Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

þriðjudagur, 11. september 2012

Komin til Saint-Lo

FYI þá er ég búin að vera í Frakklandi í 5 daga og ekki búin að eyða einni krónu.. núna verður pabbi sko stoltur.

Við hittumst allar 5 stelpurnar frá Íslandi í Keflavík klukkan hálf 2 á föstudaginn og tjekkuðum okkur inn saman, ég fékk þann heiður að vera með mestu yfirvigtina eða 30 kíló :$ Ekki nóg með það heldur var handfarangurinn 11 kíló en sem beturfer tjekkaði enginn á því. Svo fórum við í fríhöfnina og í Victoria's Secret !!! keypti samt bara eitt ilmvatn í þetta skiptið. Fórum svo í flugvelina og það var alveg svaakalega gaman, sérstaklega þegar flugmaðurinn ruglaðist og sagði að við myndum lenda í London eftir 20 mínútur. En allavegana þar kynntumst við hvor annari eh og þetta eru roooosalega fínar stelpur og við ætlum að hittast eh á meðan við erum hér. Við lentum á undan áætlun og vorum bunar að bíða á flugvellinum eftir sjálfboðaliða sem var líka að bíða eftir okkur pínu lengi en svo þurftum við að bíða meira, en það var alltílagi því við sáum nýjustu tískuna í París sem ég og Rakel tókum rosa sneaky mynd af , svo alltíeinu kom kona útaf klósettinu og byrjaði að tala íslensku við okkur það var fyndið. Það var líka sjálfboðaliði þarna sem var lúmskt líkur Glanna Glæp.
Svo fórum við á eh hostel og við vorum næst síðastar til að lenda þannig að það voru allir komnir nema við. Ég var í herbergi með stelpum frá Noregi og Póllandi. Klukkan var orðin svo margt að eg for eiginlega bara strax að sofa .. samt sofnaði klukkan 4, og við þurftum að vakna klukkan 7 (y).

Ég allavegana svo vaknaði og við fórum í morgunmat og fórum svo í rútuferð um París, það var fínt nema að rútan fór pínu hratt og við sátum hjá ógeðslega skítugum glugga þannig að myndirnar mínar eru hörmung. Við fórum svo út við Eiffel turnin og tókum milljón myndir þar og gerðum æðislegan funky chicken dans sem sumir fíluðu meira en aðrir. Það voru allir að taka þvílíkt stórar hópmyndir með öllum frá landinu og við vorum geðveikt lonely bara 5 þannig ég ákvað að við mundum bara taka mynd með danska fólkinu og með þeim var færeysk stelpa sem skildi okkur þegar við töluðum íslensku haha.
Við löbbuðum svo hinumegin við Eiffel turninn og það var alltaf eh pirrandi gjella að segja að við máttum ekki labba á undan og blabla. Svo fórum við aftur í rútuna og uppá hótel og þá fórum við íslensku stelpurnar í hóp með dönunum og það var eh spjall um væntingar og hvað við ætlum að gera til að ná markmiðunum okkar á þessu ári.. Rakel kom með rosalega góða hugmynd og ég var hlægjandi allan tíman útaf því þannig ég held að ég hafi ekki verið í neinu svakalegu uppáhaldi hjá sjálfboðaliðanum. Svo var ég líka að skrifa á dönsku til dönsku krakkanna og þau að reyna að skilja það sem við skrifuðum á íslensku.

Eftir það vorum við bara að hitta fólk og eh þannig, pinu vandræðalegt útaf ég er í hóp með meirihlutanum af þeim ( 280 krakkar allt í allt í frakklandi með afs) og ég hef greinilega verið að commenta eh mikið og það vissu næstum allir hver ég væri og ég þekkti bara svona 10 manns eða eh. En ég kynntist alveg helling af fólki þarna þóttt við vorum mest bara íslensku stelpurnar og svo talaði ég aðeins við hina norðurlandabúana um kvöldið, það var fínt.

Daginn eftir þurftum við svo að kveðja alla og fara til fjölskyldunnar. Ég fór í lest með 4 öðrum krökkum, 2 stelpum frá Bandaríkjunum sem eru í ca klukkutíma fjarlægð frá mér, japönskum strák sem ég hef ekki hugmynd um hvar er, og svo strák frá Brasilíu sem er með mér í skóla. Ég byrjaði á því að vera að reyna að troða risa töskunni minni i gegnum ganginn og rakst óvart í eh kall sem var með lappirnar útum allt gólf. Hann öskraði eh á mig á frönsku og eg var alveg i'm sorrry i'm sorry og konurnar við hliðná horfðu alveg á hann geðveikt sorry eh. Það var ekki gaman.

Svo komum við á lestastöðina í Caen eftir 2 tíma og fórum með öllum fjölskyldunum á strönd þar rétt hjá að borða eh mat sem var ekki góður, td pizza með engu nema lax, ekki sósa, ekki ostur, bara lax. Vatnið hérna er líka ekki gott, fengum td ógeðslegt vatn í rútunni í París sem allir nema íslendingarnir drukku haha.

Síðan fór ég með 'fjölskyldunni' sem er samt bara kona og maður 'heim'. Konan er skólastjórinn í skólanum sem ég er í og allir skólastjórar í Frakklandi búa í skólanum.. já þið heyrðuð rétt, Ég bý Í SKÓLANUM. Samt sko í íbúð uppi sem er alveg semi stór og það er líka heimavist hér. Þetta er samt bara Welcome fjölskylda þannig ég verð hér í hámark 2 mánuði. Ég tók bara uppúr töskunni og fór svo fljótlega að sofa, var þvilikt þreytt eftir að hafa sofið í mestalagi í þússt 8 tíma alla helgina.

Í gær fór ég svo í fyrsta skiptið í skólan, þá var konan sem ég er hjá búin að redda eh strák í bekknum mínum sem talar ensku til að sýna mér um og fara með mig í tímana og eh þannig. Mér finnst eins og ég sé með barnapíu. En hann er samt alveg fínn og vinir hans líka þótt bara 2 af þeim tali eh ensku, ég held reyndar að þau skilji öll en bara þori ekki að tala þegar eh annar heyrir. Allavegana var ein stelpa sem talaði ekkert við mig fyrr en í dag þegar enginn annar var.
En ég fór fyrst í ensku og það var ekki nærrum því eins strangt eins og ég helt, helmingurinn var ekki með bókina með sér og þau voru ekkert sorry yfir þvi og kennarinn rak þau ekkert út, og allur tíminn var á ensku, eh sem gerist aldrei heima. Svo fór ég í spænsku, á frönsku.. ég skildi ekki neitt. Svo var hádegismatur og það er þvílíkt flott svona cafiteriuveitingastaður í skólanum, 3 retta maltiðir og eh rosa. Allir rosa hissa á að eg borðaði kjötið og salatið saman, salatið er sko borðað fyrst í Frakklandi, þau voru búin að horfa þvílíkt á mig í svona 5 mín áður en eh þorði að spurja haha.
Svo fór ég í Ensku fyrir lengra komna, þau eru að klippa út myndir og líma í bókina sína og skrifa svo um þær. Svo í næsta tíma eigum við að gera eh verkefni á plaggat um afhverju amerika er svona frábær og hvaða æðislegu hlutir það eru sem representa hana.. eða eh þannig. Lásum líka upp eh svona tounge twister á ensku og enginn af þeim gat borið það rétt fram útaf þau eru með svo svakalegan hreim, stundum erfitt að skilja þegar þau tala ensku.

Í dag fór ég í 2 tíma langann íþróttatíma og það mun vera leiðinlegasti tími sem eg hef farið í, við sátum á gólfinu í 2 klukkutíma á meðan að kennarinn talaði á frönsku um hvað verður gert í vetur, og mér skilst að það sé dans, eh hálftíma hlaup samt ekki hratt og svo uppáhalds badminton og blak oh joy. Svo fór ég í ensku fyrir lengra komna og það var verið að tala um að fara í eh ferð til London í desember örugglega en þá mudnum við gista heima hjá fólki og fá svo hinn krakkann til okkar seinna og ég veit ekkert hvort AFS leyfi það þannig ég efast um að ég fari með, en svo voru krakkarnir eh líka að segja að bekkurinn sé að fara til Belgíu og ætla að gá hvort ég megi koma líka. Ég var svo óvænt bara búin í skólanum eftir enskutímann útaf 'barnapían' mín sagði að ég þyrfti ekki að mæta í 2 tíma frönsku bókmenntir útaf mér mundi bara leiðast. Ég fór þá bara upp.. útaf ég á heima í skolanum heehh.. og reyndi að læra frönsku. Fór svo niður og sat með eh krökkum í örugglega 2 tíma og þau svona reyndu að tala við mig á lélegri ensku en svo voru eh 2 sem þýddu bara þannig það var alltilagi.

Fólkið sem ég er hjá var svo að segja að það eru tvær stelpur í skólanum sem vilja host-a mig og fóru með umsóknina mína heim til sín, ég er búin að hitta eina og hún er mjög fín held ég. Ef það verður ekki komið á hreint fyrir helgi þá fer ég með fólkinu sem ég er hjá í alvöru húsið þeirra að hitta dætur þeirra og eh. Ég get ekki sagt að ég sé mjög spennt fyrir því útaf það er 250 km í burtu og ég var frekar bílveik þegar við vorum að keyra í bæinn á sunnudaginn þannig ég hlakka ekki til að fara í bíl í 3 tíma.

Ég fer svo i skolann á morgunn klukkan 8-12 útaf þannig er það á miðvikudögum í frakklandi, sem er nice útaf miðvikudagar eru vanalega lang leiðinlegastir og langir á Íslandi.

En allavegana hérna er komið svakalega langt blogg handa ykkur, ég veit alveg um nokkrar manneskjur sem bíða spennt eftir þessu.. (mamma.. heiðrún.. svandís...)

skrifa ehtíman seinna aftur þegar ég nenni því
okbæ

-Svana

ps. ég er kölluð mjög fjölbreyttum og mörgum útgáfum af nafninu mínu herna, og fólk fer í sjokk við að reyna að bera fram allt nafnið mitt


16 ummæli:

  1. aaaah mér finnst fyndið að franskur kall fór að öskra á þig hahha en já, svana farðu að drífa þig á kaffihúsin ... þú veist hvað ég er að meina hahah
    en já, skemmtu þér æðislega og sendu mer bara fullt af smsum í þessari bilferð hahah þá leiðist þér ekki :))
    en hafðu rosalega gaman og taktu miklu, miklu fleiri myndir ! samt ekki af eiffel turninum, alveg nóg af myndum komnar af honum hahh :D
    en já, ég commentaði ;)
    kveeeðja heiðrún :*

    SvaraEyða
  2. Sorry að ég las þetta ekki í íslenskutímanum á morgunn ég gat ekki beðið en flott blogg :D gott að vita að allt gengur svona vel hjá þér. rosa snilld er það hjá þér að vera í 2 tíma leikfimistíma ég myndi vilja það :) Ég er held ég sé líka pínu stolt af þér að hafa ekki verslað og þú búinn að vera í 5 daga. hef ekkert meira að segja svo vertu duglega að láta vita af þér og flottar myndir sem þú settir inn í gær :) kv Bryndís Jóns

    SvaraEyða
  3. Þú ekki búin að eyða pening ? Í útlöndum ???...hvar er Svana sem allir þekkja ?!?!?!?!?!?
    kv. Kareeen ensku partner

    SvaraEyða
    Svör
    1. ja eg spurði hana hvort hun væri veik hahaa
      kv heiðrun :)

      Eyða
  4. Hérna er comment svo þú sért ekki bara skrifa til þín eða ehv :D
    enn váá 2 tíma leikfimi:)
    ekkki búin að eyða neinum penning ÓLÍKT þér!!
    en haha hvernig er svo að búa í skólanum???
    kv. Bergey

    SvaraEyða
  5. hvað segir sá svarti? hahah
    -you know who

    SvaraEyða
    Svör
    1. vá hvað ég vildi að það like takki herna..hahaha
      -heiðrun

      Eyða
  6. ahah það er engin smá yfirvigt!
    een ein spurning.. svo ég skilji þetta rétt
    "FYI þá er ég búin að vera í Frakklandi í 5 daga og ekki búin að eyða einni krónu.. núna verður pabbi sko stoltur"
    "Svo fórum við í fríhöfnina og í Victoria's Secret !!! keypti samt bara eitt ilmvatn í þetta skiptið."
    ..stalstu ilmvatninu?
    og þú ert nú meiri óþekktarormurinn að labba á undan og komast í ónáð hjá sjálfboðaliðunum!
    og aujjh spurðu strákinn frá Brasilíu hvort hann þekki Victor sem var skiptinemi í bandaríkjunum & í skóla með mér heeh :)
    en oj hvað ég öfunda þig mig langar aftur ;(
    Og hahah hversu mikil snilld að þú getir sagt að þú farir "upp" þegar þú ert að fara heim úr skólanum því þú átt heima í skólanum!
    og mér finnst ógeðslega fyndið að þið hafið gert verkefni um af hverju amerika sé frábær! ég hélt að Frökkum fyndist þeir bestir..
    en gangi þer rosaaavel og hafðu gaman og taktu meiri myndi :)
    Selma

    SvaraEyða
    Svör
    1. eg var ekki komin til frakklands þegar eg fór i victorias secret selma min...
      og mer finnst eins og að enskukennarinn algjörlega dýrki bandaríkin sko, kanski er ég bara að misskilja.

      Eyða
  7. Pabbi þinn hoppaði hæð sína yfir sparseminni hjá þér he he he. Fáðu Anne til að kaupa handa þér ferðaveikislyf fyrir bíltúrinn, það verður bara gaman að kíkja þangað. Mundu eftir að taka myndavélina með. Koss og kram mammslan.

    SvaraEyða
  8. Gaman að lesa þetta.Hlynur Sigmars er í borg ekki langt frá þér Boulogne sur mer.Ef eitthvað kemur uppá er gott að vita af honum.Hlökkum öll til að lesa meira frá þér frænka.
    kv Vala og Sigríður

    SvaraEyða
  9. Frábaert ad sjá pistil frá thér, thú ert skemmtilegur penni og plís keep them coming dear ;)
    Ég er eins og allir forvida yfir thví ad peningabuddann sé enn óopnud af fröken Svönu Björk.... hvad er Frakkland búid ad gera vid fraenku mína. Grunar samt ad um leid og thú laerir á samgöngurnar verdur breyting á og H&M, Claire´s og fleiri kedjur munu taka sölukipp ;)
    Segi eins og múttan thín, kauptu ferdaveikislyf. Maeli med tyggjói, alger snilld :)

    Spennandi ad fylgjast med thér og verdur fródlegt ad sjá hvad kemur út úr thessu med nýja fjölskyldu.

    later,
    kv. Svandís

    SvaraEyða
  10. ps. dáldid svona eltihrellilegt ad sjá alltaf hvenaer og hve oft ég kem á síduna thína í von um fleiri komment og faerslur.....

    Liebe Grüße
    Svandís

    SvaraEyða
    Svör
    1. hahah, ég skal senda þér póst á facebook næst þegar ég nenni að skrifa

      Eyða
  11. Gaman að lesa um ævintýri þín. Hafðu það sem allra best. Kveðja amma

    SvaraEyða