh ferð til London í desember örugglega en þá mudnum við gista heima hjá fólki og fá svo hinn krakkann til okkar seinna og ég veit ekkert hvort AFS leyfi það þannig ég efast um að ég fari með, en svo voru krakkarnir eh líka að segja að bekkurinn sé að fara til Belgíu og ætla að gá hvort ég megi koma líka. Ég var svo óvænt bara búin í skólanum eftir enskutímann útaf 'barnapían' mín sagði að ég þyrfti ekki að mæta í 2 tíma frönsku bókmenntir útaf mér mundi bara leiðast. Ég fór þá bara upp.. útaf ég á heima í skolanum heehh.. og reyndi að læra frönsku. Fór svo niður og sat með eh krökkum í örugglega 2 tíma og þau svona reyndu að tala við mig á lélegri ensku en svo voru eh 2 sem þýddu bara þannig það var alltilagi.

Fólkið sem ég er hjá var svo að segja að það eru tvær stelpur í skólanum sem vilja host-a mig og fóru með umsóknina mína heim til sín, ég er búin að hitta eina og hún er mjög fín held ég. Ef það verður ekki komið á hreint fyrir helgi þá fer ég með fólkinu sem ég er hjá í alvöru húsið þeirra að hitta dætur þeirra og eh. Ég get ekki sagt að ég sé mjög spennt fyrir því útaf það er 250 km í burtu og ég var frekar bílveik þegar við vorum að keyra í bæinn á sunnudaginn þannig ég hlakka ekki til að fara í bíl í 3 tíma.

Ég fer svo i skolann á morgunn klukkan 8-12 útaf þannig er það á miðvikudögum í frakklandi, sem er nice útaf miðvikudagar eru vanalega lang leiðinlegastir og langir á Íslandi.

En allavegana hérna er komið svakalega langt blogg handa ykkur, ég veit alveg um nokkrar manneskjur sem bíða spennt eftir þessu.. (mamma.. heiðrún.. svandís...)

skrifa ehtíman seinna aftur þegar ég nenni því
okbæ

-Svana

ps. ég er kölluð mjög fjölbreyttum og mörgum útgáfum af nafninu mínu herna, og fólk fer í sjokk við að reyna að bera fram allt nafnið mitt


fimmtudagur, 6. september 2012

Au Revoir Ísland !!

Ég kann ekkert að byrja svona þannig eg ætla bara að stax byrja.. eða eh. 
Ég ss er að fara út á mrg , flugið er klukkan hálf 4 með WOW air, hef aldrei profað það en vona að það séu ekki ógeðslegar flugvélar. 
Fór á ferðafund hjá AFS áðan og það var farið yfir planið með okkur og sagt að eg fengi bráðarbirgðarfjölskyldu í dag.. eg bíð ennþá eftir henni (y)
Um helgina verð ég semsagt í París á námskeiði með fulltfullt af skiptinemum úr öllum heiminum og það spáir eh um 20 stiga hita alla helgina þannig það er bara gaman :) Svo veit ég ekkert hvert ég fer eftir það. 
Ég vildi bara láta alla vita að ég væri að fara á mrg, og kveðja þá bara alla líka hér sem eg náði ekki að kveðja útaf ég fékk að vita klukkutíma áður en Herjólfur fór að ég væri að fara með honum haha. 
Skrifa næst bara ehtímann þegar ég verð komin út. 

-Svana. 

laugardagur, 1. september 2012

haalló

Bonjour
Ég heiti Svana Björk og er að fara sem skiptinemi til Frakklands 7.sept þangað til í júlí á næsta ári. Ég gerði þetta blogg fyrir pínu síðan og ætla nu að deila þvi með ykkur svo þið getið fylgst með hvað eg er að gera skemmtilegt þarna úti :) Ég er ennþá ekki komin með fjölskyldu.. æði. En hún hlytur að fara að detta inn, annars skemmti eg mer bara að búa á götunni ;)
 Það eru allir að spurja mig afhverju eg valdi að fara til Frakklands en ekki Bandarikjanna, eg semsagt hef ekki hugmynd, mig langaði lika að læra nytt tungumál og eg kann alveg ensku þannig ég ákvað bara að Frakkland væri skemmtilegt land og valdi það. Uuhm folk er lika að spurja mig hvað gerist ef eg verð ekki komin með fjölskyldu, en þá fer ég held ég til svona Welcome Family en ég er samt ekki alveg viss.
Við erum 5 stelpur að fara frá Íslandi og það eru 2 af okkur komnar með fjölskyldu. Svo eru líka fullt af krökkum frá öllum heiminum að fara sem ég er aðeins búin að kynnast á facebook.
Enjá eg veit ekkert hvað ég á að skrifa meira þannig eg skrifa bara þegar eg fæ fjölskyldu eða eh.

-SvanaBjörk