Live Fast, Have Fun, Be A Bit Mischievous

sunnudagur, 18. nóvember 2012

Einkaskólar eru ekkert fancy.

Góðan daginn :)

Okei ég er búin að vera að reyna að byrja þetta blogg í pínu langan tíma núna en veit ekkert hvar ég á að byrja eða hvað ég á að skrifa. Held að ég verði að skrifa á hverjum degi hvað ég geri svo ég gleymi því ekki þegar ég loksins nenni að gera blogg. Afhverju get ég ekki bara hugsað hvað ég ætla að skrifa og svo birtist það magically í tölvunni, þá þarf ég ekki að skrifa það. Ætla allavegana að reyna að muna eittthvað skemmtilegt sem að ég get deilt með ykkur.

Síðustu dagana í fríinu fór ég t.d. í bíó með Sophie og Estelle og kærastanum hennar á myndina Looper og ég hef ekki hugmynd um hvað sú mynd var. In my defence þá skyldu þau heldur ekkert mikið hvað var í gangi. En bíóhúsið sem við fórum í er í Valence og það er huge. Skellti mér svo í strípur og var í stresskasti allan tíman um hvort að ég mundi enda með grænt hár eða eh en svo endaði það bara alveg eins og þegar ég fer heima. Reyndar notaði konan ekki álpappír heldur lét bara eh svona spýtu undir hárið og málaði á hana og lét svo hárið bara vera þannig. Þetta tók 4 klukkutíma. Fun.




Síðustu helgi fór ég svo á 2 markaði. Einn í bænum mínum og það var verið að selja svona local vörur eins og ávexti, marmelaði og auðvitað osta og vín og fleira þannig. Og snigla. Oj. Hinn markaðurinn var svo í bæ hérna í hálftíma fjarlægð með miklum 'S' vegum sem er uppáhalds fyrir bílveikt fólk. Þar var aðallega verið að selja epli og svo líka eitthvað annað drasl. Við fengum svona epli sem er búið að láta sykur utan um og heitir ástarepli eða eh þannig. Það var þvílíkt mikið af fólki þarna og markaðurinn var í gegnum allan bæinn og við þurftum að leggja bílnum lengst útfyrir bæinn. Fólk gat líka tekið eplataxa til að þurfa ekki að halda á eplunum ef það var að kaupa marga kassa.


Á mánudaginn byrjaði ég svo í skólanum. Ég bjóst við þvílíkt fancy skóla með öllum flottasta búnaðinum og þannig þar sem þetta er einkaskóli. En nei þá er þetta frekar gamall skóli sýnist mér og ekkert inní stofunum nema stólar, borð og krítartafla. Reyndar er ég í svona Lab í einum líffræði tíma þar sem eru einhver tæki á borðinu sem ég reyndi að snerta sem minnst til að skemma þau ekki.

Annað en í skólanum í Normandie þá vissu allir kennararnir mínir hérna að ég væri að koma og hvað ég héti sem var fínt því þá þurfti ég ekki að útskýra fyrir þeim að ég skildi ekki neitt. Sumir kennararnir meirasegja þýddu fullt fyrir mig með hjálp bekkjarins þar sem að ekki allir kennararnir mínir tala ensku. Þýsku kennarinn minn var meirasegja svo almennileg að skrifa niður fyrir mig lista af enskum-frönskum-þýskum orðum þegar ég sagði henni að ég kynni ekki orð í þýsku.

Stundataflan mín er mjög flókin. Mjög. Það stendur aldrei hvaða stofa er og stundum erum við í aðalstofunni og stundum ekki. Svo er eitthvað heimavinnu herbergi sem allir fara í þegar það falla niður tímar og oftar en ég veit ekki ástæðuna fyrir því alltaf. Þar eiga allir að vera að læra og það er yfirleitt kennari þar en þegar það er enginn kennari þá lærir enginn. Var þar á þriðjudaginn að tala við eh krakka úr bekknum mínum þegar ég heyri eina stelpuna allt í einu segja Eyjafjallajökull á mjög vitlausan hátt. Ég gat ekki annað en hlegið. Mikið. Ég veit, ég er vond. En svo var ég almennileg og kenndi þeim að segja það rétt, ekki að það hafi tekist vel.

Bekkurinn minn er voða fínn þótt þau séu öll 2 árum yngri en ég, þau tala við mig og svoleiðis. En ég er í hörmungarfögum, aðallega náttúrufræði/vísindi/líffræði eða whatever og stærðfræði. Þannig ég fór á föstudaginn og spurði hvort það sé hægt að færa mig í Premiere (96) eða Terminale (95) svo að ég geti valið mér braut og verið í bekk með fólki á mínum aldri. Ég fæ líklegast að vita á morgun hvort það sé hægt eða ekki. Skólinn hérna er samt þvílíkt langur, yfirleitt til 5 eða 6 á daginn. Nema á miðvikudögum, þá er ég alltaf búin 12.

Bærinn minn, Annonay og annar bær, Davezieux eru eiginlega fastir saman og ég bý svona í miðjunni frá báðum miðbæjunum. Á föstudaginn féllu niður tímarnir eftir hádegi hjá mér þannig þá var ég búin klukkan 12. Ég ætlaði að hitta eh af hinum skiptinemunum niðrí bæ en þau komust ekki þannig ég ákvað að fara bara samt niðrí bæ ein. Ákvað að fara fyrst til Davezieux að skoða eh í búðum og svo í miðbæ Annonay til að fara á pósthúsið. Þetta lookar allt voða nálægt hvort öðru í bíl. Ég byrjaði svo að labba og eftir 20 minutur var ég komin til Davezieux. Svo ætlaði ég að fara til Annonay og hélt það yrði ca 10 minutna labb en neinei var í rúmlega hálftíma á leiðinni þangað. Ætlaði að fara í smástund haha. Kíkti svo á google maps þegar ég var komin heim þá kom í ljós að ég var búin að labba örugglega 10 km eða eh :P

Í gær fór ég svo í bíó á nýju twilight myndina með Sophie og Anne. Ég er mjög stollt að segja frá því að ég skildi meirihlutan af myndinni :) Gæti reyndar verið útaf því að ég er buin að lesa bókina en þússt.. það eru mörg ár síðan. Í gærkvöldi fór ég svo með fjölskyldunni í eh mat og skemmtun sem var fjáröflun fyrir kirkjuna þeirra. Get ekki sagt að það hafi verið skemmtilegt. Og maturinn var viðbjóður. Aðalrétturinn leit út eins og vel mygluð brennd pönnukaka og svo ogeðsleg pylsa með. Ég hef greinilega verið með eh ógeðissvip þegar ég var að reyna að pína þessu ofan í mig því að hostmamma min sagði að ég þyrfti ekki að klára, sem ég gerði ekki.


Í dag var svo íslenskur dagur. Elduðum hangikjöt sem mamma sendi og ég stóð mig frábærlega í marengsbakstri, kakan brotanði bara smá mikið en ég og Sophie redduðum því með súkkulaði og skrauti. Buðum fólki sem þau segja að séu svona eins og amma og afi en eru samt ekkert skyld þeim, létum þau giska á hvaða kjöt hangikjöt væri og það kom fullt upp eins og hvalur, hreyndýr og fleira áður en þau loksins giskuðu á rétt. Fullorðnafólkinu fannst hangikjötið gott en ekki litlu stelpunum haha og öllum fannst kakan góð þótt hún leit ekkert fallega út. Og buðum líka uppá harðfisk sem hostmamman var reyndar ekki alveg að týma því hun vill geyma hann þangað til á jólunum, en fólki fannst hann góður líka, þótt yngstu stelpurnar smökkuðu hann ekki haha. Skil þær reyndar vel, efast um að ég mundi smakka harðfisk ef ég vissi ekkert hvað það væri og það væri útskýrt fyrir mér sem þurrkaður fiskur.


Svo á ég afmæli á föstudaginn jeij og hérna er heimilisfangið mitt ef einhverjum langar að senda mér afmælisgjöf :)

Svana Björk Kolbeinsdóttir 

47, rue de Montalivet
07100 Annonay 
France 




 Eða þússt bara ef að einhverjum alltíeinu dettur í hug að senda mér eh skemmtilegt bara útaf því að það er þriðjudagur eða eitthvað. Mér finnst líka voða fínt að skrifa bréf til fólks í skólanum til að hafa eitthvað til að gera, samt pínu vandró þegar ég skrifa eh skemmtilegt og byrja að brosa eitthvað ein í mínum heimi. Þannig að ef einhver vill fá bréf þá bara láta mig vita og aldrei að vita nema ég sendi þér  eitt stykki litríkt og leiðinlegt bréf um ekki neitt :) 


Sko mig, náði meiraðsegja að halda þessu frekar stuttu :)

Bæjóóó

10 ummæli:

  1. þú mátt senda mér bréf ! :D -maria

    SvaraEyða
    Svör
    1. hahaha þá þarf hun að skrifa 3 bref alltaf haha

      Eyða
  2. Æði gæði, hlakka til að fá þig heim að elda fyrir mig.Hvernig smakkaðist eplið? Fannst það svo girnilegt. Stórt afmælisknús yfir hafið. Mamma.

    SvaraEyða
  3. okei þessi kirkjumatur þarna lítur eekki vel út
    en eplið er geðveikt girnilegt!
    og voða eru þessir skólar eitthvað flippaðir að segja ykkur aldrei hvert á að mæta!

    Selma

    SvaraEyða
  4. DEMIT ! er ekki buin að lesa, en ég ætlaði að vera fyrst ! :( framvegis vil ég sms um blogg svana
    kv heiðrun

    SvaraEyða
  5. Loksinsloksins kom blogg frá þér :)ekki það að það sé ehv langt síðan við töluðum saman á skype eða facebook en þessi kirkjumatur er lýtur allaveganna ekki út fyrir að vera eitthvað góðgæti. váhh hvað ég væri til í að smakka þessu sykur epli þau eru örugglega góð. Eins og við Heiðrún erum búnar að segja þér þá sendum við afmælisgjöfina og jólagjöfina þína til þín á föstudaginn. Vonandi kemur hún sem fljótlegast :D
    kv Bryndís Jóns

    SvaraEyða
  6. Eitt stykki afmælisgjöf leggur af stað frá DE á morgun. Annars er ég geðveikt ánægð með að þú sért að læra þýsku, getur þá kannski einhver annar í familíunni skilið dóttur mína þegar hún dettur í þýskugírinn;) Líst svo ótrúlega vel á þessa fjölskyldu að vilja borða hangikjöt og harðfisk. Svo gaman að kynna landið sitt og að fólk hafi áhuga á einhverju sem tengist Íslandi. Finnst þú líka dugleg að græja marens handa þeim.
    Bestu kveðjur frá okkur í Þýskó, hafðu það súpergott =)
    kv. Svandís

    SvaraEyða
  7. gaman að lesa bloggið þitt,alltaf einhver ævintýri í gangi hjá þer.Nú styttist i 17.arið.þu verður nu ekki i vandræðum að snara fram kökur,flott hja þer.erum alsæl með tenerife ferðina.sendi pakkann i vikunni.gott að vita a þu hafir afa og ömmu þarna og þessa flottu fjölskyldu.hafu það sem best,knus fra okkur,afi+amma

    SvaraEyða
  8. Alltaf jafn gaman að lesa fréttir frá þér.Sé þig í anda að reyna koma matnum ofaní þig.....Pakkinn fer af stað á morgun.Hafðu það súper gott á afmælisdaginn.
    allir biðja að heilsa.
    Vala og co

    SvaraEyða
  9. já hææææ loksins búin að lesa þessa blessaða blogg :) og ég er frekar vonsvikin, ég var rosa að vona að þú þyrftir að vera í skólabúning og að skólinn væri eins og hogwarts eða ehv :( og þetta lookar frekar ógirnilega þessi kirkjumatur hahah hefði verið til í að sjá þig éta það :P hahahah en jáá gaman að lesa að þú hafir ehv að gera í tímum :L samt, þá máttu alveg kaupa þér nýja penna sko ... þessir sem þú notaðir seinast eru freekar lélegir ;) en jaáá hef ekkert meira að segja nema þúst.. ekki hanga of mikið á mcdonalds og ehv þannig :D
    kveeeðja Heiðrún :))

    SvaraEyða