Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

sunnudagur, 13. janúar 2013

Hæ ég er dugleg að blogga!

Bon soir!!

Ætla núna að reyna að standa við áramótaheitið mitt og vera duglegri í að skrifa blogg. En þar sem það er stutt síðan að ég skrifaði þá verður þetta stutt og leiðinlegt og eg er ekki buin að taka neinar myndir held ég síðan síðast þannig að ok.

Here it goes.

Síðast þegar ég skrifaði var ég nýkomin heim frá Lyon, ég get eflaust glatt marga..þá sérstaklega foreldra mína, með því að segja að ég er ekkert búin að fara til Lyon síðan þá. Sem þýðir líka að ég er búin að eyða voða litlum pening síðan þá.
Gleymdi líka að segja frá því síðast að ég er búin að skipta um bekk í skólanum og er núna í PremiereL. L stendur fyrir Litterature og það er helst lögð áhersla á tungumál, bókmenntir, sögu og landafræði sýnist mér. Þeir tímar koma allavegana oftast fyrir í stundatöflunni minni sem er sko alls ekki skemmtileg. Fyrir utan að ég mæti í skólan klukkan 10 á mánudögum. Það er kúl. Í bekknum mínum held ég að séu 22 nemendur. Þar af er einn strákur haha greyið, og 4 skiptinemar, Stelpur frá Kína, Eistlandi, Nýja-Sjálandi og svo eitt stykki frábær Íslendingur.

En á í vikunni fór ég bara í skólan að læra örugglega alveg svakalega merkilega hluti, ekki að ég viti voða mikið hvað það snýst um. Það er spes, ég kanski fæ eina setningu og ég veit hvað öll orðin þýða ein og sér en ég get engan veginn raðað henni upp á íslensku eða ensku þannig að hún meiki sens.. Mér var líka sagt mjög kurteisislega að í skólanum í Frakklandi á maður að sita uppréttur og beinn. Ekki liggja sofandi á borðinu. Ég ætla að reyna að muna það á hverjum þriðjudegi þegar ég hef LandafræðiSögu í 2 tíma klukkan 8. Fékk reyndar þá snilldar hugmynd um að taka bara með mér bók til að lesa í skólan, það endist í 2 daga eða þangað til eh kennari sagði að ég ætti frekar að læra. Skólinn minn er frekar spes, held ég gæti gert heilt blogg um það hvað hann er spes. Eins og til dæmis á fimmtudaginn var ég að drepast í hausnum og ákvað að meika ekki 2 tíma íþróttir seinni partinn þannig ég ætlaði að fara heim. Gerði bara ráð fyrir að ég gæti farið heim og hostmamma min gæti hringt í skólann og látið vita eða eh þannig. En ég ákvað samt að spurja krakkana í bekknum og þá er það sko alls ekki þannig. Ég þurfti að fara á einhverja skrifstofu og þar þurfti að hringja í fjölskylduna mína og þau þyrftu helst að koma að sækja mig, en ég fékk reyndar að labba heim sjálf útaf ég á heima það stutt frá skólanum, sem var fínt þar sem ég er ekki alveg að fíla það að sitja í bíl í Frakklandi..sérstaklega ekki þegar ég er með hausverk.

Það samt vanalega gerist aldrei neitt súper skemmtilegt hérna nema þegar ég hitti hina skiptinemana. Þá er alltaf gaman. Við reynum oft að borða öll saman í Annonay á miðvikudögum útaf þá er bara skóli til 12. Reynum alltaf að koma með eh plan til að gera eða skipta um stað til að fara á en við endum oftast inná sama veitingastaðnum og förum svo á eitt af tveimur aðal kaffihúsunum hérna og sitjum þar allan dagin, held að kaffihúsaeigendurnir séu ekkert að fíla það þar sem við erum ekkert að versla neitt mikið þar. En það er samt alltaf fjör þótt við séum ekki að gera neitt. Þá líka getum við hitt annað fólk. Mér sýnist Frakkar gera voða lítið af því að fara út úr húsi, eru mikið bara heima að læra, líka á laugardögum.

En til tilbreytingar frá kaffihúsum og rölti í Annonay þá ákváðum við að halda sleepover og gista öll saman á föstudaginn. Ég er ekki í sama skóla og hinir þannig ég þurfti að fara þangað og hitta þau þar til að taka rútuna saman. Ég hélt nottla að ég yrði í allan dag að labba þangað þannig ég dreif mig þvílíkt mikið úr skólanum og heim til að sækja draslið mitt. En svo var ég komin og þá voru þau ekki einusinni þarna þannig ég þurfti að bíða eins og hálfviti fyrir utan skólann standandi við ljósastaur í hálftíma.

Svo um kvöldið vorum við búin að ákveða að elda matinn. Það var ekki ég sem tók þá ákvörðun, og ég held að það hjálplegasta sem ég gerði var að opna ostpoka eða eh álíka. Ég er ekki mjög hæfileikarík í eldamennsku. Svo fórum við í Wii í Just Dance sem ég nottla rústaði. Ég samt nojoke vann allavegana tvisvar. Ég held að íslendingar séu ekki jafn dansglaðir og útlendingar, þau vilja alltaf vera að dansa og þannig. Ekki ég.

Svona til að monta mig aðeins þá horfðum við á mynd á frönsku í gær og ég skildi allt!! Hefur pottþétt ekkert að gera með það að myndin sem við horfðum á var Twilight sem ég nottla kunni afturábak og áfram fyrir ca 3 árum...Ég og Isabela gátum allavegana leikið suma hluta myndarinnar með, öllum öðrum til mikillar ánægju. Við fórum reyndar líka í Bíó, ég skildi ekki alveg jafn mikið þar en ég samt skildi myndina, og ég sofnaði næstum.


                                                               Fléttuðum okkur saman :P


Fólk að elda - sérstaklega vel opnaður ostpoki. 



Ok ég ætla að prófa að gera svona differences á Frakklandi og Íslandi. Veit samt ekki alveg hvernig ég ætla að skrifa það. Verður örugglega mest um skólann.. en ok

  • Frakkland
  • Ísland

  • Ef þú mætir bara smá of seint í skólann hérna þá þarf foreldri að vera búin að skrifa niður í serstaka bók ástæðuna afhverju þú ert sein/n.
  • Í Fív breytir það voða litlu máli þótt þú mætir 5 mín of seint, hef oft gert það og aldrei fengið seint. 

  • Hér standa allir upp þegar kennarinn  kemur inn í stofuna og standa þangað til kennarinn gefir leyfi til að setjast. Þetta er til að sýna virðingu við kennarann eða eitthvað þannig.
  • Efast um að fólk mundi taka þátt í þessu ef þetta yrði reynt á Íslandi. 

  • Kennarinn talar nánast allan tíman og krakkarnir skrifa niður eftir honum.
  • Kennarinn reyndar talar yfirleitt nánast allan tíman heima líka í flestum tímum en það er í mjög fáum tilvikum sem það er skrifað niður hvert einasta orð sem hann segir. 

  • Það er ekkert að því að taka upp tissjú í miðjum tíma og snýta sér svo eins hátt og þú getur, og láta svo skítugt tissjúið AFTUR Í VASANN. Þetta er enn ógeðslegara þegar kennararnir gera það.
  • Ef þetta yrði gert á Íslandi mundiru heyra allavegana 2-3 'OJJJJ'.

  • Skólinn hérna er mjög langur, er alltaf til 5-6 á daginn. Reyndar er ég alltaf í 2 tíma hádegi. 
  • Á Íslandi er þetta 8- 3 eða 4 og yfirleitt eitt stykki gat á dag.

  • Í Frakklandi er bara skóli fyrir hádegi á miðvikudögum. Ég elska það.
  • Á Íslandi er miðvikudagurinn yfirleitt lengstur og leiðinlegastur. 


  • Mötuneytið hérna er eins og fínasti veitingastaður, getur valið um óhollt eða hollt og það eru 3 réttir innan hvers og svo forréttir og eftirréttir líka. Svo er líka samlokusjoppa.
  • Vil nú ekki gagngrýna Fív en þússt...Það er ekki einusinni mötuneyti. 

  • Stundataflan er Hell! Veit voða sjaldan hvaða tíma ég er að fara í og stundum eru þeir bara ekkert, fer bara eftir vikum. Svo líka byrja tímarnir t.d. klukkan 8:54, 10:48 og þessháttar, þessu komst ég að klukkan 9 á þriðjudagsmorgni þegar ég mætti seint í sögu. 
  • Þú hefur allt sem þú þarft að vita á stundatöflunni á Innu. 

  • Hérna er ég alltaf í sömu skólastofunni, með sama fólkinu og í sama sætinu sem að kennarinn velur.
  • Mér finnst breytileikinn heima betri. Ég vil velja mér sæti sem mér hentar. 

  • Eins og ég kom að áður þá situru uppréttur í skólanum í Frakklandi. 
  • Miðað við allar sofandi-metnaðar myndirnar sem fólk er að posta á facebook þá er ég nokkuð viss um að það sé ekki þannig í skólum á Íslandi. 

  • Símar eru stranglega bannaðir. Alltaf. Labbaði einusinni inní andyrið í símanum og mér var sagt að fara út. 
  • Heima þá er mjög algengt að fólk gleymi að segja símann á silent í tímum og voða sjaldan sem kennarinn gerir eitthvað í því. Er líka nokkuð viss um að kennararnir viti að fólk sé í símanum í tíma þótt við reynum að leyna því...eða ekki.

  • Hérna mæta stelpurnar í háum hælum og kjólum í skólann bara afþví að það er þriðjudagur eða eitthvað þannig. Og eru yfirleitt með eyeliner og engan maskara, stundum augnskugga í allt öðrum lit sem passar enganveginn við. Sportföt eru mjög sjaldséð, ekki einusinni hjá strákum.
  • Hettupeysa og íþróttabuxur eru eitthvað sem allir nota í skólanum. 

Fékk góða hugmynd. Næst þegar ég skrifa blogg geri ég svona Differences um eitthvað annað. Sniðugt right? 



bæjóóóóó.



7 ummæli:

  1. He he he ......... ætti kannski að fá mér vinnu þarna í Frakklandi. Gott að vita að það er ýmislegt gott hér á Fróni. Kveðjur yfir hafið. Mamma

    SvaraEyða
  2. Sælar
    jæja looksins kom pakkinn á hárréttum tíma á afmælisdaginn sjálfan, bjargaðir alveg deginum :) en alltaf gaman að heyra hvað það er gaman hjá þér og hvað þér leiðist í skólanum. sé það hjá þér hvað íslendingar eða vestmannaeyjingar eru kærulausir miðað við frakka í skólamálum sem er bara gott ;D Við þurfum bráðum að fara taka skype kvöööld !! eins gott að frakka vinna ekki HM eða mér er sama en mjög gott að þú stendur með þínu landi ÁFRAM ÍSLAND !!!! :D

    SvaraEyða
    Svör
    1. Sælar
      jæja looksins kom pakkinn á hárréttum tíma á afmælisdaginn sjálfan, bjargaðir alveg deginum :) en alltaf gaman að heyra hvað það er gaman hjá þér og hvað þér leiðist í skólanum. sé það hjá þér hvað íslendingar eða vestmannaeyjingar eru kærulausir miðað við frakka í skólamálum sem er bara gott ;D Við þurfum bráðum að fara taka skype kvöööld !! eins gott að frakka vinna ekki HM eða mér er sama en mjög gott að þú stendur með þínu landi ÁFRAM ÍSLAND !!!! :D
      ahhh fattaði að ég gleymdi víst að kveðja þannig að þú sæir hver þetta væri svo þetta er frá mér Bryndísi Jóns

      Eyða
  3. Gaman að sja muninn á milli þjóða.Flott blogg.
    Kveðjur amma+afi(tæknivæddu,ha.ha)

    SvaraEyða
  4. Bara líf og fjör hjá þér, gaman að vita hversu ólíkir skólarnir eru.Haltu áfram að hafa gaman og go blogg girl.
    Vala

    SvaraEyða
  5. Hææ!
    þvílíkt gaman að lesa um hvað það er skemmtilegt í skólanum hjá þér :) hah og va hvað þessi skóli hljómar ææðislega .. Held ég myndi ekki meika 1 dag ! Hahah
    En vil fá fleiri myndir úr þessu sleepoveri það lookar eins og það hafi verið gaman hjá þér (you know what i mean .. Hahahah) en gerðu meira svona differences dót, það er þvílíkt gaman að lesa það!
    Og vaa þúrt dugleg að kaupa varla neitt..
    Veit allavega að þig skortir ekki húfur hah
    En allavega, hafðu rosa gaman með vinunum og sérstaklega einum ákveðnum vin ;))
    Bæjooooo
    -Heiðrún ;)

    SvaraEyða
  6. Flott blogg hjá thér, voda gaman ad sjá muninn á milli landanna. Hér er einmitt líka thessi snýtumenning, meira ad segja vid matarbordid í mötuneytinu tekur manneskjan alltíeinu upp á thví ad snýta sér med látum yfir matarbordinu.... frekar ósexy en mér skilst ad thad thyki ósidur ad sjúga upp í nefid og thví sé thetta svona.

    Held nú almennt ad á Íslandi megi nemendur bera meiri virdingu fyrir kennurum og hvert ödru thannig ad ég held thad sé bara flott ef thú getur innleitt svona brot af FR menningu inn í FÍV thegar thú snýrd aftur ;)

    knús úr Djörmó
    Svandís

    SvaraEyða