Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

sunnudagur, 3. febrúar 2013

Halfway Through!

Haalló!

Getur einhver minnt mig á afhverju í ósköpunum ég ákvað að gera blogg? Þetta er alveg hörmungar leiðinlegt og ég veit ekki hversu oft ég er búin að byrja á þessu bloggi og stroka út. Hef ekkert að segja. Eða þússt ég hef alveg fullt að segja, nenni bara enganveginn að muna það.

En það er allavegana kominn Febrúar og í næstu viku verð ég búin að vera hérna í 5 mánuði og á þá bara 5 mánuði eftir. Sem þýðir að ég sé hálfnuð, svona ef þið föttuðuð það ekki ;)
Veit ekki alveg hvort mér finnst eh eins og ég sé búin að vera herna í 5 mánuði eða ekki. Þetta er allt að líða frekar hratt. Nema þarna mánuðurinn sem ég var ekki með fjölskyldu, hann var í heila eilífð að klárast. Efast líka ekki um að þessir 5 mánuðir sem eru eftir verði súper fljótir að líða. Sem er bæði gott og slæmt.

 Gott útaf það er fullt af skemmtilegum hlutum að gerast og þannig. Slæmt afþví að þá verð ég komin heim áður en ég veit af og þarf að fara í skólann og læra og leiðinlegt. Get ekki sagt að ég hlakka til að koma heim. Eða þússt það verður alveg fínt að fara heim og hitta alla og ekki vera útlendingurinn sem er öðruvísi og skilur ekki neitt, en þá þýðir það að þetta ár sé búið og ég mun aldrei fá það aftur, og það er ömurlegt. Það þýðir líka að ég muni ekki fá að hitta allt fólkið sem ég er búin að kynnast hérna, og það er þvílíkt sorglegt að hugsa til þess að við eigum bara 5 mánuði eftir saman og svo þurfum við að kveðjast og kanski aldrei hittast aftur. Er samt meira að tala um hina skiptinemana þegar ég segji þetta. Er ekkert búin að eignast eh svakalega góða franska vini útaf öllu skiptingaveseninu á mér. En það er hellingur af skiptinemum í bænum mínum, bæði með AFS og ekki og við erum frekar dugleg að hittast og þá er alltaf fjör og ég á eftir að sakna þeirra svoooo mikið þegar ég kem heim.

Það var líka AFS námskeið síðustu helgi þar sem allir skiptinemarnir á svæðinu mínu hittumst og gistum eina nótt ásamt frönsku fólki sem er að fara út með Afs á næsta ári. Ég samt sá alveg þar hvað ég er mikil hörmung í frönsku þar sem nánast allir eru farnir að tala fluent frönsku nema ég. En það eru samt allavegana 3 fólk sem ég tala betur en! Já ég er stolt af því! En já það var líka sjálfboðaliði þarna sem fór til Íslands þannig að ég gat talað íslensku við hana sem var kúl og ég er þvílíkt hissa hvað hún hefur náð að læra íslensku vel á bara 10 mánuðum þar sem að það er hellingur af útlendingum sem er búinn að búa á Íslandi í trilljón ár en geta samt ekki talað, en hún talar þvílíkt vel. Ætla að vona að ég nái frönskunni þannig núna í náinni framtíð.

Á námskeiðinu vorum við bara eh að tala um Frakkland og þannig skemmtilegt námskeiðisdótaríi og svo fengum  við líka fullt af frítíma til að bara tala öll saman og ég og David frá Bandaríkjunum fléttuðum allt hárið á Roselil frá Danmörku í litlar fléttur. Ok það var samt meira ég þar sem að hann kann ekki að flétta fallegt. Það var líka allt hitt fólkið frá Afs sem býr ekki í mínum bæ þannig að það var fint að hitta alla þar sem að ég var ekki búin að hitta flesta síðan í Desember, og suma ekki síðan í Október. Fórum svo líka í göngutúr um þorpið sem við vorum í og þannig stuð. Það var samt reyndar hörmung að keyra þangað, bæði fram og til baka. Ég HATA vegina í Frakklandi. Oj hvað ég var nálægt því að æla!!

Fór líka um daginn í kveðjupartý frá skipitnema sem var í skólanum mínum frá Venezuela en hún var að fara heim í janúar og hún bjó í þússt svaka kastala, þvílíkt flott. Vá hvað ég mundi samt vera fúl ef ég væri að fara heim bara núna. Franskan er bara svona rétt að byrja að koma hraðar núna og það væru ömurlegt að fara heim.

Skólinn minn er alltaf sama bullið. Veit voða sjaldan hvað er í gangi og hvort ég á að fara í tíma eða ekki. Td á morgunn held ég að ég sé í tíma frá 11-12 og svo 3-4. En það gæti verið að ég sé líka í tímum frá 2-3 og 4-6 en það kemur þá bara í ljós. Það eru reyndar bara 3 vikur eftir af skólanum held ég og svo er 2 vikna frí og þá kemur Rakel til mín í viku og ég hlakka til, þá verður stuð!! Ætluðum reyndar að fara til Parísar til Guðbjargar en þá þarf hún bara að fera að Belgíast eh þannig að við redduðum þessu bara svona og stefnum svo á París í Júní.

Um helgina er ég ekki búin að gera mikið að viti. Er til dæmis búin að eyða deginum í dag í að reyna að vera góð í að spila á píanó og leita af nótum á netinu. Ef einhver veit um nótur af þessu lagi þá má alveg endilega segja mer það! ' http://www.youtube.com/watch?v=pTHxmRolnH4 ' Í gær tók ég mig til og fór og lét lita hárið mitt brúnt! Ójá þið heyrðuð rétt, Svana er ekki lengur ljóshærði íslenski víkingurinn. Er bara íslenski víkingurinn núna. Eða ég vill allavegana meina að ég sé víkingur, er allavegana með sterkleikann í það ;)


Tók nokkarar myndir niðrí bæ

Bíóið

supermarkaður og eh

Stundum lætur fólk mig bíða lengi eftir sér fyrir utan bíóið og þá leiðist mér!

Annonay!

Miðvikudagsdeit hjá skiptinemum <3

Það er stundum creepy að labba heim

Fundum svona rosaflottan súludansstað

Ein af síðustu ljóshærðu myndunum

Stundum leiðist mér á föstudagskvöldum og æfi þá snyrtifræðihæfileikana mína ;)

Svo er ég víst bara orðin dökkhærð!



En afþví mér finnst leiðinlegt að skrifa blogg og öllum finnst svo gaman að lesa svona mismuna thingy þá here you go:


  • France
  • Ísland

  • Það eru allir með brún augu. Eina bláeygðafólkið í bekknum mínum eru skiptinemar. 
  • Að vera bláeygður er ekki íslensk steríotypa fyrir ekki neitt. 

  • Þú þarft ekkert endilega að fara úr skónum þegar þú ferð inn í hús hjá fólki, flestir ekki einusinni með stað til að láta skóna.
  • Dónalegt að vaða inná skónum án leyfis. Nema kanski hælum og þannig. 

  • Í Frakklandi eru allir kurteisir, alltaf. Líka þegar þú ert bara að biðja um að rétta þér eh.
  • Setning sem ég hef aldrei heyrt: Viltu gjöra svo vel að vinsamlegast vera svo væn að rétta mér vatnið?...Takk kærlega. 

  • Hér loka búðir í hádeginu og veitingastaðir loka yfir miðjan daginn.
  • Held að það séu voða fáar búðir sem loka í hadeginu heima.

  • Mér var sagt af 4 manneskjum að ég væri góð í fótbolta.
  • Ef einhver mundi segja þetta við mig á Íslandi þá væri sá hinn sami örugglega ekki í lagi í hausnum. 

  • Bekkurinn minn spilar fótbolta eins og 7 ára krakkar. Allir hlaupa saman í átt að boltanum og svo þegar þú ert búin að ná boltanum þá er markmiðið að sparka honum eins langt frá þér og hægt er. Þú ert líka ekki í liði, þú tekur boltann af liðsfélögunum þínum eins og andstæðingunum. 
  • Bekkurinn minn frá 7.-10. bekk er pretty much eins og landslið miðað við þetta. 

  • Ég er ca 3x búin að finna fyrir vind síðan ég kom til Frakklands. 
  • Ætla ekki að fara að tala um vind í Eyjum. 

  • Allt sjónvarpsefni er á frönsku. Og þá meina ég allt. Stundum er líka ekki hafið fyrir því að lækka í enskunni og bara töluð franska yfir, þá er voða erfitt að skilja. 
  • Íslenska sjónvarpsefnið er á Íslensku, annað er textað. 
Nenni ekki meir. Skrifa bara næst þegar ég nenni. Ætlaði að skrifa á hverjum sunnudegi haha en já eg er ekki búin að skrifa í 3 vikur núna. Þannig já, 

Bæjóó