Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

mánudagur, 5. nóvember 2012

Rosastutt Update :)

hæ hæ hæ hæ

Ætla að skrifa smá stutt blogg útaf því að ég er komin til nýju fjölskyldunnar, og er reyndar búin að vera hér í 6 daga. Þetta er semsagt frekar stór fjölskylda en hún samanstendur af 7 einstaklingum.

Pabbinn er stjórnandi á elliheimili hérna rétt hjá og vinnur frekar mikið, og svo það sem mér finnst þvílikt kúl er að hann fór sem skiptinemi til Íslands árið '83 og hefur meirasja farið til Vestmannaeyja.
Mamman sem er frá Sambíu er dagmamma og er með það heima hjá sér þannig að það eru yfirleitt 2-3 börn hérna á daginn og eitt sem grenjar frekar mikið.
Elsta dóttirin heitir Estelle og er 21 árs og býr ekki herna heldur í þorpi sem er fast við bæinn minn og hún er að vinna sem kokkur á veitingastað.
Næst elsta dóttirin heitir Sophie og er 16 ára og er í sama skóla og ég fer í.
Næsta dóttir heitir Anne og er 13 ára og er í collage sem er skolinn á undan lyceé.
Næsta dóttir heitir Catherine og er 10 ára og er líka í collage.
Yngsta dóttirin heitir Nathalie og er 6 ára og mér skilst að hún sé í 2. bekk í primary school.

Ég bý í Annonay sem er ca 18 þúsund manna bær klukkutíma fyrir sunnan Lyon og er svona nokkurnveginn í Suð-Austur-Mið Frakklandi... Ég byrja í skóla á mánudaginn í næstu viku sem er einkaskóli ;P Verð reyndar held ég með 15 ára krökkum í bekk en ok...

Síðan ég kom hingað er ég búin að fara til Valence og einhvern eins annars bæjar og við fórum í eh búðir, voru reyndar flestar eh svaka merkjabúðir (samt ekki merki sem eg þekkji) þannig eg keypti eiginlega ekki neitt, svo fór ég í keilu sem gekk það vel að ég var í næstsíðasta sæti. Fór svo með Sophie í party a föstudaginn þar sem ég þekkti ekki eina manneskju og skildi ekkert hvað var í gangi þannig ég ákvað að vera þvílíkt svöl og láta sækja mig klukkan 11. Í gær fór ég svo í sirkus með hostmömmu minni og 3 af systrunum.


    husið - tek betri mynd seinna
herbergið mitt, hreint og fínt 


Enjá ætla ekki að hafa þetta lengra, fólk er víst ekkert að fíla það þegar ég skrifa löng blogg...
Au revoir ....heeehhe er svo góð í frönsku ;)


xoxo

SVANA BJÖRK ;)

4 ummæli:

  1. skemmtilegt að heyra :) flott fjölskylda.
    Við Heiðrún erum að vinna í afmælis og jólagjöf handa þér
    og eitt í viðbót ætla að vera á undan heiðrúnu að kommenta :D
    kv Bryndís Jóns

    SvaraEyða
  2. Flottar fréttir en ég er voða forvitin að vita hvað eru mörg baðherbergi í húsinu þ.s. mikið er af kvenfólki.Og þú ert búin að vera í 2 mánuði ótrúlegt.Allir biðja að heilsa.

    SvaraEyða
  3. HEY ég öööölska löngu bloggin þín, ekkert vera feimin við að semja langan texta. Þú ert svo skemmtilegur penni :)
    Líst bara ansi vel á fjölskylduna þína og auðvitað þvílíkt flott að vera hjá einhverjum sem veit upp á hár hvað þú ert að ganga í gegnum. Plús að hann getur rifjað upp smá íslensku með þér. Stelpunum í fjölskyldunni finnst eflaust geggjað gaman að fá svona flotta stóra systir í hópinn :)
    Það verður spennandi að fá fréttir frá þér þegar skólinn byrjar...... þvílík forréttindi að prufa svona einkaskóla ;) Haltu áfram að vera svona megaháttar klár og dugleg og æðisleg. Sendu mér svo addressuna þína svo hægt sé að koma smá afmælisglaðningi til þín soon to be sweet seventeen!
    ást, ylur, knús og sakn frá nágrönnum þínum í Þýskalandi :o*

    SvaraEyða
  4. Vá hvað þetta var rosa stutt hah :)) en hvernig væri að láta mann vita ad það sékomið blogg ? Ég frétti það útí bæ :'( (þ.e.a.s. Hjá bryndísi) en ég vil miklu betri myndir ! :o þessar eru horror :)) og ég vona að þú verðir stærst í bekknum þínum :) og ljóshærðust :)) og jáá, ég sendi bréfið þitt í dag heehe ;))
    -Heiðrún
    P.s. Ekki vera lampi...

    SvaraEyða